fbpx Karíbahaf Ævintýralegt skip | Vita

Karíbahaf Ævintýralegt skip

Wonder of the Seas

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Wonder of the Seas
9. - 21. október

Fararstjóri: Draupnir Rúnar Draupnisson
Austur Karíbahaf og Orlando
 

Orlando og Port Canaveral - Flórída, Cococay, Bahamas - Charlotte Amalie, St. Thomas - Philipsburg, St. Maarten - Orlando, Flórída.

Ferðalýsing:

Ferðin hefst með flugi til Orlando 9. október þar sem gist er í fjórar nætur. Síðan er ekið til Port Canaveral, sem tekur aðeins um eina klst. en þaðan er siglt um austuhluta Karabíahafsins. Á fyrsta degi er komið á Cococay sem er lítil ævintýraeyja í Bahamas eyjaklasanum. Eftir Cococay er einn dagur á siglingu, síðan er komið á St. Thomas og St. Maarten sem eru skemmtilegar  og fallegar eyjar í Karíbahafinu. Eftir það eru tveir dagar á sjó, þá er hægt að njóta alls þess sem Wonder of the Seas hefur upp á að bjóða. Eftir að komið er í land á Canaveral er ekið aftur á hótel þar sem gist er í eina nótt áður en haldið er  heim á leið. Flogið til Keflavíkur 21. október með beinu flugi Icelandair og áætluð lending í Keflavík kl  06:00 að morgni 22. október 

Fjöldi skipulagðra ferða er í boði á áfangastöðum skipsins, en þær þarf að bóka og borga sérstaklega. Gestir geta þó alltaf farið um alla viðkomustaði á eigin vegum. Í Orlando skipuleggur fararstjóri tímann með farþegum.

Um skipið:
Wonder of the Seas er í fimmta skipið í  " Oasis Class“ flokknum  hjá skipafélaginu Royal Caribbean Cruise Line, en honum tilheyra stærstu skemmtiferðaskip heims. Þau eru orðin sex í þessum flokki og er Wonder of the Seas næst stæðst og nýjast . Skipin eru fljótandi ævintýraheimur þar sem ýmsar nýjungar sjá dagsins ljós eins og garðinn friðsæla Central Park um miðbik skipsins með kaffihúsum og veitingastöðum. Afturþilfarið Boardwalk minnir á Tivolí með hringekju, ísbúð og ekta amerískum „Diner“. Vatnsleikhúsið Aquatheater er aftast á skipinu og er undravert að horfa á meistara í dýfingum sýna listir sínar undir fögrum tónum. Vel er hugsað um fjölskyldur og bæði krakkar, unglingar og fólk á öllum aldri geta leikið sér og spreytt sig í ævintýraþrautum, klifurveggjum, öldulaugum og hverju sem hugurinn girnist. Veitingastaðir og kaffihús, þar á meðal Starbucks. Einnig er göngugatan Royal Promenade og þar má finna m.a. kaffihús,pizzastað, pub auk verslana. Svo ekki sé minnst á Stúdíó B sem er skautasvell þar er hægt að fara á skauta auk glæsilegra sýninga á meðan á siglingu stendur. 

Wonder of the Seas fór í sína jómfrúarferð í janúar 2022. Skipið er 236.857 lestir og um 362,12 metrar á lengd og með rými fyrir allt að 6.410 farþega. Áhöfnin telur tæplega 2400 manns. Heilsulindin Vitality at Sea, Spa & Fitness Center býður uppá allt hugsanlegt dekur og að sjálfsögðu fylgir tækja- og íþróttasalur. Spilavíti, verslanir og alls 20 barir og veitingastaðir.

Klefarnir eru alltaf með tveimur rúmum sem hægt er að hafa saman eða setja náttborð á milli og hafa þannig tvö rúm og einnig klefar fyrir allt að fjórum farþegum, þá tveir fullornir og tvö börn.Flestir eru þeir með setkrók með sófa og skrifborði, kæliskáp (hægt að panta drykki gegn gjaldi og nota sem smábar), öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.

Á sundlaugarþilfarinu eru fjöldinn allur af sundlaugum og heitum pottum ásamt stóru skemmtilegu barna sundlaugar svæði. Líf og fjör er við sundlaugarnar alla daga og fram á kvöld þar sem reggie tónlistinn ræður völdum á meðan þjónarnir bjóða upp á litskrúðuga karíbahafs koktaila. 

Flugtímar:

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 689 9. október Keflavík 17:15 Orlando Int. 21:15
FI 688 21. október Orlando Int. 18.30 Keflavík 06:00+1

 Ferðatilhögun:

Dags Áfangastaður koma Brottför
13. október Orlandó (Port Canaveral) Flórída   16:30
14. október Perfect day at Cococay,Bahamas  07:00 16:00
15. október Á siglingu    
16. október Charlotte Amalie, ST. Thomas 12:30 20:00
17. október Philipsburg, St. Maarten 08:00 18:00
18. október Á siglingu    
19. október Á siglingu    
20. október Orlando ( Port Canaveral ) Flórída 06:00  

Miðvikudagur 9. október.    Keflavík - Orlando
Flogið frá Keflavík til Orlando í beinu flugi Icelandair. Lending er um 21:15 og eftir komu er ekið með hópinn á The Florida hotel & Conference center  þar sem gist verður í fjórar nætur.


florida-hotel-pool-view.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimmtudagur 10. - laugardags 12. október .  Orlando
Morgunverður á hótelinu alla morgnana
Dagskrá í samvinnu við fararstjóra. Hægt að sóla sig eða fara í kíkja í einhverja hinna fjölmörgu verslana sem eru í Florida Mall eða jafnvel heimsækja einhvern af Disney görðunum vinsælu, Magic Kingdom, Epcot Center, Universal Studios svo einhverjir séu nefndir.


Wonder_of_the_seas.jpg

Sunnudagur.  13. október     Orlando – Port Canaveral
Morgunverður og tékkað út af hótelinu. Ekið til Canaveral, sem tekur um eina klst. Um hádegi er komið um borð í skemmtiferðaskipið Wonder  of the Seas. Þar býður okkar hádegisverður og öll þjónusta er til staðar. Gaman að nota tímann þar til að skipið siglir úr höfn kl.16:30 til að skoða sig um og njóta þess sem í boði er. 


Cococay

Mánudagur 14. október.  Cococay, Bahamas
Cococay er langt í frá hinn dæmigerði ferðamannastaður á Bahamaeyjum því að eyjan er með vistvæna vottun. Sjórinn er kristaltær og dúnmjúkur sandurinn leikur við tærnar á óspilltum ströndum. Hér er svo sannarlega hægt að fá útrás fyrir ævintýraþrána með því að snorkla í sjónum og kanna undraveröldina sem þar birtist, með kóralrifjum, gömlum skipsflökum, stingskötum og skrautlegum fiskum eða þeysast fram hjá Great Stirrup Cay vitanum og Starfish Alley á vatnaketti. Boðið er upp á gönguferð með leiðsögn um þessa fallegu vistvænu eyju, sem endar á afskekktri strönd, Barefoot Beach, þar sem hægt er að fara á kajak. Þeir sem kjósa að slaka bara á og njóta andartaksins ættu að setjast við fljótandi barinn við ströndina með svalanda Coco Loco kokteil við hönd.

 


Wonder_of_the_seas

Þriðjudagur 15. október.   Á siglingu
Í dag er dagur á sjó og gefst gestum því kjörið tækifæri að kynna sér þann ævintýraheim sem fyrsta flokks skemmtiferðaskip eins og Wonder of the Seas hefur upp á að bjóða. Njótið lífsins og upplifið magnað útsýni þar sem hafið nær eins langt og augað eygir. Mikið er um að vera á sundlaugardekkinu þar sem þjónarnir ganga um og bjóða litríka kokteila og hljómsveitin spilar á meðan hægt er að njóta sólarinnar. Mikið er um uppákomur um allt skip, á göngugötunni, þar sem er mikið um að vera verslanir, kaffihús, Sorento pizzastaðurinn auk margvíslegra uppákoma. Boardwalk dekkið sem er aftast á skipinu iðar af lífi. Þar eru meðal annars brimbrettalaug, klifurveggur, minigolf, Zip – line þar sem hægt er að renna á línu hátt yfir Boardwalk götunni og ekki má gleyma rennibrautinni, þar sem hægt er að stytta sér leið niður margar hæðir, Körfuboltavöllur, borðtennis og margt fleira. Stúdíó B er í kjallaranum eða á 4. dekki, þetta er skauta svell þar sem hægt að reyna sig á skautum og síðan eru frábærar sýningar með skauta snillingunum á skipinu. 


karibahaf_paskasigling.jpg

Miðvikudagur 16. október.  Charlotte Amalie, St. Thomas  
St. Thomas er þekkt sem unaðslegur staður til að eyða fríinu sínu á, en saga eyjunnar hefur ekki verið alltaf jafn friðsæl og nú. Á 18. öld var eyjan einn helsti viðkomu og dvalarstaður  sjóræningja sem herjuðu í Karíbahafinu. Eyjan var áður þekkt sem dönsku Vestur-Indíu. Þessi glæsilega eyja hefur í dag að geyma frábærar strendur, litfagran sjó og landslag einnig ótrúlega tollfrjálsa verslun.  


sigling_ny_karibahaf_st_maarten.jpg

Fimmtudagur 17. október. Philipsburg, St. Maarten 
Á St. Maarten eyjunni földu sig nokkrir franskir og hollenskir hermenn þegar Spánverjar lokuðu virki sínu 1648 og ákváðu að skipta á milli sín eyjunni. Skömmu eftir það var gerður formlegur samningur milli Frakka og Hollendinga að skipta eyjunni í tvennt og féll Philipsburg í hlut Hollendinga. Eyjan býður uppá endalaust langar strendur, ofsalega fallegt landslag og gott að versla.


wonder_of_the_seas_aquatheater.jpg

Föstudagur 18. og laugardagur 19. október. Á siglingu
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Mikið um að vera á þessu stórkostlega skipi hvort sem það er að vera í friði og ró sem hægt er að finna á sólaríum svæðinu fyrir fullorna eða í Central Park eða að vera í fjörinu við sundlaugina, fara á sýningar sem eru í boði í leikhúsinu "Royal Theater", Vatnsleikhúsinu  "Aqua Theater " skauta svellinu " Stúdíó B"  eða bara að njóta þessa frábæra skips. 


Wonder_of_the_Seas.jpg

Sunnudagur 20. október.   Port Canaveral - Orlando
Komið til Port Canaveral snemma morguns. Eftir morgunverð er farið frá borði og ekið til Orlando. Þar er gist á The Florida hotel & Conference center  hótelinu í eina nótt áður en haldið er heim á leið.


Florida Hotel_3.jpg

Mánudagur 21. október.  Orlando
Morgunsins notið á hótelinu áður en lagt er af stað út á flugvöll.
Áætluð brottför frá Orlando er kl. 18:30 og lending í Keflavík kl 06:00 að morgni 22. október. 
 

Sjá nánar ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar Upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef MCO

  8 klst

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

 • Rafmagn

  110 og 220 volt

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun