Draupnir Rúnar Draupnisson
Fararstjóri
Draupnir Rúnar er lærður leiðsögumaður og hefur starfað sem fararstjóri víða um heim.
Draupnir hefur afar mikinn áhuga á að kynna sér ný lönd og upplifa framandi siði og venjur. Hann hefur ferðast til yfir hundrað og tuttugu landa og unnið sem fararstjóri í Grikklandi, Tyrklandi, Mexíkó, Taílandi, Grænhöfðaeyjum, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Madeira ásamt leiðsögn á Íslandi.
Draupnir Rúnar er fæddur og uppalinn í Neskaupstað og fór í alþjóðlegt ferðamálanám eftir stúdentspróf. Hann hefur í kjölfarið unnið hin ýmsu störf tengd ferðaþjónustu, bæði á Íslandi og erlendis.
Einnig er hann lærður leiðsögumaður og kennari og hefur lokið mastersgráðu í blaða- og fréttamennsku.
Hann hefur dvalið víða og bjó og starfaði meðal annars sex vetur í Mið-Austurlöndum, kenndi sem sjálfboðakennari í Indlandi einn vetur og var skólastjóri í Grímsey.
Ferðir:
-
Madeira
Einstök náttúrufegurð og góður matur. Íslensk fararstjórn.
» Nánar
9. - 18 sept, 9 nætur
18. - 27.sept, 9 næturVerð frá
209.900kr
á mann í tvíbýli með morgunverði á Vila Baleira Funchal, 18.sept