fbpx Alicante - Benidorm, Albir og Calpe. Sól og slökun.

Alicante - Benidorm, Albir, Calpe

Dásamlegar strendur og veðurblíða

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Alicante - Benidorm, Albir, Calpe.

Spennandi möguleikar í boði. Heillandi borg. 

Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum

Alicante er í Costa-Blanca héraði og þar eru: Benidorm, Albir og Calpe. Calpe svæðið býður upp á sérstaklega góða gistimöguleika fyrir stórfjölskylduna.

Calpe.jpg 

Yfir vetramánuði (nóv-mar) er ekki fararstjóri á vegum VITA  á svæðinu. 

Í Costa Blanca-héraðinu er eitthvað fyrir alla.  Menning, mannlíf, strandlíf, slökun, fjörugt skemmtanalíf, mikil matar- og vínmenning og mikil veðursæld svo eitthvað sé nefnt.

Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Þaðan er akstursfjarlægð til Valencia um 90 mínútur og um fimm klst. til Barcelona. Benidorm, Albir og Calpe eru miklir ferðamanna staðir og þar er hægt að nálgast alla þá þjónustu sem hugsast getur. Strandlengjan við borgina er yfir 7 km löng og fjölbreyttir skemmtigarðar og aðstæður til íþróttaiðkunar eru á hverju strái. Svæðið býður upp á margt fleira en strandlíf og slökun. Þarna er hægt að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir.  Mikil matar- og vínmenning er á Benidorm, Albir og Calpe sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða á svæðinu.


alicante_benidorm_6.jpg

GUADALEST

Guadalest er eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar. Íbúar þorpsins eru aðeins um 200 talsins en yfir tvær milljónir ferðamanna heimsækja þorpið á hverju ári sem gerir Guadalest að einum fjölsóttasta ferðamannastað Spánar.
Það er mjög tilkomumikið að aka leiðina upp að Guadalest en ekið er sem leið liggur framhjá "Terra Mitica"-skemmtigarðinum og afleggjaranum niður til Benidorm og beint upp til fjalla. Vegurinn til Guadalest er malbikaður en liggur oft bugðóttur utan í bröttum hlíðum fjallsins. Það er mjög eftirminnilegt að aka þessa leið.
Í Guadalest-þorpinu er gamalt Máravirki frá 8. öld, byggt á kletti í um 900 metra hæð yfir sjávarmáli. Eru kastalarústirnar til vitnis um stormasama sögu þess. Þræða þarf um fimm metra löng göng í gegnum klett til þess að komast að elsta hluta þorpsins, en efst trónir kirkjugarðurinn sem býður upp á einstakt útsýni yfir Guadalest dalinn og nærliggjandi sveitir. Frægastur er turninn "Peñon de La Alcalá" sem var notaður til að fylgjast með mannaferðum í dalnum fyrir neðan.
Einnig er að finna í þorpinu tvö söfn, "smámunasafnið Belen" og pyntingasafn. Það er mikil upplifun að koma inn í safnið þar sem litlu dúkkuhúsin eru til sýnis. Þau eru með öllum smáatriðum og svo á hæðinni fyrir ofan er búið að útbúa stórt fjallaþorp úr þessum litlu húsum og öllu tilheyrandi. Þorpsbúar eru frægir fyrir handverk, t.d. handsaumaða dúka, körfugerð og barnaföt. Hægt er að nálgast vörurnar í verslunum sem eru við þröngar götur þorpsins þar sem þær eru höggnar inn í bergið.

Hægt er að hafa samband við t.d Local tours. Fararstjóri getur gefið upplýsingar um ferðir með þeim. 

ALTEA

Altea er yndislegur lítill bær í nágrenni Calpe, allir sem koma til Spánar ættu að heimsækja Altea. Gamli bærinn stendur uppá hæð sem áður fyrr gerði þorpsbúum kleift að sjá til sjóræningjana sem stundum komu frá Ibiza eða Mallorca og gerðu mikinn óskunda á meginlandinu.
Bærinn er þekktur fyrir kirkjuna sem er rómuð fyrir fegurð og byggist gamli bærinn í kringum hana. Það er einstaklega notalegt að ganga um litlu steinlögðu göngugöturnar (háir hælar geta reynst hættulegir) og rétt við kirkjuna er útsýnispallur þaðan sem sést yfir til Benidorm og Calpe.
Fjöldi smáverslana sem selja listmuni, skartgripi og leðurvöru eru við þröngar götur þorpsins og í júlí og ágúst er starfræktur markaður á kirkjutorginu. Tilvalið er að fara til Altea seinnipartinn, ná ljósaskiptunum og bregða sér síðan á einn af veitingastöðum þorpsins.
Gaman er að keyra til Altea á bílaleigubíl. Gæti verið erfitt að fá stæði yfir mesta annatímann. Einnig er hægt að taka leigubíl þangað, en þeir eru ekki dýrir.

Lesa meira um Alicante, Benidorm, Albir og Calpe
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Afþreying

 • Verslun og þjónusta

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef ALC

  4,5

  Morgun- og eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Bjórverð

  2-4 EUR

 • Rafmagn

  220 Volt

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun