Alicante - Benidorm, Albir, Calpe
Dásamlegar strendur og veðurblíða
Myndagallerí
Alicante - Benidorm, Albir, Calpe.
Spennandi möguleikar í boði. Heillandi borg.
Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum
Alicante er í Costa-Blanca héraði og þar eru: Benidorm, Albir og Calpe. Calpe svæðið býður upp á sérstaklega góða gistimöguleika fyrir stórfjölskylduna.
Yfir vetramánuði (nóv-mar) er ekki fararstjóri á vegum VITA á svæðinu.
Í Costa Blanca-héraðinu er eitthvað fyrir alla. Menning, mannlíf, strandlíf, slökun, fjörugt skemmtanalíf, mikil matar- og vínmenning og mikil veðursæld svo eitthvað sé nefnt.
Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Þaðan er akstursfjarlægð til Valencia um 90 mínútur og um fimm klst. til Barcelona. Benidorm, Albir og Calpe eru miklir ferðamanna staðir og þar er hægt að nálgast alla þá þjónustu sem hugsast getur. Strandlengjan við borgina er yfir 7 km löng og fjölbreyttir skemmtigarðar og aðstæður til íþróttaiðkunar eru á hverju strái. Svæðið býður upp á margt fleira en strandlíf og slökun. Þarna er hægt að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Mikil matar- og vínmenning er á Benidorm, Albir og Calpe sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða á svæðinu.
GUADALEST
Guadalest er eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar. Íbúar þorpsins eru aðeins um 200 talsins en yfir tvær milljónir ferðamanna heimsækja þorpið á hverju ári sem gerir Guadalest að einum fjölsóttasta ferðamannastað Spánar.
Það er mjög tilkomumikið að aka leiðina upp að Guadalest en ekið er sem leið liggur framhjá "Terra Mitica"-skemmtigarðinum og afleggjaranum niður til Benidorm og beint upp til fjalla. Vegurinn til Guadalest er malbikaður en liggur oft bugðóttur utan í bröttum hlíðum fjallsins. Það er mjög eftirminnilegt að aka þessa leið.
Í Guadalest-þorpinu er gamalt Máravirki frá 8. öld, byggt á kletti í um 900 metra hæð yfir sjávarmáli. Eru kastalarústirnar til vitnis um stormasama sögu þess. Þræða þarf um fimm metra löng göng í gegnum klett til þess að komast að elsta hluta þorpsins, en efst trónir kirkjugarðurinn sem býður upp á einstakt útsýni yfir Guadalest dalinn og nærliggjandi sveitir. Frægastur er turninn "Peñon de La Alcalá" sem var notaður til að fylgjast með mannaferðum í dalnum fyrir neðan.
Einnig er að finna í þorpinu tvö söfn, "smámunasafnið Belen" og pyntingasafn. Það er mikil upplifun að koma inn í safnið þar sem litlu dúkkuhúsin eru til sýnis. Þau eru með öllum smáatriðum og svo á hæðinni fyrir ofan er búið að útbúa stórt fjallaþorp úr þessum litlu húsum og öllu tilheyrandi. Þorpsbúar eru frægir fyrir handverk, t.d. handsaumaða dúka, körfugerð og barnaföt. Hægt er að nálgast vörurnar í verslunum sem eru við þröngar götur þorpsins þar sem þær eru höggnar inn í bergið.
Hægt er að hafa samband við t.d Local tours. Fararstjóri getur gefið upplýsingar um ferðir með þeim.
ALTEA
Altea er yndislegur lítill bær í nágrenni Calpe, allir sem koma til Spánar ættu að heimsækja Altea. Gamli bærinn stendur uppá hæð sem áður fyrr gerði þorpsbúum kleift að sjá til sjóræningjana sem stundum komu frá Ibiza eða Mallorca og gerðu mikinn óskunda á meginlandinu.
Bærinn er þekktur fyrir kirkjuna sem er rómuð fyrir fegurð og byggist gamli bærinn í kringum hana. Það er einstaklega notalegt að ganga um litlu steinlögðu göngugöturnar (háir hælar geta reynst hættulegir) og rétt við kirkjuna er útsýnispallur þaðan sem sést yfir til Benidorm og Calpe.
Fjöldi smáverslana sem selja listmuni, skartgripi og leðurvöru eru við þröngar götur þorpsins og í júlí og ágúst er starfræktur markaður á kirkjutorginu. Tilvalið er að fara til Altea seinnipartinn, ná ljósaskiptunum og bregða sér síðan á einn af veitingastöðum þorpsins.
Gaman er að keyra til Altea á bílaleigubíl. Gæti verið erfitt að fá stæði yfir mesta annatímann. Einnig er hægt að taka leigubíl þangað, en þeir eru ekki dýrir.
Alicante - Benidorm, Albir, Calpe
Alicante - Benidorm, Albir, Calpe.
Spennandi möguleikar í boði. Heillandi borg.
Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum
Alicante er í Costa-Blanca héraði og þar eru: Benidorm, Albir og Calpe. Calpe svæðið býður upp á sérstaklega góða gistimöguleika fyrir stórfjölskylduna.
Yfir vetramánuði (nóv-mar) er ekki fararstjóri á vegum VITA á svæðinu.
Í Costa Blanca-héraðinu er eitthvað fyrir alla. Menning, mannlíf, strandlíf, slökun, fjörugt skemmtanalíf, mikil matar- og vínmenning og mikil veðursæld svo eitthvað sé nefnt.
Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Þaðan er akstursfjarlægð til Valencia um 90 mínútur og um fimm klst. til Barcelona. Benidorm, Albir og Calpe eru miklir ferðamanna staðir og þar er hægt að nálgast alla þá þjónustu sem hugsast getur. Strandlengjan við borgina er yfir 7 km löng og fjölbreyttir skemmtigarðar og aðstæður til íþróttaiðkunar eru á hverju strái. Svæðið býður upp á margt fleira en strandlíf og slökun. Þarna er hægt að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Mikil matar- og vínmenning er á Benidorm, Albir og Calpe sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða á svæðinu.
GUADALEST
Guadalest er eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar. Íbúar þorpsins eru aðeins um 200 talsins en yfir tvær milljónir ferðamanna heimsækja þorpið á hverju ári sem gerir Guadalest að einum fjölsóttasta ferðamannastað Spánar.
Það er mjög tilkomumikið að aka leiðina upp að Guadalest en ekið er sem leið liggur framhjá "Terra Mitica"-skemmtigarðinum og afleggjaranum niður til Benidorm og beint upp til fjalla. Vegurinn til Guadalest er malbikaður en liggur oft bugðóttur utan í bröttum hlíðum fjallsins. Það er mjög eftirminnilegt að aka þessa leið.
Í Guadalest-þorpinu er gamalt Máravirki frá 8. öld, byggt á kletti í um 900 metra hæð yfir sjávarmáli. Eru kastalarústirnar til vitnis um stormasama sögu þess. Þræða þarf um fimm metra löng göng í gegnum klett til þess að komast að elsta hluta þorpsins, en efst trónir kirkjugarðurinn sem býður upp á einstakt útsýni yfir Guadalest dalinn og nærliggjandi sveitir. Frægastur er turninn "Peñon de La Alcalá" sem var notaður til að fylgjast með mannaferðum í dalnum fyrir neðan.
Einnig er að finna í þorpinu tvö söfn, "smámunasafnið Belen" og pyntingasafn. Það er mikil upplifun að koma inn í safnið þar sem litlu dúkkuhúsin eru til sýnis. Þau eru með öllum smáatriðum og svo á hæðinni fyrir ofan er búið að útbúa stórt fjallaþorp úr þessum litlu húsum og öllu tilheyrandi. Þorpsbúar eru frægir fyrir handverk, t.d. handsaumaða dúka, körfugerð og barnaföt. Hægt er að nálgast vörurnar í verslunum sem eru við þröngar götur þorpsins þar sem þær eru höggnar inn í bergið.
Hægt er að hafa samband við t.d Local tours. Fararstjóri getur gefið upplýsingar um ferðir með þeim.
ALTEA
Altea er yndislegur lítill bær í nágrenni Calpe, allir sem koma til Spánar ættu að heimsækja Altea. Gamli bærinn stendur uppá hæð sem áður fyrr gerði þorpsbúum kleift að sjá til sjóræningjana sem stundum komu frá Ibiza eða Mallorca og gerðu mikinn óskunda á meginlandinu.
Bærinn er þekktur fyrir kirkjuna sem er rómuð fyrir fegurð og byggist gamli bærinn í kringum hana. Það er einstaklega notalegt að ganga um litlu steinlögðu göngugöturnar (háir hælar geta reynst hættulegir) og rétt við kirkjuna er útsýnispallur þaðan sem sést yfir til Benidorm og Calpe.
Fjöldi smáverslana sem selja listmuni, skartgripi og leðurvöru eru við þröngar götur þorpsins og í júlí og ágúst er starfræktur markaður á kirkjutorginu. Tilvalið er að fara til Altea seinnipartinn, ná ljósaskiptunum og bregða sér síðan á einn af veitingastöðum þorpsins.
Gaman er að keyra til Altea á bílaleigubíl. Gæti verið erfitt að fá stæði yfir mesta annatímann. Einnig er hægt að taka leigubíl þangað, en þeir eru ekki dýrir.
-
Hagnýtar upplýsingar
-
Afþreying
-
Verslun og þjónusta
Hagnýtar upplýsingar
FLUG:
Flugtíminn er um fjórar og hálf klukkustund. Flogið með Icelandair.
Farangur:
Icelandair: Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
AKSTUR:
Frá 25.mar - 31.okt 2024 er hægt að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Um 50 mín. akstur er frá flugvellinum í Alicante til Benidorm. Yfir vetrarmánuði (nóv-mar) er ekki í boði slík þjónusta en hægt er að panta sértransfer með því að hafa samband við skrifstofu eða senda tölvupóst.
TÍMAMISMUNUR:
Á sumrin eru þeir tveimur klukkustundum á undan, en yfir vetrartíma eru þeir einni klukkustund á undan.
GREIÐSLUKORT:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
SIESTA
Flestir fara í hádegisverðarhlé um miðjan daginn og loka flest þjónustufyrirtæki, skrifstofur og verslanir frá um það bil 13:30 til um það bil 16:30 eða í u.þ.b. 3 tíma. Stórmarkaðir eins og Carrefour og verslunarmiðstöðvar loka þó ekki yfir miðjan daginn.
ÖRYGGI:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður.
SÓLBÖÐ
Ráðlagt er að fara varlega í sólböðin fyrstu dagana eftir komu, eða á meðan húðin er að venjast sólinni. Góð regla er að bera alltaf á sig sólaráburð nokkrum mínútum áður en farið er út í sólina. Bera verður á líkamann með reglulegu millibili til að viðhalda virkni og forðast þannig sólbruna. Gott er að bera After-Sun-krem á sig eftir sólbað. Munið að drekka nóg af vatni þegar legið er í sólbaði, fyrst og fremst til að forðast sólsting og/eða uppþornun. Einkenni sólstings eru ógleði, þreyta, höfuðverkur og jafnvel hár hiti. Gott ráð við roða eða vægum sólbruna er að bera Aloe Vera- krem eða hreina jógúrt á svæðið. Einnig er ráðlagt að nota höfuðfat til að forðast sólsting.
TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
FARARSTJÓRI:
Yfir sumarmánuði eða frá og með 21.mars-31.okt 2024 er fararstjóri Icelandair VITA Jóhanna Benediktsdóttir. Yfir vetrarmánuði er ekki fararstjóri á svæðinu, en þá er hægt að hafa samband við skrifstofu ef eitthvað kemur upp á.
APÓTEK:
Apótek bera nafnið Farmacia á spænsku og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum. Það er alltaf eitthvað apótek opið allan sólarhringinn og hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í hótelmóttöku um hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni.
LÆKNISÞJÓNUSTA
Ef grunur leikur á veikindum skal hiklaust leita til læknis. Sama á við ef slys verða. Á svæðinu eru læknastofur (Clínica) sem bjóða upp á læknisþjónustu allan sólarhringinn. Þar eru yfirleitt enskumælandi læknar sem geta komið í vitjun á gististaði ef þess er óskað. Einnig bendum við á að móttakan á hótelinu getur verið ykkur innan handar.
Þjónustuaðilar munu að sjálfsögðu aðstoða við læknasamskipti ef þess er óskað. Mikilvægt er að hafa vegabréf og tryggingarskjöl (bláa alþjóðlega tryggingarskírteinið frá TR E-111) meðferðis þegar læknisaðstoðar er leitað.
BANKAR:
Opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá kl. 09:00 til 12:00. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er fólk stundum beðið um að sýna vegabréf til að staðfesta að þeir eigi kortið.
KRANAVATNIÐ:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
MOSQUITOFLUGUR:
Lifa hér og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum). Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
ÞJÓRFÉ:
Það tíðkast að gefa 10% þjórfé fyrir góða þjónustu, og á það sérstaklega við um veitingastaði og leigubílstjóra.
GOLFVELLIR
Hér er fjöldinn allur af golfvöllum. Sá sem er næstur Benidorm er Villaitana, fyrir ofan Benidorm, nærri Terra Mítica. Eins er Club de Golf Don Cayo í Altea. Fyrir utan Alicante er 18 holu völlur Golf Alicante. Allar frekari upplýsingar um golf á Spáni má finna á vefsíðunni golfspain
BÍLALEIGUBÍLAR
Best er að hafa samband við þjónustuaðila okkar um leigu á bílaleigubil. Rétt er að hafa í huga að væntanlegur ökumaður þarf að hafa gilt ökuskírteini og vegabréf til að geta tekið bíl á leigu. Við árekstur þarf alltaf að kalla til lögreglu og fylla út skýrslu, bæði fyrir bílaleiguna og leigutaka.
ALMENNINGSVAGNAR
Ganga yfirleitt á 15-40 mínútna fresti og heitir strætisvagnafyrirtækið Autobuses Ifach.
LEIGUBÍLAR
Eru þægilegasti ferðamátinn og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru hvítir að lit og það logar grænt ljós á þeim ef þeir eru lausir. Auðveldast er að veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir.
Afþreying
Á Alicante er hægt að finna úrval af skemmtun og afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri.
Hér eru nokkrar hugmyndir:
Terra Mitica-skemmtigarðurinn;– Fjör fyrir alla fjölskylduna
Stærsti og skemmtilegasti garður í Evrópu! Stórkostlegir rússíbanar af öllum stærðum og gerðum, sýningar á hverju strái, sjóræningjar, skylmingaþrælar og ýmislegt fleira, meðal annars stórfenglegar leiksýningar á kvöldin. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Aqualandia;– Vatnsrennibrautagarður í heimsklassa
Big Bang eða Kamikaze? Báðar rennibrautirnar? Ekkert mál, þær eru hver annarri betri í þessum frábæra garði. Stórskemmtilegt lón er í garðinum þar sem finna má svæði fyrir börn, og alla hina líka! Slettu úr klaufunum í Aqualandia, þaðan sem allir fara heim með bros á vör.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Mundomar;– Vatnaveröld og framandi dýralíf
Heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. Sjáðu dansandi höfrunga, sæljónin leika sér, páfagaukasýninguna og farðu með börnin í barnalandið. Og ekki gleyma hinu risastóra fiskabúri þar sem litadýrðin og fjölbreytnin er æðisleg. Frábær garður.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Terra Natura;– Náttúrulífsgarður
Engar sýnilegar hindranir á milli þín og dýranna. Sjáðu undur náttúrunnar með eigin augum á stórfenglegum sýningum og með snilldarlega útsettum atriðum. Í garðinum færðu tvo fyrir einn, þar er líka Aqua-Natura garðurinn, frábær vatnsrennibrautagarður þar sem þú getur skemmt þér og slappað af áður en þú snýrð aftur heim í sólskinsskapi.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Verslun og þjónusta
Verslun;
Mikið úrval er af verslunum og eru þær venjulega opnar frá kl. 09:00 – 24:00. Einnig er í stór verslunarmiðstöð á Benidorm sem heitir „La Marina centro comercial".
Hún er staðsett við hliðina á Carrefour stórmarkaði og þar má finna úrval góðra verslana.
La Marina er á þrem hæðum; á tveim hæðum eru verslanir og á þeirri þriðju eru veitingastaðir og afþreying.
Strætisvagnar ganga til Carrefour og að verslunarmiðstöðinni La Marina á 30 mínútna fresti.
Opnunartímar:
Frá mánudegi til laugardags: opið frá 10:00 til 22:00.
Markaðir:
Á Benidorm er markaður á miðvikudögum og sunnudögum. Hann er á stóru bílaplani við hótel Pueblo, nálægt Gemelos 22 og Hotel Levante Club. Hann er frá 9:00 – 14:00.
Cala de Finestrat er með markaði á litlu ströndinni fyrir neðan Hotel Bali. Markaðir eru á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum frá 9:00-14:00. Þangað ganga strætisvagnar númer 2 og 3
Í Albir er markaður á sunnudögum, hann er haldinn á stóru bílaplani sem er við aðalgötuna sem liggur niður að strönd. Hann er frá 9:00 til 14:00
Í Altea er markaður á þriðjudögum við íþróttasvæði bæjarins (Algar áin) frá 9:00-13:00. strætisvagn númer 10 gegnur þangað.
Í Calpe eru tveir markaðir:
Laugardagsmarkaðurinn við Avenida del Norte og Avenida Puerto Santa María. Hann er frá klukkan 08:00 til 13:00. Hægt er að fá ferskt grænmeti, ávexti, fisk, kjöt og fleira
Miðvikudagsmarkaðurinn er við Avenida País Valencia og er svipaður og Kolaportið, þar er hægt að prútta og gera góð kaup á ýmsum varningi
ATH Varið ykkur sérstaklega á þjófunum þegar farið er á markaði.
Leigubílar
Leigubílar eru þægilegasti ferðamátinn og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru hvítir að lit og það logar grænt ljós á þeim ef þeir eru lausir. Auðveldast er að veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir.; Góð regla að spyrja um verð áður en lagt er af stað í lengri ferðir.
Lestarferðir
Lestarstöðin; Estación F.G.V er efst í bænum fyrir ofan gamla bæinn á Benidorm. Strætó nr. 1 og 7 ganga til og frá lestarstöðinni.
Frá Benidorm til Albir, Altea, Calpe og Alicante:
Fyrsta lestin fer frá Benidorm til Albir, Altea og Calpe klukkan 06:07 og á klukkutímafresti eftir það. Síðasta lestin fer klukkan 22:07
Fyrsta lestin fer frá Altea til Calpe klukkan 06:20 og á klukkutímafresti eftir það. Síðasta lestin fer klukkan 22:20
Lestin fer frá Calpe til Altea, Benidorm og Alicante klukkan:
07:05, 09:05, 11:05, 14:05, 16:05, 18:05, 20:05
Lestin fer frá Alicante til Benidorm, Albir, Altea og Calpe klukkan:
06:00 og á klukkutímafresti eftir það. Síðasta lestin fer klukkan 21:00
Veitingastaðir á Benidorm
Amigos Bar and Bistro, Calle Bon Retiro 4, sími 965 858 124
Alþjóðlegur veitingastaður í gamla bænum, nauðsynlegt er að panta borð þar sem staðurinn er mjög lítill og fá borð.
Staðurinn er með fimm stjörnur á Trip Advisor.
Mamma Leone, Calle Lepanto, sími 965 86 07 24
Ekta ítalskur veitingastaður en býður líka uppá mjög góðar steikur á góðu verði.
The Vagabond, Carrer de la Palma 17, sími 636 146 985
Franskur veitingastaður
Mi casa cafe bistro, Carrer Major 18, sími 636 813 694
Alþjóðlegur veitingastaður
China Garden, Avenida Doctor Severo Ochoa 2,
sími 965 865 426
Kínverskur veitingastaður
Steak House El Rincon, Severo Ochoa 4, sími 966 803 560
Steikarstaður
Veitingastaðir Albir
It´s a small world, Calle Narciso Yepes 2: Belgískur veitingastaður. Mjög skemmtileg matargerð, þeir nota mikið ávexti í matargerðina. Mjög góður matur
Rit´s, Edid. Playa Mar lll: Alþjóðlegur veitingastaður. Veitingastaður við ströndina, frábært útsýni og góður matur en þó í dýrari kantinum.
Meluka, Avenida Albir: Austurlenskur veitingastaður. Hlaðborð, austurlensk matargerð frá Víetnam, Tælandi, Japan og Kína.
Capre Dime, Avenida Oscar Espla, 4: Alþjóðlegur veitingastaður
Yuan, Pau Casals: Japanskur veitingastaður
Sarita, Avenida del Albir: Indverskur veitingastaður
Veitingastaðir í Calpe
Antica Roma, Calle Pintor Sorolla,
Ítalskur veitingastaður í gamla bænum. Mjög góður matur á góðu verði
Cambalache, calle Torreones
Alþjóðlegur veitingastaður
Los Dos Canones, calle Triquet 2
Spænskur veitingastaður
Mama Leone, Pizzería, calle Blansco Ibanes
Ítalskur veitingastaður
Mirador, Avenida Ifach 26
Alþjóðlegur veitingastaður
Everest Tandoori, calle Joan de Garay
Indverskur veitingastaður
Veitingastaðir í Altea:
L´obrador, Calle Concepción. Sími 965 840 906
Á þessum stað er hægt að fá pizzur, pasta og franskar pönnukökur. Yndislegt að sitja á torginu á sumarkvöldum og prufa eitthvað af matseðlinum hjá þeim. Góður staður á góðu verði. Staðsettur við litla torgið neðst í göngugötunni.
Oustau, Calle Mayor 5. Sími 965 842 078
Fyrsta flokks þjónusta og fjölbreyttur matseðill í fallegu umhverfi. Staðurinn býður mjög gott verð fyrir gæðamat. Sérstaklega fallegur staður og frábær matur. Staðurinn er við litlu göngugötuna sem liggur niður frá kirkjutorginu.
El Paso, Calle San Miguel 13. Sími 966 880 472
Frábærar steikur og góð þjónusta. Verðið er aðeins í hærri kantinum en steikurnar mjög góðar og þjónustan góð. Staðsettur við götuna sem liggur að kirkjutorginu frá gatnamótunum þar sem leigubílarnir stoppa.
Gististaðir
Kort
Myndagallerí
Rosamar Hotel, Benidorm
Skemmtilegur sundlaugagarðurNýlega uppgert í hjarta Benidorm
Skammt frá Levante ströndinni
» Nánar
Rosamar Hotel, Benidorm
Vefsíða hótels
Gott 3 stjörnu hótel í hjarta Benidorm, skammt frá Levante-ströndinni. Allt sem þarf í næsta nágrenni.
Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, öryggishólf, loftkæling og svalir. Hægt er að leigja ísskáp. Þráðlaust internet er á hótelinu, gegn gjaldi. Athugið að í september gæti verið slökkt á loftkælingunni. Hægt er að fá lánað/an straujárn og hárblásara í afgreiðslu gegn gjaldi.
Sundlaugargarðurinn er stórskemmtilegur, þar er m.a. sundlaug, barnalaug og leiksvæði fyrir börnin.
Heilsulind með innilaug, nuddpotti, sauna og tyrknesku baði. Einnig líkamsrækt og aðstaða til að leika tennis, borðtennis, biljarð, pílukast og minigolf. Heilsulindin og líkamsræktin er opin þrisvar til fjórum sinnum í viku frá 16:00-19:30.
Aðgangur að líkamsræktinni kostar 4 EUR per klukkustund og aðgangur að heilsulind og líkamsrækt kostar 7 EUR per klukkustund.
Veitingahús og nokkrir barir, m.a. snarlbar við laugina.
Í hjarta Benidorm.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 60 km
- Miðbær: 1,5 km
- Strönd: 400 m
- Veitingastaðir: 150 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Á sameiginlegum svæðum og á herbergjum gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka: Hægt að fá lánað í afgreiðslu gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
Avenida Apartments
Vefsíða hótels
Avenida Benidorm Apartments er einfalt og þægilegt íbúðahótel, við göngugötu á frábærum stað rétt við Levante-ströndina á Benidorm. Verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlíf allt um kring.
Í hótelinu eru 70 íbúðir ýmist með einu svefnherbergi og rúma þær allt að fjóra og íbúðir með tveimur svefnherbergjum sem rúma allt að sex einstaklinga.
Íbúðirnar eru snyrtilegar og innréttaðar á látlausan hátt. Engin íbúð er nákvæmlega eins en marmaraflísar eru á flestum gólfum. Loftkæling og upphitun er í öllum íbúðum, einnig sími, sjónvarp með gervihnattarásum og öryggishólf. Í setustofu er svefnsófi og borðstofuborð. Eldhúskrókur er vel útbúinn, með ísskáp, örbylgjuofni, kaffivél og brauðrist og öllum helstu ílátum og áhöldum sem þarf til matargerðar. Ókeypis þráðlaus nettenging er í öllum vistarverum. Við allar íbúðir eru svalir með húsgögnum.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við gjaldeyrisskipti, miðakaup og leigu á bíl. Í hótelinu er þvottahús með sjálfsafgreiðslu, en skipt er á handklæðum á þriggja daga fresti og sængurfötum á fjögurra daga fresti.
Gegnt Avenida íbúðunum stendur systurhótelið Avenida Hotel og býðst gestum að nýta sér ýmsa aðstöðu þar, eins og veitingasal, bar, sundlaug, líkamsræktaraðstöðuna, heitan pott og skipulagðar skemmtanir. Einnig er hægt að fara í gufubað en það kostar í það.
Íbúðahótelið stendur við göngugötu mitt í iðandi mannlífinu í hjarta Benidorm og nóg er af verslunum, veitingastöðum og börum allt um kring. Levante-ströndin er 150 frá hótelinu og fimm mínútur tekur að rölta niður á Poniente-ströndina. Gamli bærinn sem gaman er að skoða er í léttu göngufæri og fyrir þá sem vilja æfa sveifluna er næsti golfvöllur í örfárra kílómetra fjarlægð. Einnig er stutt í skemmtigarða og vatnasport er hægt að stunda víða við ströndina.
Við innritun þarf að greiða 100 evrur í tryggingu í peningum. Ekki er hægt að nota kort.
*** ATH. það er ekki innifalið í hálfu fæði né fullu fæði hátíðarkvöldverður þann 25.des og 31.des.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 60 km
- Strönd: Stutt í strönd
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Íbúðir
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Albir Garden Resort & Aquapark
Hentar vel fyrir fjölskyldurGóð leikaðstaða fyrir börn
Skemmtidagskrá
» Nánar
Albir Garden Resort & Aquapark
Vefsíða hótels
Albir Garden er gott íbúðahótel, stutt frá ströndinni í Albir, rólegum bæ miðja vega milli Benidorm og Altea á Costa Blanca. Hentar mjög vel fyrir fjölskyldur.
Albir Garden Resort státar af rúmlega 400 vistarverum í lágreistum (þriggja hæða) byggingum. Íbúðirnar rúma allt að fjóra,en tveir geta sofið inn í svefnherbergi og tveir í svefnsófa í stofunni. Íbúðirnar eru einfaldar en snyrtilegar með litlum svölum. Eins og lenska er orðin á þessum slóðum eru allar íbúðirnar bjartar, flísa- og parketlagðar og að sjálfsögðu loftkældar og upphitaðar. Í þeim er sjónvarp með gervihnattarásum og sími. Öryggishólf eru í móttöku. Eldhúskrókur er vel búinn með helluborði, kæliskáp, örbylgjuofni og öðru því sem nauðsynlegt er í nútímaeldhúsi. Þráðlaus netaðgangur er á almenningssvæðum og í íbúðum, gestum að kostnaðarlausu. Svalir eru á öllum íbúðum.
Veitingahús er á staðnum þar sem bornar eru fram alþjóðlegar kræsingar á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Við sundlaugina sem býður upp á mikið úrval drykkja og einnig ýmiss konar léttmeti. Þá er setustofubar einnig í hótelinu.
Mikil afþreying er á hótelinu sem opin er frá miðjum júní fram í miðjan september. Má þar nefna tvær sundlaugar og sérstaka barnalaug í fallegum og gróskumiklum garði. Þar er að sjálfsögðu góð sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum. Einnig eru tvær stórar vatnsrennibrautir sem teknar voru í notkun vorið 2015. Góð leikaðstaða er fyrir börn og skemmtidagskrá er á svæðinu. Ekki er nema nokkurra mínútna gangur niður á strendur sem eru meðal þeirra bestu á Costa Blanca.
Gestir hafa aðgang að glæsilegri líkamsræktaraðstöðu og heilsulind þar sem meðal annars er innilaug, nuddpottur, sána, tyrkneskt bað og nuddherbergi auk þess sem þar er hægt að fá bæði hand- og fótsnyrtingu.
Afbragðsíþróttasvæði er við hótelið með tennisvelli, blakvelli og hlaupabrautum. Biljarð, borðtennis og pílukast er einnig í boði.
Eins og áður segir Er Albir rólegur bær en fyrir þá sem vilja líta á verslanir eða fjörugt næturlíf er stutt að aka til Benidorm og þangað ganga einnig almenningsfarartæki. Skemmtigarðar eins og Terra Mitica (tívolí) og Aqualandia (vatnsskemmtigarður) eru skammt undan. Vart þarf að nefna að golfvellir eru víða og kylfingar þurfa því engu að kvíða.
Ath. barnarúm þarf að greiða fyrir á staðnum beint til hótels
Ath. yfir vetrartíma eru vatnsrennibrautir í garðinum ekki opnar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 65 km
- Miðbær: 1,6 km
- Strönd: 15 mínútur
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í nágrenninu
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging á sameiginlegum svæðum án endurgjalds, en gegn gjaldi í íbúðum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Roca Esmeralda, Calpe
Vefsíða hótels
Roca Esmeralda AR hótela er þriggja stjörnu hótel á besta stað við Levante ströndina í Calpe og í göngufæri við aðal bæjarkjarnann þar sem er að finna fjölda veitingastaða og verslana.
Skemmtilegt hótel sem hefur lengi verið vinsælt.
Herbergin eru björt og notaleg og í þeim öllum eru þráðlaust internet, gervihnattasjónvarp, loftkæling, ísskápur, öryggishólf, skrifborð, hárþurrka og svalir.
Í sundlaugargarðinum eru þrjár laugar, þar af ein fyrir börn. Einnig er barnaklúbbur.
Í heilsulindinni eru í boði margskonar heilsu- og vellíðunarmeðferðir, Upphituð innilaug, nuddpottur og sauna auk líkamsræktaraðstöðu. Hægt er að leika tennis og minigolf og í leikherbergi er m.a. hægt að leika billjarð og borðtennis.
Veitingastaðirnir eru tveir, báðir með áherslu á spænska rétti, annar með hlaðborð, en hinn, Los Naranjos, er með grillrétti. Auk þess er þar bar/kaffihús, sundlaugarbar og fjöldi spennandi staða í næsta nágrenni.
Yfir sumarmánuðina (júní - ágúst) er skemmtidagskrá á kvöldin.
Góð heilsulind fyrir þá sem vilja slaka á og líkamsrækt fyrir þá sem vilja taka á.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 80 km
- Strönd: 200 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Meliá Alicante
Glæsilegt hótelVið Postiguet-ströndina
Óheft útsýni yfir Miðjarðarhafið
» Nánar
Meliá Alicante
Vefsíða hótels
Glæsilegt hótel á frábærum stað við Postiguet-ströndina og smábátahöfnina í Alicante. Á aðra hönd er Postiguet-ströndin og á hina er göngugatan La Explanada de España. Hér er iðandi mannlíf á alla kanta, verslanir, veitingastaðir, gamli bærinn og Santa Barbara-kastalinn í léttu göngufæri. Strætó og leigubílar stoppa rétt við hótelið.
Í hótelinu eru 545 stílhrein og rúmgóð herbergi sem rúma tvo eða þrjá einstaklinga og fjölskylduherbergi og svítur sem rúma allt að fjóra. Öll herbergin eru búin loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, síma, öryggishólfi og smábar. Á baðherbergjum er hárþurrka, ókeypis baðvörur og ýmist baðker eða sturta. Við öll herbergi eru svalir með húsgögnum og er útsýni ýmist yfir hafið eða smábátahöfnina. Þráðlaus nettenging er í herbergjum og sameiginlegum rýmum gestum að kostnaðarlausu.
Það er ekki amalegt að byrja daginn á ríkulegu morgunverðarhlaðborði og njóta um leið óhefts útsýnis yfir Miðjarðarhafið úr veitingasalnum. Í hádeginu og á kvöldin er tilvalið að klæða sig í betri fötin og njóta ljúffengra rétta úr ferskasta hráefni sem völ er á af matseðlinum á Terra-veitingastaðnum eða slaka á yfir léttari réttum á veitingastaðnum Blu við sundlaugina. Á setustofubarnum er boðið upp á úrval kokteila og annarra svalandi drykkja.
Sundlaug er við hótelið með sólbekkjum og sólhlífum. Krakkaklúbbur er starfræktur fyrir börn 5 til 12 ára. Heilsulind með líkamsræktaraðstöðu, heitum pottum, líkams- og snyrtimeðferðum er við hlið hótelsins.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 13 km
- Strönd: Við Postiguet-ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
SPA Porta Maris by Melia
Vel staðsettVið smábátahöfnina
Veitingastaðir og verslanir nálægt
» Nánar
SPA Porta Maris by Melia
Vefsíða hótels
Hótel Spa Porta Maris er fjögurra stjörnu hótel staðsett á einum besta stað borgarinnar. Ströndin er alveg við hótelið en jafnframt er stutt að ganga að miðbænum og í gamla bæinn. Veitingastaðir og verslanir má finna allt um kring.
Hótelið stendur við hliðina á Suites del Mar og tilheyra þau sömu hótelkeðjunni. Sameiginleg móttaka og ýmis önnur þjónusta er fyrir bæði hótelin, en þó er ekki allt sameiginlegt.
Aðstaðan á hótelinu er mjög góð og margt sem stendur til boða, sem dæmi er tilvalið að fá sér hressingu á veitingastaðnum Luz de Mar og njóta um leið útsýnisins yfir smábátahöfnina en á staðnum er m.a. boðið upp á tapasrétti sem margir þekkja og elska. Annar veitingastaður er á hótelinu sem heitir Marabierta og er opinn á kvöldin. Þarna er einnig bar og móttaka sem opin er allan sólarhringinn. Heilsulind og líkamsrækt er staðsett rétt hjá hótelinu og stendur hótelgestum til boða gegn aukagjaldi.
Herbergin á hótelinu eru annað hvort með útsýni yfir höfnina eða sjávarsýn. Öll eru þau með sjónvarpi, síma, öryggishólfi, minibar, hárþurrku, te- eða kaffivél og helstu snyrtivörum.
Dásamlegt útsýni og litríkt mannlíf má finna allt um kring á þessu vel staðsetta hóteli þar sem flest allt er í göngufjarlægð. Uppi á hæðinni fyrir ofan blasir svo kastalinn við í öllu sínu veldi og setur fallegan svip á borgina.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
- Strönd: Rétt hjá
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
- Flugvöllur: 13 km.
Aðstaða
- Sundlaug
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Nettenging
- Heilsulind: Já, gegn gjaldi
- Líkamsrækt: Já, gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Suites del mar by Melia
Vefsíða hótels
Suites del Mar by Melia er mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í Alicante borg þar sem hótelgestir hafa tækifæri á að upplifa samtímis allt það sem ströndin hefur upp á að bjóða og ys og þys borgarlífsins.
Hótelið stendur við smábátahöfnina og er því útsýnið óviðjafnanlegt til allra átta, hvort sem horft er yfir höfnina, hafið eða mannlífið. Við hliðina á hótelinu er hótel SPA Porta Maris by Melia en tilheyra þessi hótel sömu hótelkeðju. Sameiginleg móttaka er fyrir þau bæði og deila hótelgestir sumu af því sem boðið er upp á en þó ekki öllu.
Aðstaðan er mjög góð og má þar nefna sundlaug, sólbaðsaðstaða og spa svo eitthvað sé nefnt. Móttakan er opin allan sólarhringinn og morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum Llum de Mar en þar er tilvalið að byrja daginn með því að njóta fagurs útsýnis á meðan morgunverður er snæddur. Herbergin á hótelinu eru junior svítur og eru annað hvort með útsýni yfir höfnina eða sjávarsýn. Öll herbergin eru rúmgóð, nýtískulega hönnuð og búin nútímaþægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og kaffivél (Nespresso). Inni á herbergjum er einnig strandarhandklæði, sloppur og inniskór sem hótelgestir geta haft afnot af á meðan dvöl stendur
Í næsta nágrenni má finna verslanir, veitingastaði og áhugaverða staði. Uppi á hæðinni fyrir ofan blasir svo kastalinn við í öllu sínu veldi og setur fallegan svip á borgina þar sem hið gamla og nýja mætast.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
- Strönd: Við ströndina
- Flugvöllur: 13,2 km.
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Melia Benidorm
Frábær sundlaugagarðurGlæsileg heilsurækt
Skammt frá Levante ströndinni
» Nánar
Melia Benidorm
Vefsíða hótels
Melia Benidorm er fínt og flott hótel á góðum stað. Um 10 min gangur að Levante-ströndinni. Eitt besta hótelið á Benidorm með glæsileg sameiginleg salarkynni, frábæran sundlaugargarð og vel útbúna heilsulind.
Á hótelinu eru 526 björt og rúmgóð herbergi. Herbergin eru með svalir sem snúa ýmist út að hafi eða inn í garðinn. Hótelið er þó ekki alveg við ströndina. Hægt er að fá samliggjandi herbergi með ,,superior" herbergjum.
Athugið að VITA mælir með að bókað sé Superior herbergi fyrir 3 aðila ásamt ungabarni þar sem standard herbergin rúma ekki bæði auka rúm og barnarúm.
Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, sími, internet, útvarp, smábar, loftkæling, hárþurrka, marmaragólf, skrifborð, sófi og öryggishólf sem rúmar fartölvu (gegn gjaldi).
Á baðherbergjum er baðkar með sturtuhaus.
Nokkur veitingahús eru á hótelinu;
El Curt er með hlaðborð
El Moralet og á sundlaugarbarnum Chiringuito L'Illa er hægt að fá snarl og léttari rétti (ekki innifalið í verði fyrir hálft fæði).
Á bar hótelsins er líf og fjör.
Sundlaugargarðurinn er stór og glæsilegur, þar eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug og sérstakt svæði fyrir börnin. Einnig er innilaug og nuddpottur. Heilsuræktin er glæsileg og þar er í boði fjölbreytt úrval snyrti- og nuddmeðferða auk þess sem hægt er að fá nudd á herbergjum.
Við sundlaugina er hægt að leigja handklæði. Greiða þarf 10 Evru tryggingagjald fyrsta daginn, sem fæst endurgreitt ef hótelgestir skila handklæðum sínum.Gott hótel á fínum stað, rétt hjá Levante ströndinni. Nýlega voru allar lyftur endurnýjaðar. Fín sameiginlega salarkynni með tveimur byggingum, Poniente og Levante.
Ath. Í vetur standa yfir framkvæmdir í garðinum og eru báðar útisundlaugarnar og garðurinn er lokaður frá 8. jan. - 26.mars 2024. Innisundlaugin verður opin eins og alltaf. Þann 27.mars n.k verður önnur útisundlaugin opnuð og gert er ráð fyrir að hin sundlaugin opni 20.maí n.k. Reynt verður að halda bæði hávaða og ónæði í lágmarki.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 56 km - 50 mín
- Miðbær: 2,5 km í gamla bæinn
- Strönd: 900 metrar að Levante ströndinni
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Frítt Wi-fi, það þarf að biðja um aðgangsorð í móttöku
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi, 1,50 evra á dag 10 evru trygging
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Magic Tropical Splash, Benidorm
Fjölskylduvænt íbúðahótelMeð vatnsrennibrautagarði
Sjóræningjaþema
» Nánar
Magic Tropical Splash, Benidorm
Vefsíða hótels
Ævintýralegt íbúðahótel með vatnsrennibrautagarði og skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóræningjaþema, heilsulind og stutt í ströndina og nálæga skemmtigarða.
Þetta nýuppgerða íbúðahótel er með 326 íbúðum sem henta fjölbreyttum fjölskyldugerðum, en í boði eru allt frá tveggja manna íbúðum upp í 8 manna íbúðir. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar með flísum á gólfi. Allar íbúðirnar eru með a.m.k. tvö herbergi og eitt baðherbergi, loftkælingu, tvö sjónvörp, síma, ísskáp og eldunaraðstöðu sem er mismunandi milli íbúða. Stærri íbúðir eru með eldhús á meðan minni íbúðir eru með rafmagnshellu og örbylgjuofn. Baðherbergin eru flísalögð með baðkari og sturtu, hárblásara og snyrtispegli. Flestar íbúðirnar hafa svalir eða verönd með útihúsgögnum.
Silver íbúðir eru 2ja herbergja íbúðir með 2 x 90 cm rúmum í báðum herbergjum. Einnig er örbylgjuofn, lítill ísskápur, sjónvarp, svalir, loftkæling, kaffivél og hraðsuðuketill.
Gold íbúðir eru 2ja herbergja íbúðir með stærri rúmum í öðru herberginu, 2 x 135 cm. Einnig er örbylgjuofn, lítill ísskápur, sjónvarp, svalir, loftkæling, kaffivél og hraðsuðuketill. Aukarúmin 2 x 90 cm.
Hótelið er einnig með Platinium íbúðir með þremur svefnherbergjum. Í öllum standard Platinium íbúðum eru 2 x 90 cm rúm.
Á hótelinu eru fjölbreyttir veitingastaðir og snarlbarir sem eru opnir í 16 tíma sólarhringsins. Morgunmatur er borinn fram á girnilegu hlaðborði. Við sundlaugina er hægt að fá léttar máltíðir og drykki. Einnig eru á hótelinu þemabarir og kaffitería þar sem hægt er að gæða sér á ljúffengum veitingum. Þvottaaðstaða er á hótelinu.
Hægt er að velja um hálft fæði sem er morgunverður og kvöldverður af hlaðborði eða allt innifalið sem innifelur morgunverð, hádegisverð og kvöldverð af hlaðborði, drykki og snakk á milli máltíða eða allt innifalið ULTRA en það innifelur það sama og allt innifalið nema aukalega eru innifaldar skoðunarferðir og sérréttastaðir. Með allt innifalið ULTRA fá gestir app í símann þar sem hægt er að sjá hvað í boði er hverju sinni og bóka þá þjónustu fyrirfram.
Fjölskylduævintýrið byrjar í hótelgarðinum sem er 3000m² sjóræningjaþemagarður með meira en 6 vatnsrennibrautum, risastóru sjóræningjaskipi og fleiri vatnaskemmtunum. Í garðinum er gríðarstór sundlaug með nuddpotti sem er bara fyrir fullorðna og gott sólbaðssvæði þar sem hægt er að slaka á og njóta sólarinnar á góðum sólbekkjum. Á hótelinu er líkamsræktarstöð og frábær heilsulind með tyrknesku baði og gufubaði.
Krakkaklúbbur sér um að skemmta börnunum og jafnvel fræða þau í leiðinni en á hótelinu er líka minigolfvöllur, körfuboltavöllur og leiksvæði. Í hótelgarðinum er stór LED skjár þar sem eru sýndar kvikmyndir, íþrótta- og tónlistarviðburðir. Inni er hægt að leika sér í fjölbreyttum tölvuspilum og prófa sig áfram með sýndarveruleika. Hægt er að spila borðtennis, billjarð eða fara í pílukast. Ef stefnan er tekin út af hótelinu er stutt á Poniente ströndina en þar er til dæmis hægt að prófa ýmsar vatnaíþróttir. Miðbær Benidorm, þar sem er fullt af skemmtilegum börum, veitingahúsum og verslunum, er svo í um 15 mínútna bílferð í burtu. Á hótelinu eru frí bílastæði svo hægt er að leigja sér bíl og fara í könnunarleiðangur um svæðið.
Magic tropical splash íbúðahótelið er staðsett nálægt ströndinni, rétt fyrir utan Benidorm. Þarna ættu allar fjölskyldur að finna gistimöguleika og skemmtun við sitt hæfi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 52 km
- Strönd: nálægt strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Hárþurrka
- Verönd/svalir: Flestar íbúðir hafa svalir eða verönd.
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Magic Aqua Rock Gardens, Benidorm
Skemmtilegt safarí þemahótelSundlaugargarður með vatnsrennibrautum
Góð aðstaða
» Nánar
Magic Aqua Rock Gardens, Benidorm
Vefsíða hótels
Fjörið endar aldrei á þessu skemmtilega þemahóteli á Benidorm. Safaríþema, vatnsleikjagarður, bar í helli í sundlauginni og fjöldinn allur af uppákomum er meðal þess sem bíður fjölskyldunnar á þessu hóteli.
Á hótelinu eru 254 herbergi sem skiptast í smærri og stærri vistarverur fyrir fjölbreyttar fjölskyldugerðir. Öll herbergin eru innréttuð í afrískum stíl og í þeim anda með moskítónet yfir rúmunum. Herbergin eru björt, veggirnir hvítmálaðir með smá litagleði hér og þar. Parket er á gólfum. Í herbergjunum er loftkæling, sjónvarp, skrifborð og lítill ísskápur, öryggishólf, frítt internet, sími og ketill. Stærri herbergin eru með stofu þar sem er svefnsófi og útgengt út á verönd eða svalir með útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð og þar er sturta og bað, hárþurrka, sími og snyrtivörur.
Á hótelinu eru máltíðir og drykkir innifaldir. Á frjálslegum veitingastaðnum er hlaðborð með sérstaka rétti sem höfða til barna. Þar eru líka tveir barir, annars vegar Chill out þar sem fullorðnir geta slakað á, sötrað á kokteila og notið útsýnisins. Hinn barinn er blautbar en hann er staðsettur í helli ofan í sundlauginni! Einnig er snakkbar þar sem hægt er að fá sér snarl yfir daginn.
Hótelgarðurinn er sannkölluð paradís fyrir börnin og alla fjölskylduna. Sundlaug með nuddsætum og fjöldinn allur af vatnsrennibrautum fyrir alla aldurshópa tryggja marga klukkutíma af skemmtun á hverjum degi. Sólbekkir og sólhlífar bjóða upp á góða aðstöðu til að slaka á með bók og fylgjast með krökkunum að leik. Fyrir ofan sundlaugina er stór LED skjár þar sem sýndar eru bíómyndir, íþróttaviðburðir og fleira. Krakkaklúbburinn heldur uppi dagskrá og skemmtun fyrir börnin. Inni á hótelinu er leikjaherbergi og innileikvöllur.
Fleiri afþreyingarmöguleikar eru að spila billjarð eða borðtennis, prófa pílukast eða bogfimi. Fyrir þau fullorðnu er líkamsræktarstöð og heilsulind með heitum potti og gufu en þar er hægt að panta sér nudd eða aðrar dekurmeðferðir. Á kvöldin er flutt lifandi tónlist eða skemmtiatriði, karókí og leikir. Ef stefnan er sett út fyrir hótelið þá er Levante ströndin aðeins 150m í burtu svo það tekur aðeins örfáar mínútur að rölta þangað til að njóta sólarinnar í sandinum. Einnig er stutt að fara í dýragarðinn.
Magic aqua rock gardens hótelið er staðsett á rólegum stað nálægt ströndinni rétt fyrir utan Benidorm. Troðfullt hótel af skemmtun fyrir fjölbreyttar fjölskyldur.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 60 km
- Strönd: Nálægt strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Hárþurrka
- Verönd/svalir: Með stærri íbúðum
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Avenida hótel, Benidorm
Rétt við Levante-ströndinaHlaðborðsveitingastaður
Sundlaug á þakverönd
» Nánar
Avenida hótel, Benidorm
Vefsíða hótels
Fallegt hótel á frábærum stað í hjarta Benidorm, rétt við Levante-ströndina. Örstutt á ströndina, í verslanir, veitingahús og golfvelli.
Í hótelinu eru 156 herbergi sem rúma tvo til þrjá einstaklinga. Vistarverur eru fallega innréttaðar á stílhreinan og nútímalegan hátt, í bláum, rauðum eða grænum litum. Allar vistarverur eru búnar loftkælingu og upphitun, sjónvarpi með gervihnattarásum, síma, öryggishólfi og smábar. Á baðherbergjum er hárþurrka og ókeypis baðvörur. Herbergi snúa ýmist að göngugötu eða að bakhúsum sem eru sumar með útsýni yfir hafið. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Í hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með úrvali Miðjarðarhafs- og alþjóðlegra rétta og kaffiterían býður upp á allar tegundir kaffidrykkja og kökur og kruðerí með.
Þeir sem kjósa að njóta geisla sólarinnar í meira næði en gefst við saltan sjó og sand geta notið þess að liggja í friði á sundlaugarbakkanum á þakveröndinni og notið útsýnisins yfir hafið. Þar er einnig einnig hægt að mýkja upp stirða vöðva í heitum potti eða gufubaði og kæla sig niður með ljúffengum drykkjum á sundlaugarbarnum. Athugið að panta þarf tíma í gufubaðið.
Starfsfólk sér um skemmtidagskrá sem hentar öllu aldri, yfir daginn og fram á kvöld.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, bílaleigu, töskugeymslu og þvottaþjónustu.
Avenida er á besta stað í Benidorm, 75 metra frá ströndinni og umkringt verslunum, veitingastöðum og iðandi mannlífi. Þeir sem það kjósa geta þó notið þess að sóla sig í friði og ró því að á þakveröndinni er sundlaug með góðri sólbaðsaðstöðu. Heitur pottur, líkamsræktaraðstaða og gufubað sjá til þess að næra líkama og sál og stutt er í golfvelli, vatnasport og alla mögulega afþreyingu fyrir spennufíkla af öllum gerðum.
Vinsamlega athugið að ekki eru öll herbergi eru með svölum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 60 km
- Miðbær: Í hjarta Benidorm, örstutt í þjónustu
- Strönd: Rétt við Levante-strönd
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Flash Hotel, Benidorm
Bjart og litaglattÁ besta stað á Levante ströndinni
Hótel fyrir 18 ára og eldri
» Nánar
Flash Hotel, Benidorm
Vefsíða hótels
Á besta stað á Levante ströndinni – í miðbænum og aðeins 10 mínútna ganga frá gamla bænum.
Flash-hótelið er endurgert hótel á gömlum grunni. Hótelið er bjart og litaglatt.
ATH. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.
Á herbergjum er loftkæling, gervihnattasjónvarp, sími, þráðlaust internet gegn gjaldi, lítill ísskápur og smábar, öryggishólf (ef óskað er) og svalir.
Ef þrír ferðast saman er hægt er að fá aukarúm í tveggja manna herbergi, en auk þess er hægt að sérpanta herbergi fyrir fjóra.
Á hótelinu er vel búin líkamsrækt þar sem m.a. er hægt að fá nudd og tvær sundlaugar.
Á Flash er veitingastaður og tveir barir þar sem hægt er að fá snarl og létta rétti; annar er við sundlaugina, og á hinum, Flash Bar, er lifandi tónlist á hverju kvöldi.
Hægt er að velja um gistingu með morgunverði eða hálfu fæði (morgun- og kvöldverður).
Flash-hótelið útvegar gestum sínum strandhandklæði gegn tryggingu á meðan á dvöl stendur.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 56 km - 50 mínútur
- Miðbær: Í miðbænum
- Strönd: 5-7 mínútur gangandi
- Veitingastaðir: Á hóteli og í nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Minibar
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Family Gourmet Villa del Mar, Benidorm
Við Poniente strönd
Herbergi rúma mest fjóra
Stutt á golfvelli
» Nánar
Family Gourmet Villa del Mar, Benidorm
Vefsíða hótels
Gott hótel við Poniente-ströndina í Benidorm, fjörugasta strandbænum á Costa Blanca.
Herbergin 107 eru björt, falleg og nútímaleg og rúma mest fjóra. Öll eru þau búin loftkælingu og upphitun, sjónvarpi með gervihnattarásum og kæliskáp og hægt er að fá aðgang að öryggishólfi. Að sjálfsögðu er baðherbergi á öllum herbergjum. Aðgangur að netinu er fáanlegur á sumum almenningssvæðum. Lyfta er í hótelinu og það er aðgengilegt fólki í hjólastól.
Í Villa del Mar er veitingastaður þar sem Miðjarðarhafskræsingar eru bornar fram á hlaðborði. Að sjálfsögðu er notalegur setustofubar í hótelinu þar sem tilvalið er að slaka á við dempað ljós og dreypa á ljúffengum og svalandi drykk.
Við hótelið er sundlaug og falleg sólbaðsverönd með sólbekkjum. Góð leikjaaðstaða er fyrir börn og ýmislegt gert til að hafa ofan af fyrir þeim.
Villa del Mar býður upp á líkamsræktaraðstöðu og heilsulind með innilaug, nuddpotti, sána og tyrknesku baði.
Hótel Villa del Mar stendur alveg við Poniente-ströndina í Benidorm og aðeins kippkorn frá því helsta sem bærinn hefur upp á að bjóða fyrir utan sand, sjó og sól, svo sem verslanir, veitingahús, bari og fjörugt mannlíf. Við ströndina er boðið upp á ýmiss konar sjósport eins og seglbretta- og sjóskíðabrun og margt fleira.
Tívolígarðurinn Terra Mitica er innan bæjarmarkanna og vatnsskemmtigarðurinn Aqualandia með ævintýralegum vatnsrennibrautum og laugum er í útjaðri bæjarins. Þeir sem ekki geta hugsað sér sumarleyfi án þess að grípa í golfsettið hafa úr ýmsu að velja og má til dæmis nefna golfvellina Las Rejas og Villaitana sem báðir eru í bænum. Og þeir sem ekki eru á þeim buxunum að fara snemma í háttinn þurfa ekki að láta sér leiðast því að hvergi á Costa Blanca er fjörugra næturlíf en í Benidorm.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 57 km
- Miðbær: 850 metrar í gamla bæinn á Benidorm
- Strönd: Við ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Internet tenging möguleg á sameiginlegum svæðum gegn gjaldi, 3 evrur klukkutími
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
Albir Playa Hotel
Vefsíða hótels
Albir Playa er með vinalegt andrúmsloft, frábæra aðstöðu og notalega stemningu.
Hótelið er mitt á milli listamannabæjarins Altea og hins líflega Benidorm-bæjar. Albir-ströndin er í um 15 min göngufjarlægð. Þar er hægt að stinga sér í kristaltæran sjóinn.
Á hótelinu er margt í boði, meðal annars fjölbreyttar dekur-meðferðir í glæsilegri heilsulind, þráðlaus nettenging og frábærar sundlaugar bæði fyrir börn og fullorðna. Auðvelt er að hafa ofan af fyrir börnum á leikvelli hótelsins og við barnasundlaugina en einnig er barnaklúbbur fyrir 4-12 ára sem starfræktur er frá 15. júní til 15. september. Heimsókn í Terra Mitica-skemmtigarðinn sem er að finna í næsta nágrenni er skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Skemmtidagskrá er á hótelinu.
Fyrir þá sem vilja hreyfa sig þá er mögulegt að leigja reiðhjól í gestamóttöku og njóta þess að hjóla eftir langri strandlengjunni. Í nágrenninu er einnig að finna flotta golfvelli sem henta byrjendum sem lengra komnum.
Herbergin eru fallega innréttuð, öll með baðkari, loftkælingu og svölum.
Fæði: Hálft fæði ( morgunverður og kvöldverður).
Hótelið er með handklæði til leigu fyrir hótelgesti. Greiðar þarf €10 í tryggingargjald, sem fæst endurgreitt í lok dvalar ef gestir hafa passað að skila handklæðum. Þessi handklæði má bæði nota í garðinum og fara með á ströndina.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 68 km
- Miðbær: 10-15 mín gangur
- Strönd: 1 km
- Veitingastaðir: 200 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds á sameiginlegum svæðum og herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Öryggishólf: Gegn gjaldi 4 evrur á dag
Fæði
- Hálft fæði
Kaktus Albir Hotel
Vefsíða hótels
Gott 4ra stjörnu hótel við ströndina í Albir. Fyrirtaks aðstaða, skemmtidagskrá og svo er stutt í gamla bæinn með verslanir, veitingastaði, bari og markaði.
Herbergin 203 eru rúmgóð og þægileg, öll með litlum svölum, loftkælingu, sjónvarpi, síma, hárþurrku, sófa, ísskáp/smábar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi) og nettengingu (gegn gjaldi).
Í sundlaugargarðinum er sundlaug og barnalaug. Önnur sundlaug og nuddpottur eru á þaki hótelsins, en þaðan er frábært útsýni yfir Miðjarðarhafið og svæðið í kring. Einnig eru á hótelinu líkamsrækt, gufubað, nuddpottur og innilaug.
Á veitingastaðnum er hlaðborð þrisvar á dag. Á barnum er leikin lifandi tónlist öll kvöld nema mánudagskvöld.
Hálft fæði er innifalið í verði (morgunverður og kvöldverður).
Gengið er yfir eina götu til að komast á ströndina, sem er beint fyrir framan hótelið. Þar er hægt að komast í alls kyns sjósport eins og brimbretti, fallhlífasvif með hraðbát, sjóskíði, kajak eða bruna um hafflötinn á uppblásinni tuðru.
Í göngufæri við hótelið er Albir Golf, lítill æfingavöllur, þar sem hægt er að æfa golfsveiflu og pútt. Í litlu götunum í Albir er úrval veitingastaða og gaman er að rölta um hippamarkaðina og skoða heimagert skart og minjagripi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: Ein klukkustund og 15 mínútur
- Miðbær: 600 metrar í miðbæ Albir
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta umhverfi
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum en gegn gjaldi á herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi, 15 evrur fyrir 7 daga
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Diamante Beach, Calpe
Stór heilsulindTveir góðir veitingastaðir
Stutt á ströndina
» Nánar
Diamante Beach, Calpe
Vefsíða hótels
Diamante Beach frá AR hótelum er glæsilegt hótel í Calpe með 185 herbergjum á góðum stað. Stór og góð heilsulind, góðir veitingastaðir og aðeins 200 metrar á ströndina.
Herbergi eru rúmgóð með þráðlausu neti, sjónvarpi, loftkælingu, öryggishólfi, minibar, síma, hárþurrku og tveggja sæta sófa. Rúmgóðar svalir.
Í garðinum eru þrjár sundlaugar og barnalaug. Barnaklúbbur og skemmtidagskrá er á hótelinu frá miðjum júní fram í miðjan september. Matvöruverslun er hinu megin við götuna.
Heilsulindin er rúmir 2.000 m2, og þar er meðal annars hægt að fá margar vatnstengdar heilsu- og vellíðunarmeðferðir. Þar er einnig nuddpottur, sauna, tyrkneskt bað og líkamsrækt. Að auki er hægt að leika tennis, biljarð, borðtennis og mini golf.
Veitingastaðirnir eru tveir, La Scala og La Pergola, og eru þeir báðir með ítalskan mat og rétti frá Miðjarðarhafinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 80 km
- Miðbær: 2,5 km
- Strönd: 200 metrar
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og á herbergjum án endurgjalds
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Estimar Calpe Apartments 2 & two, Calpe
Hét áður Apartamentos del MarVel búnar rúmgóðar íbúðir á frábærum stað
Fyrir 16 ára og eldri
» Nánar
Estimar Calpe Apartments 2 & two, Calpe
Vefsíða hótels
Estimar Calpe Apartments 2 & two sem áður hét Apartamentos del mar er góð íbúðargisting á besta stað í miðbæ Calpe, við Arenal ströndina. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna, 16 ára og eldri, þannig að þar er rólegt og afslappað andrúmsloft.
Sérlega góður kostur fyrir sóldýrkendur sem vilja slaka vel á nálægt sjónum.
Á hótelinu eru fjölmargar íbúðir sem eru eins til þriggja herbergja og ættu því að henta fjölbreyttum hópum. Íbúðirnar eru einstaklega rúmgóðar og vel búnar. Þær eru ljósmálaðar og með flísum á gólfi. Í þeim er flatskjár, dvd, loftkæling, ísskápur og eldhús. Einnig eru svalir með útihúsgögnum í öllum íbúðum.
Ef þú velur íbúð með sjávarsýn þá fylgir henni frábært útsýni út á Miðjarðarhafið og Costa Blanca strandlengjuna.
Íbúðirnar deila aðstöðu með Gran Hotel Sol y Mar hótelinu svo þar er allt til alls þegar kemur að sólbaðs-, líkamsræktar- og veitingaaðstöðu. Það er auðvelt að finna fallegan stað til að borða á þarna um slóðir því útsýnið er frábært út á flóann. Veitingastaðurinn The Food Gallery er sýningareldhús þar sem hægt að panta frábæra hrísgrjónarétti, kjötrétti og ferskan fisk sem kemur beint af markaðnum og fylgjast með eldamennskunni. Hinn veitingastaðurinn, Abyss, sérhæfir sig í hefðbundinni matargerð úr bestu fáanlegu hráefnum. Á sumrin er svo einn veitingastaður í viðbót, The beach club, þar sem boðið er upp á létta rétti og drykki.
Í byggingunni er kaffihúsið 360° sem er frábær staður til að hittast á, fá sér eitthvað snarl og njóta stórbrotins útsýnis yfir Arenal ströndina. Þar er einnig reglulega spiluð lifandi tónlist sem heldur uppi góðri stemningu. Dorée er svo hótelbarinn sem er sérstaklega hannaður til að hægt sé að slaka á með ljúffengan drykk í hönd og horfa á sólina setjast í Miðjarðarhafið. Að lokum er sportbar á hótelinu þar sem hægt er að fylgjast með helstu íþróttaviðburðum.
Í heilsulindinni eru í boði fjöldinn allur af heilsu- og vellíðunarmeðferðum sem margar tengjast vatni. Líkamsræktin er stór og búin nýlegum og góðum tækjum, og einkaþjálfari er þér innan handar.
Í um það bil 500 metra fjarlægð frá hótelinu stoppar strætó sem gengur til Benidorm fjórum sinnum á dag.
Hægt er að panta þrif á meðan dvöl stendur gegn vægu gjaldi og er borgað fyrir hvert skipti. Gjaldið fer eftir stærð íbúðar. Panta þarf þrif og greiða fyrir í gestamóttöku. Þrif eru innifalin eftir að dvöl lýkur.
Gestir geta sótt sér hrein handklæði og sængurföt.
Ath. að farþegar þurfa að leggja fram til hótelsins 150 evrur við komu. Þetta er einungis tryggingargjald sem fæst til baka við brottför nema annað komi fram.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 64 km
- Miðbær: Í miðbæ Calpe
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: Allt í kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Nettenging: Hægt er að komast í nettengingu í móttöku á hótelinu
- Íbúðir: eru með 1-3 svefnherbergjum, athugið að ætlast er til að íbúðir séu losaðar kl. 10:00 á brottfarardegi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Solymar Gran Hotel The One, Calpe
Hét áður Gran Hotel Sol y MarGlæsilegt hótel á frábærum stað
Eingöngu fyrir 16 ára og eldri.
» Nánar
Solymar Gran Hotel The One, Calpe
Vefsíða hótels
Solymar Gran Hotel The One sem áður hét Gran hotel Sol Y Mar er frábært hótel á besta stað í miðbæ Calpe, við Arenal ströndina. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.
Herbergin eru rúmgóð og glæsileg. Í þeim er flatskjár, frítt þráðlaust internet, loftkæling og smábar. Gott hjólastólaaðgengi er á hótelinu.
Garðurinn er ekki stór en fallegur og með útsýni yfir hafið og Peñón de Ifach-klettinn. Gengið er beint niður á strönd.
Í heilsulindinni eru í boði fjöldinn allur af heilsu- og vellíðunarmeðferðum sem margar tengjast vatni. Líkamsræktin er stór og búin nýlegum og góðum tækjum, og einkaþjálfari er þér innan handar.
Á hótelinu eru veitingahúsin Anfora, með áherslu á sjávarrétti, og Abiss, sem er á efstu hæð hússins með dýrindis mat og frábært útsýni. Á kampavínsbarnum Le Champagneria geturðu valið milli 35 tegunda af kampavíni, cava (spænsku freyðivíni) og cava-kokkteilum.
Í um það bil 500 metra fjarlægð frá hótelinu stoppar strætó sem gengur til Benidorm fjórum sinnum á dag.
Hægt er að velja um morgunverð eða hálft fæði en hótelið er rómað fyrir frábær hlaðborð með gæða hráefni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 64 km
- Miðbær: Í miðbæ Calpe
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: Allt í kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Frítt þráðlaus nettenging er á sameiginlegum stöðum og á herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Estimar Calpe Suitopia 3 & Three, Calpe
Hét áður Suitopia Sol y MarFjölskylduvænt
Við ströndina í Calpe
» Nánar
Estimar Calpe Suitopia 3 & Three, Calpe
Vefsíða hótels
Estimar Calpe Suitopia 3 & Three, Calpe sem áður hét Suitopía Sol y mar er skemmtilegur gististaður á frábærum stað við ströndina í miðbæ Calpe. Mikið er lagt upp úr fallegri umgjörð. Hótelið er fjölskylduvænt með úrval af afþreyingu fyrir börnin.
Vistarverur skiptast í tveggja manna herbergi og svo 75 fermetra svítur sem rúma allt að fjóra. Innréttingar eru nýtískulegar og stílhreinar, í hvítum litum en einstaka veggir eru klæddir með ljósum við og áklæði er í mildum litum. Flísar eru á gólfum. LED-ljós eru stillanleg og því auðvelt að skapa óskastemninguna með réttri lýsingu. Öll nútímaþægindi eru til staðar eins og stillanleg loftkæling og upphitun, 40 tommu flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími, öryggishólf og smábar. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka ,baðvörur og ýmist baðkar eða sturta. Í svítunum er einnig sjónvarp bæði í svefnherbergi og stofu, tvöföld sturta á baðherbergjum og við þær er 20 fermetra verönd búin húsgögnum. Ókeypis þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu.
Veitingastaðurinn býður upp á úrval rétta af hlaðborði þar sem ávallt er lögð áhersla á ferskasta fáanlega hráefni og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Á setustofubarnum fást samlokur og snarl auk fljótandi veitinga. Á efstu hæðinni, þeirri þrítugustu, er Sky Lounge barinn með óþrjótandi úrvali kokteila og ómótstæðilegu útsýni yfir Ifach-klett og út á haf.
Heilsulind er í hótelinu með líkamsræktaraðstöðu, heitum pottum og nudd- og líkamsmeðferðum.
Í hótelgarðinum eru sundlaugar fyrir börn og fullorðna, samtals 1.000 fermetrar. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með sólbekkjum og sólhlífum og alltaf er hægt að fá sér snarl og svalandi drykki á sundlaugarbarnum.
Mikið er lagt upp úr að huga að þörfum yngri fjölskyldumeðlimanna. Allar svítur eru með barnalæsingu á hurðum, gluggum og innstungum. Krakkaklúbbur er starfræktur og eru leiksvæði og afþreying miðuð við mismunandi aldurshópa. Tvær laugar eru fyrir börnin, busllaug og rennibrautalaug. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er kjörbúð og þvottahús með þvottavélum, þurrkurum og strauborðum.
Estimar Calpe Suitopia 3 & Three, Calpe er á frábærum stað í miðbænum, með verslanir, veitingastaði og fjörugt mannlíf allt um kring og aðeins 50 metra frá ströndinni í Calpe. Mikið er af skemmtilegum hjólaleiðum í nágrenninu og í hótelinu er hjólaleiga og góð hjólageymsla. Stutt er í golf og aðra afþreyingu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 78 km
- Miðbær: Frábær staðsetning nálægt miðbæ Calpe
- Strönd: 50 m
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Sturta: Ýmist sturta eða baðkar
- Handklæði fyrir hótelgarð: Gegn tryggingargjaldi
- Aðgengi fyrir fatlaða: Þarf að sérpanta
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Sun Palace Albir
Vefsíða hótels
Rólegt og þægilegt lúxushótel sem er staðsett á góðum stað á Albir, stutt frá ströndinni. Glæsilegt útsýni upp í fjöllin og út á Miðjarðarhafið. Hótelið hentar ferðamönnum með fjölbreyttar kröfur en er sérstaklega eftirsóknarvert fyrir alla sem vilja slaka á í sólinni.
Á hótelinu eru 216 herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi og tveggja til þriggja manna herbergi. Hönnunin á herbergjunum er nútímaleg en herbergin eru máluð í ljósum lit og ljósar flísar eru á gólfum. Húsgögn eru vandlega valin og ýta undir þægilega dvöl á hótelinu. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp, skrifborð og míníbar. Baðherbergin eru mjög snyrtileg en þau eru flísalögð með baðkari og sturtu, hárþurrku, stækkunarspegli og helstu snyrtivörum. Einnig eru svalir með útihúsgögnum í öllum herbergjum.
Morgunverður af hlaðborði er innifalinn í dvölinni en á hótelinu er veitingastaður og kaffihús auk líflegrar kokteilstofu á þaki hótelsins. Veitingastaðurinn er lítill og einkarekinn en hann er staðsettur á verönd hótelsins. Þar er mikið næði og þaðan er fallegt útsýni til Calpe og út á Miðjarðarhafið. Hann er því kjörinn fyrir rómantískan kvöldverð en einnig eru fjölmargir veitingastaðir í bænum. Einnig er hægt að panta máltíðir upp á herbergið. Á sumrin er sundlaugarbar starfræktur í hótelgarðinum.
Í hótelgarðinum er stór sundlaug með sér svæði fyrir börn og góð aðstaða til sólbaðsiðkunar. Góð líkamsræktaraðstaða er á hótelinu, innisundlaug og heitur pottur en á hótelinu er einnig frábær heilsulind með hvíldarherbergi, sánu og gufubaði. Þar er hægt að panta meðferðir svo sem tyrkneskt bað, nudd og margt fleira sem gerir dvölina á hótelinu afar afslappandi.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn en þar fá gestir aðstoð með hvað sem er. Hótelið býður upp á að keyra gesti á ströndina en skutlan fer á hverjum klukkutíma.
Sun Palace hótelið er í heildina mjög góður valkostur í Albir.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 64 km
- Strönd: Stutt frá ströndinni í Albir
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Villa Venecia, Benidorm
Einstakt útsýni„Boutique" hótel
Tilvalið fyrir brúðhjón eða þá sem vilja gera vel við sig
» Nánar
Villa Venecia, Benidorm
Vefsíða hótels
Gullfallegt „boutique" hótel. Flott hönnun, góður aðbúnaður og húsgögnin eru elegant og smart. Marmari á gólfum, falleg setustofa og bar í gestamóttöku. Gluggar ná frá gólfi til lofts og útsýni er einstakt. Hótelið er 5 hæðir með tveim litlum þakgörðum. Annar er með lítilli sundlaug, hvítum leðursófum og opnum Kokteilbar á kvöldin yfir sumarið. Hinn garðurinn er með nuddpotti og sauna.
Villa Venecia er uppi á höfðanum í miðbænum milli Levante- og Poniente- strandanna og útsýni gott yfir báðar strendurnar. Segja má að hótelið sé á miðpunkti Benidorm og sérstaklega stutt í verslanir, veitingastaði og iðandi mannlíf.
Á hótelinu eru 25 herbergi, nýtískuleg og fallega innréttuð, með viðargólfi, risastórum gluggum og miklu útsýni. Herbergi eru loftkæld með flatskjá með gervihnatta- og tónlistarrásum, öryggishólfi, smábar, espressó-kaffivél, síma og nettengingu. Baðherbergi eru með hárþurrku og helstu snyrtivörum. Það eru ekki svalir á öllum herbergjunum en í staðinn eru stórir gluggar sem ná frá lofti til gólfs.
Baðherbergið er mjög sérstakt og er stórt baðkarið aðskilið frá svefnherbergi með gleri. Allt klætt marmara og með bestu hugsanlegu tækjum, einnig er sturtuklefi.
Veitingasalur er lítill en fallegur og einnig með stórum gluggum og fallegu útsýni. Verönd fyrir hótelgesti og aðra er við hótelið. Hádegis- og kvöldverður eru framreiddur af sérréttamatseðli, „a la carte". Heilsulind er á hótelinu en þar má finna tyrkneskt bað, innisundlaug, leikfimisaðstöðu og jacuzzy. Hægt er að panta nudd og aðrar snyrtimeðferðir gegn sérgjaldi.
Hægt er að velja um morgunverð eða hálft fæði.
Ekta hótel fyrir brúðhjón eða aðra sem vilja gera mjög vel við sig.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 1 klukkustund á flugvöllinn í Alicante
- Miðbær: Í miðbænum
- Strönd: 100 metrar
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sturta
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Baðsloppar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Expresso kaffivél: Greiða þarf aukalega fyrir kaffihylkin
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Minibar
- Hárþurrka
- Þrif: Daglega
- Verönd/svalir: ekki öll herbergi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Primavera Park
Frábær staðsetning - rétt hjá gamla bænumFyrsta flokks þjónusta
Glæsilegt útsýni
» Nánar
Primavera Park
Vefsíða hótels
Primavera Park er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel, sannkölluð vin í hjarta Benidorm sem býður upp á alla helstu þjónustu og aðstöðu eins og hún gerist best, steinsnar frá gamla bænum og aðeins nokkra metra frá ströndinni.
Hótelið er nýuppgert með yfir 200 herbergjum af ýmsum stærðum og gerðum á sautján hæðum. Þar má finna vel útbúinn sundlaugargarð með notalegri sólbaðsaðstöðu og hengirúmum, veitingastað þar sem boðið er upp á fjölbreyttan matseðil og fyrsta flokks morgunmat og þrjá bari, þ.á.m. kokteilbarinn Selvático á þaki hótelsins þar sem einnig er sundlaug með frábæru útsýni. Þar er tilvalið að njóta sólsetursins eftir langan dag á ströndinni. Einnig er á hótelinu líkamsræktaraðstaða og bílastæðahús með hleðslustæðum fyrir rafskutlur. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er lögð áhersla á góða þjónustu og upplýsingagjöf.
Herbergin eru fallega stílhrein en notaleg. Parket á gólfum, loftkæling, sjónvarp, þráðlaust internet, setuaðstaða, sólríkar svalir með tilkomumiklu útsýni á efri hæðum og baðherbergi með regnsturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum. Um er að ræða björt herbergi með öllum helstu þægindum þar sem gestir geta látið líða úr sér á milli ævintýra. Sannkallað heimili að heiman á besta stað í bænum.
Hótelið er staðsett á frábærum stað í Benidorm eða við hliðina á ráðhúsinu og Aigüera-garðinum. Stutt er í alla þjónustu, veitingastaði og verslanir og aðeins örfárra mínútna gangur í gamla bæinn og á Levante ströndina.
Fjarlægðir
- Miðbær: Rétt hjá
- Strönd: 5mín gangur
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sturta
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Handklæði fyrir hótelgarð: Gegn leigu
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir/herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða: Þarf sérpanta
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Halley hotel & apartments by Melia
Hentar vel fyrir fjölskyldur og hópaStúdíó íbúðir
íbúðir með tveimur svefnherbergjum
» Nánar
Halley hotel & apartments by Melia
Vefsíða hótels
Nútímalegt íbúðarhótel sem býður bæði upp á stúdíó íbúðir og íbúðir með tveimur svefnherbergjum.
Gististaðurinn er staðsettur Levante meginn á Benidorm og tekur það um 10 mín. að ganga á ströndina og um 7 mínútna göngufjarlægð er á milli Halley og hótel Melia Benidorm sem margir þekkja.
Á Halleys er móttaka og lítill sundlaugargarður með sundlaug, barnasundlaug og sólbekkjum allt um kring. Einnig má þar finna snarlbar sem býður upp á ískalda drykki, enskan morgunverð og einfalda rétti m.a. tapas. Hægt er að velja hvort maður situr úti eða inni.
Íbúðirnar eru nútímalega innréttaðar, einfaldar en þægilegar, útbúnar öllu því helsta sem þarf til að njóta dvalarinnar. Meðal þæginda sem boðið er upp á eru vel búin baðherbergi með helstu snyrtivörum, loftkæling, örbylgjuofn, kæliskápur, sjónvarp, setusvæði, öryggishólf með plássi fyrir fartölvu, þráðlaust internet og einkasvalir. Hótelið er átján hæðir svo útsýnið er ekki af verri endanum.
Fjarlægðir
- Miðbær: 2 km - 25 mín göngufjarlægð
- Strönd: 10 mín. göngufjarlægð
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
Aðstaða
- Eldhúsaðstaða
- Sturta
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
- Handklæði fyrir hótelgarð: nei
- Aðgengi fyrir fatlaða: Þarf að sérpanta
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka: Nei
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Hotel Brisa
Alveg við ströndinaRólegt og þægilegt umhverfi
Frábær staðsetning
» Nánar
Hotel Brisa
Vefsíða hótels
Rótgróið lítið fjögurra stjörnu hótel á frábærum stað, alveg við ströndina í hinu rólega Rincón de Loix-hverfi Benidorm.
Hótel Brisa býður upp á einföld en litrík og björt herbergi með útsýni yfir ströndina og heiðblátt hafið. Hönnunin er einföld en öll helstu þægindi eru til staðar, t.d. sími, sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, flísalögð gólf, loftkæling, þráðlaust internet, baðherbergi með hárþurrku og helstu snyrtivörum. Hægt er að fá samtengd herbergi fyrir þá sem ferðast með vinum eða fjölskyldu.
Á hótelinu er veitingastaður, bar og snarlbar. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð og einnig er hægt að fá morgunverð eða nestispakka fyrir ævintýri dagsins senda upp á herbergi. Á sumrin er grillað fyrir gesti á útisvæði hótelsins á fimmtudögum og oft er boðið upp á lifandi tónlist. Hægt er að nýta sér hreinsun og þvottaþjónustu hótelsins gegn gjaldi og vel útbúin líkamsræktaraðstaða er til staðar fyrr þá sem vilja halda sér í formi í fríinu. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk er ávallt tilbúið að aðstoða gesti og veita upplýsingar.
Brisa er eitt af fáum hótelum við ströndina sem státar af eigin sundlaug fyrir gesti. Sundlaugarsvæðið vísar út að ströndinni og þar er einnig verönd með setuaðstöðu. Aðeins er nokkurra metra gangur á ströndina sjálfa þar sem nóg er af sólbekkjum og hægt er að njóta Miðjarðarhafsgolunnar í sólbaðinu.
Bæjarhlutinn Rincón de Loix er einn sá vinsælasti á Benidorm. Umhverfið er rólegt en þó er stutt í allt það helsta, bæði afþreyingu og þjónustu. Hotel Brisa er tilvalið fyrir þá sem vilja verja deginum á ströndinni og njóta sólsetursins á hótelinu með kaldan drykk við hönd.
Ath. Fyrir þá sem panta rútuferð til og frá flugvelli, þá er gott að hafa í huga að rútan getur ekki stoppað alveg við hótelið.
Fjarlægðir
- Strönd: Við ströndina
- Miðbær: Gamli bærin: 1,9 km eða 20 mín. göngufjarlægð
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Hotel Bristol, Benidorm
Frábær staðsetningRétt hjá ströndinni
Rétt hjá miðbænum
» Nánar
Hotel Bristol, Benidorm
Vefsíða hótels
Fjögurra stjörnu glæsilegt hótel staðsett á góðum stað á Benidorm, eða í spænska hverfinu svokallaða og aðeins steinsnar frá miðbænum og er ströndin í göngufæri.
Á hótelinu er góð aðstaða eins og móttaka opin allan sólarhringinn, sundlaug, sólbaðsaðstaða, bar og veitingastaður. Hægt er velja um morgunmat, hálft fæði eða fullt fæði og er matur reiddur fram af hlaðborði.
Herbergin eru öll með sjónvarpi, síma, nettenginu, loftkælingu og fullbúnu baðherbergi þar sem má finna helstu snyrtivörur.
Fjarlægðir
- Miðbær: Rétt hjá
- Strönd: 7 mín göngufjarlægð
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Aðgengi fyrir fatlaða: Þarf að sérpanta
- Handklæði fyrir hótelgarð: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Hraðsuðuketill
- Sjónvarp
- Þrif
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Dynastic Hotel
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Apartamentos Benibeach, Benidorm
Við Poniente ströndinaÍbúðir með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum
Einfaldur kostur
» Nánar
Apartamentos Benibeach, Benidorm
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Hotel Benidorm Center, Benidorm
Eingöngu fyrir 16.ára og eldriFallegur sundlaugagarður
Við Levante ströndina
» Nánar
Hotel Benidorm Center, Benidorm
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
The Cookbook Gastro Boutique Hotel & Spa
Lítið "boutique" hotel þar sem mikið er gert upp úr matarupplifun.» Nánar
The Cookbook Gastro Boutique Hotel & Spa
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Barcelo Benidorm Beach, Benidorm
Á Levante ströndinniMorgunmatur eða hálft fæði í boði
Bar upp á þaki
» Nánar
Barcelo Benidorm Beach, Benidorm
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef ALC
4,5
Morgun- og eftirmiðdagsflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi
-
Bjórverð
2-4 EUR
-
Rafmagn
220 Volt
Benidorm
Langar þig í afslöppun og smá fjör í sólinni?
Það er það sem allt snýst um á Benidorm, sem er á Costa Blanca. Nafnið þýðir “Hvíta ströndin” og hún stendur vel undir nafni. Strandlengjan er gullfalleg, hvítur sandur svo langt sem augað eygir, og óviðjafnanleg sólin heldur henni volgri allt árið um kring. Á Benidorm finna allir eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það eru veitingastaðir og barir, sundlaugagarðar eða bara rólegheitin á ströndinni, er alveg ljóst að um frábæran sólarstað er að ræða.
Frá árinu 1960 hefur Benidorm vaxið úr litlu þorpi eina af stærstu borgum héraðsins. Ólíkt öðrum borgum Costa Blanca héraðsins skartar Benidorm ótrúlegum fjölda himinhárra hótelbygginga meðfram strandlengjunni. Borgin er stundum kölluð „Manhattan“ Spánar eða Beniyork (New York Evrópu). Fjallið Puig Campana, 1406 m rís hátt og tígulegt yfir borginni.
Benidorm er einn vinsælasti sumaráfangastaður Costa Blanca strandarinnar.
Skemmtigarðar og vatnsrennibrautagarðar – Þeir bestu á Spáni!
Benidorm er skemmtileg, það er alveg ljóst! Renndu þér í sólinni eða skelltu þér í skemmtigarð með alla fjölskylduna, það slær í gegn!
Terra Mitica-skemmtigarðurinn;– Fjör fyrir alla fjölskylduna
Stærsti og skemmtilegasti garður í Evrópu! Stórkostlegir rússíbanar af öllum stærðum og gerðum, sýningar á hverju strái, sjóræningjar, skylmingaþrælar og ýmislegt fleira, meðal annars stórfenglegar leiksýningar á kvöldin. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna.
Vegalengd er ca 10 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Aqualandia;– Vatnsrennibrautagarður í heimsklassa
Big Bang eða Kamikaze? Báðar rennibrautirnar? Ekkert mál, þær eru hver annarri betri í þessum frábæra garði. Stórskemmtilegt lón er í garðinum þar sem finna má svæði fyrir börn, og alla hina líka! Slettu úr klaufunum í Aqualandia, þaðan sem allir fara heim með bros á vör.
Vegalengd er ca 1-5 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Mundomar;– Vatnaveröld og framandi dýralíf
Heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. Sjáðu dansandi höfrunga, sæljónin leika sér, páfagaukasýninguna og farðu með börnin í barnalandið. Og ekki gleyma hinu risastóra fiskabúri þar sem litadýrðin og fjölbreytnin er æðisleg. Frábær garður.
Vegalengd er ca 1-5 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Terra Natura;– Glænýr náttúrulífsgarður
Engar sýnilegar hindranir á milli þín og dýranna. Sjáðu undur náttúrunnar með eigin augum á stórfenglegum sýningum og með snilldarlega útsettum atriðum. Í garðinum færðu tvo fyrir einn, þar er líka Aqua-Natura garðurinn. Þessi frábæri vatnsrennibrautagarður býður uppá skemmtun og afslöppun áður en þú snýrð aftur heim í sólskinsskapi.
Vegalengd er ca 10-15 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Albir
Fullkominn fyrir þá sem vilja meiri rólegheit
Hér er hægt að njóta yndislegra stranda en einungis 10 km skilja að Benidorm og Albir. Aðeins er um 1,5 km til Altea frá Albir.
Ströndin í Albir er steinaströnd. Hún er 590 metra löng og hefur verið verðlaunuð árlega fyrir gæði. Andrúmsloftið er rólegt og afslappað en samt sem áður er þar allt til alls. Þar sem bærinn er lítill, er stutt að fara á milli staða, miðbær og strönd ávallt í göngufæri. Albir hefur verið mjög vinsæll hjá fjölskyldufólki undanfarin ár.
í Altea sem er lítill bær um 1,5 km frá Albir, er sandströnd.
Skemmtigarðar og vatnsrennibrautagarðar – Þeir bestu á Spáni!
Renndu þér í sólinni eða skelltu þér í skemmtigarð með alla fjölskylduna, það slær í gegn!
Terra Mitica-skemmtigarðurinn;– Fjör fyrir alla fjölskylduna
Stærsti og skemmtilegasti garður í Evrópu! Stórkostlegir rússíbanar af öllum stærðum og gerðum, sýningar á hverju strái, sjóræningjar, skylmingaþrælar og ýmislegt fleira, meðal annars stórfenglegar leiksýningar á kvöldin. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna.
Vegalengd er ca 15-20 km frá flestum gististöðum á Albir.
Aqualandia;– Vatnsrennibrautagarður í heimsklassa
Big Bang eða Kamikaze? Báðar rennibrautirnar? Ekkert mál, þær eru hver annarri betri í þessum frábæra garði. Stórskemmtilegt lón er í garðinum þar sem finna má svæði fyrir börn, og alla hina líka! Slettu úr klaufunum í Aqualandia, þaðan sem allir fara heim með bros á vör.
Vegalengd er ca 2-10 km frá flestum gististöðum á Albir.
Mundomar;– Vatnaveröld og framandi dýralíf
Heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. Sjáðu dansandi höfrunga, sæljónin leika sér, páfagaukasýninguna og farðu með börnin í barnalandið. Og ekki gleyma hinu risastóra fiskabúri þar sem litadýrðin og fjölbreytnin er æðisleg. Frábær garður.
Vegalengd er ca 2-10 km frá flestum gististöðum á Albir.
Terra Natura;– Glænýr náttúrulífsgarður
Engar sýnilegar hindranir á milli þín og dýranna. Sjáðu undur náttúrunnar með eigin augum á stórfenglegum sýningum og með snilldarlega útsettum atriðum. Í garðinum færðu tvo fyrir einn, þar er líka Aqua-Natura garðurinn, frábær vatnsrennibrautagarður þar sem þú getur skemmt þér og slappað af áður en þú snýrð aftur heim í sólskinsskapi.
Vegalengd er ca 15-20 km frá flestum gististöðum á Albir.
Calpe
Fallegur spænskur bær við Miðjarðarhafsströndina.
Calpe á sér merka sögu. Bronsaldarminjar allt frá tímum Rómverja og fyrr eru líka merki um hernað og róstur við herskáar múslimskar þjóðir handan Miðjarðarhafsins. Stórkostlegar klettamyndanir einkenna staðhætti og landslag. Veðurfar er jafnan afar gott enda loftslagið milt Miðjarðarhafsloftslag.
Calpe er í dag glæsilegur og lifandi ferðamannabær á besta mælikvarða með fjölbreytilega menningu og mannlíf og góðar samgöngur í allar áttir. Við hafið eru fallegar, hvítar strendur og sjórinn er dásamlegur. Hér er því fjölmargt í boði sem tengist hafinu, sundi, bátum, köfun og jafnvel fiskveiðum. Hótelin eru glæsileg með fjölbreytilegum veitingum og allskonar veitingahúsum, jafnt fyrir matarsérvitringa sem hinn venjulega ferðamann. Fjöldi safna er í borginni og afþreyingarmöguleikar því margir fyrir ferðamanninn og hér er gott að dvelja.
Skemmtigarðar og vatnsrennibrautagarðar – Þeir bestu á Spáni!
Renndu þér í sólinni eða skelltu þér í skemmtigarð með alla fjölskylduna, það slær í gegn!
Terra Mitica-skemmtigarðurinn;– Fjör fyrir alla fjölskylduna
Stærsti og skemmtilegasti garður í Evrópu! Stórkostlegir rússíbanar af öllum stærðum og gerðum, sýningar á hverju strái, sjóræningjar, skylmingaþrælar og ýmislegt fleira, meðal annars stórfenglegar leiksýningar á kvöldin. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Aqualandia;– Vatnsrennibrautagarður í heimsklassa
Big Bang eða Kamikaze? Báðar rennibrautirnar? Ekkert mál, þær eru hver annarri betri í þessum frábæra garði. Stórskemmtilegt lón er í garðinum þar sem finna má svæði fyrir börn, og alla hina líka! Slettu úr klaufunum í Aqualandia, þaðan sem allir fara heim með bros á vör.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Mundomar;– Vatnaveröld og framandi dýralíf
Heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. Sjáðu dansandi höfrunga, sæljónin leika sér, páfagaukasýninguna og farðu með börnin í barnalandið. Og ekki gleyma hinu risastóra fiskabúri þar sem litadýrðin og fjölbreytnin er æðisleg. Frábær garður.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Terra Natura;– Glænýr náttúrulífsgarður
Engar sýnilegar hindranir á milli þín og dýranna. Sjáðu undur náttúrunnar með eigin augum á stórfenglegum sýningum og með snilldarlega útsettum atriðum. Í garðinum færðu tvo fyrir einn, þar er líka Aqua-Natura garðurinn, frábær vatnsrennibrautagarður þar sem þú getur skemmt þér og slappað af áður en þú snýrð aftur heim í sólskinsskapi.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Jóhanna Benediktsdóttir
Jóhanna hefur unnið hjá VITA frá árinu 2012.
Jóhanna býr á Spáni og hefur verið starfsmaður VITA á Alicante - Benidorm, Albir og Calpe svæðinu síðan 2012. Hennar helstu áhugamál eru göngur um hið fallega Costa Blanca svæði, að njóta spænskrar matarmenningar og þeirrar afþreyingar sem í boði er á þessum fallega stað.
Áður starfaði hún hjá tryggingafélagi í ein 34 ár en Jóhanna útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands.
Hún er gift, barnlaus og saman eiga þau yndislegan hund.