fbpx Golfskóli | Vita

Golfskóli

Golfskóli er í boði á Islantilla, Morgado og Valle del Este!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Golfskóli Icelandair VITA

Golfskólinn okkar er í boði á þremur af okkar áfangastöðum, Islantilla, Morgado og Valle del Este. Í golfskólanum fá nemendur einstaklingsmiðaða kennslu í öllum helstu atriðum golfíþróttarinnar frá frábærum golfkennurum sem allir hafa mikla reynslu af kennslu og þjálfun. Á undanförnum árum hafa mörg hundruð kylfingar farið í gegnum golfskólann okkar en hann hefur hlotið mikið lof nemenda.

Mikil áhersla er lögð á skemmtanagildi skólans og er tækniþjálfun í bland við skemmtilega leiki og fræðslu. Í skólanum fer einnig fram spilakennsla þar sem kennarinn hjálpar nemendum að öðlast betri færni á vellinum. Bæði í bættri líðan á velli en einnig í leikskipulagi, kylfuvali og fleiru  sem skilar lægra skori í framhaldinu. 

Einstaklingsmiðuð kennsla í hæsta gæðaflokki

Það sem gerir golfskóla VITA einstakan er persónuleg kennsla og nálgun. Í skólanum eru aldrei fleiri en 8 kylfingar á hvern kennara og því er kennslan persónuleg og í hæsta gæðaflokki. Þar sem kennslan er persónuleg og einstaklingsmiðuð hentar skólinn fyrir kylfinga á öllum getustigum en mjög vanir kylfingar jafnt sem byrjendur hafa farið í gegnum golfskólann okkar. 

Skipulag Golfskólans

Golfskólinn stendur yfir í 6 daga í hverri ferð og er kennt í 2-3 klst í senn. Kennslan fer fram að morgni dags í tveimur æfingum með kaffihléi á milli. Í kaffihléi situr kennari með nemendum og þar skapast oft líflegar og góðar umræður. Eftir hádegismat fara þeir nemendur sem vilja út á völl og spila.

Að skóladögunum loknum fara kylfingar inn í hefðbundið skipulag og fá úthlutað rástímum að morgni eins og aðrir farþegar. 

Í skólahópunum myndast mikil og góð stemming meðal nemenda og margir kylfingar hafa haldið hópinn í kjölfarið, bæði heima á Íslandi en einnig í golfferðum á vegum Icelandair VITA. 

Hlökkum til að taka á móti ykkur og hjálpa ykkur í að öðlast enn betri færni í golfíþróttinni!

 

Sjá nánar um golfskólann
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Gott að vita - golfskóli

  • Innifalið

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef Fao

    4

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun