fbpx Salzburg | Vita

Salzburg

Zell am See, Flachau, Saalbach-Hinterglemm og Lungau

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

 

Fæðingastaður Mozartz, jólamarkaður, austurrísk matargerð og kvikmyndin Söngvaseiði eru fá dæmi um það sem borgin er þekkt fyrir. En fyrir skíðafólk þá er Salzburg síðast en ekki síst þekkt fyrir að vera kjörinn  áfangastaður fyrir skíðaunnendur en glæsilegar skíðabrekkur eru stutt frá.  

Þú stendur á toppnum með kyrrðina allt umlykjandi, svalur blærinn kitlar þig í nefið og geislar sólarinnar fylla þig af orku þar sem þú horfir yfir snjóbreiðuna sem teygir sig eins langt og augað eygir. Það geta allir svo sannarlega fundið brekkur við sitt hæfi, bláar, rauðar, svartar og fjölmargar ævintýraleiðir. Skíðaskólar eru auðfundnir og kennarar þaulvanir bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja læra enn meira.  Í lok dags er svo hægt að njóta stemmningarinnar á Aprez-ski stöðum sem má finna bæði í brekkunum og í skíðabæjunum sjálfum.  Þjóðlegar kræsingar eru bornar fram í hlýjum og notalegum skálum. Já hér er upplagt að slaka á og leyfa þér að njóta alls þessa.

Hægt er að velja á milli fjölmargra skíðasvæða sem dæmi má nefna;

Zell am See; Yndislegur bær með skíðasbrekkurnar allt um kring. Bærinn sjálfur er mjög skemmtilegur og iðar af mannlífi, þar má finna veitingastaði, Aprez-skí bari, verslanir og fleira. Fyrir gönguskíðafólk eru 200 kílómetrar af gönguskíðabrautum. Hægt er kaupa skíðapassa „ski alpen card“ sem gefur aðgang að meira en 400 km. af  brekkum og  um 120 skíðalyftum. Rétt hjá má svo finna skíðabæinn Kaprun  en þar er jökullinn Kitzsteinhorn og er þar hæsti tindur 3200 metra hár. Á fáum stöðum í Austurríki getur þú treyst því betur að nægur snjór þeki skíðabrekkurnar í vetrarfríinu þínu.  Kaprun skíðasvæðið er einnig innifalið í skíðapassanum "ski alpen card".  

Flachau; Lítill og snotur skíðabær í dölunum þremur í Austurríki. Skíðasvæðið heitir Ski-Amadé og er gríðarlega stórt og umfangsmikið. Lyftukortið fyrir Ski-Amadé gengur að 270 lyftum sem þjóna 860 km af brekkum. Bærinn Flachau er í 800 metra hæð og þaðan er leiðin greið upp á skíðasvæðið sjálft. Fjöldinn allur af fjallakofum eru á svæðinu og klingjandi stemning bæði í fjallinu og niðri í þorpinu eftir skíði. Á svæðinu er brettagarður, afar vinsæll af ungu fólki á öllum aldri og má segja að allir skíðamenn geti fundið brekkur við hæfi, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir. Hægt er að skíða til Wagrain, St. Johan og Alpendorf, sem tilheyra þessu sama svæði og svo má ferðast lengra með skíðarútunni. Miðbærinn er lítill, en einkar þægilegur og mikið líf eftir skíði enda barir og veitingastaðir á hverju horni. Einnig litlar og litríkar verslanir. Í Flachau er auðvelt að komast í skíðaskóla og fá leigð skíði.

Saalbach-Hinterglemm; Það er óhætt að segja að tilhugsunin um 270 kílómetra af skíðabrautum og 70 lyftur af öllum gerðum fái hjartað til að slá hraðar. Það gerist vart betra í austurrísku Ölpunum en á Saalbach Hinterglemm Leogang Fieberbrunn skíðasvæðinu. Hvort sem ætlunin er að þjóta niður brekkurnar á skíðum, leika sér á snjóbretti, bruna á sleða eða ganga á skíðum eða skóm getur þú verið viss um að Saalbach Hinterglemm er rétti staðurinn. Saalbach og Hinterglemm eru samliggjandi og líflegir bæir.  Barirnir er óteljandi þar sem skíðafólkið safnast saman í "Aprés ski" þegar komið er úr fjallinu  og er gjarnan klappað og stappað í takt við skemmtilega Týrólamúsíkína sem ómar um allt.

Lungau; Á svæðinu eru yfir 300 km af troðnum skíðabrekkum og er aðstaða og stemning góð fyrir alla aldurshópa. Svæðinu er skipt upp í fimm mismunandi skíðasvæði, St. Michael (Sonnenbahn), St. Margarethen (Aineck), Katshberg, Mauterndorf (Grosseckbahn), Fanningberg og Obertauern. Fjögur þessara svæða eru í sama dalnum. Hægt er skíða á milli St. Michael og Mauterndorf á svo á milli St. Margarethen og Katshberg. Fanningberg stendur eitt og sér en til Obertauern eru um 30 mínútna keyrsla frá bænum St. Michael þar sem gististaðir Icelandair VITA eru. Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 58 lyftur og  300 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila sex kílómetra. Lyftur eru  opnar flestar frá kl. 8.30 til 16.30 alla daga. Svo eru líka margar sértroðnar brautir fyrir gönguskíðafólk á öllum þessum svæðum og allt um kring. Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.

 

Beint flug til Salzburg. Ekki er í boði fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi. 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Gjaldmiðill

    EUR

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun