fbpx Dublin | Vita

Dublin

Einstök og hrífandi

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Dublin er einstök og skemmtileg borg

Beint flug til Dublin.

Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum

Dublin á Írlandi er einstök borg sem hefur unnið hug og hjörtu margra Íslendinga í gegnum árin,  enda er varla annað hægt en að hrífast af umhverfinu, menningunni og lífsgleði innfæddra. Frá Íslandi er aðeins tveggja tíma flug til Dublinar og er VITA stolt af því að geta boðið áhugasömum að sækja þessa höfuðborg Írlands heim, sem við fullyrðum að sé í hópi skemmtilegustu borga Evrópu.


dublin_tourism_board_9.jpg

Dublin er höfuðborg Írska lýðveldisins, sem gjarnan er nefnd „eyjan græna“ sökum þess að 4/5 hlutar landsins er grænt og landbúnaður hefur mikið vægi. Ef úthverfin eru talin með búa tæpar tvær milljónir manna í Dublin. Borgin liggur við ána Liffey sem skiptir borginni í norður- og suðurhverfi.

Í Dublin eru vel á annað þúsund barir og krár, þar sem þjóðdrykkirnir Guinness (dökkur bjór), Jameson (viský) og Bailey's (rjómalíkjör) njóta iðulega mestu vinsældanna. Það verður ekki tekið af Írunum að þeir kunna sannarlega að skemmta sér og hin svokallaða „pöbba-stemning“ sem gjarnan myndast er sannarlega ógleymanleg. Segja má að gönguferð í Temple Bar hverfinu sé hreinlega upplifun út af fyrir sig, slík er stemmningin þar þegar kvölda tekur.


dublin_borg_15.jpg

Mikið úrval góðra veitingastaða er að finna í Dublin og geta gestir þá valið á milli amerískra, skandinavískra, austurlenskra nú eða að sjálfsögðu sér írskra veitingastaða. Úrvalið er mikið og gæði matseldar eru víðast hvar framúrskarandi.

Í miðborg Dublin er mikið lagt upp úr ólíkum menningarviðburðum þar sem úrvalið og fjölbreytnin er jafnan mest á haustin. Fjölmörg leikhús eru í borginni og auðvelt er að komast á áhugaverða tónleika. Þá njóta danssýningar jafnan mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna, ekki síst sýningar þar sem sjálft þjóðarstolti eyjaskeggja er í forgrunni, réttara sagt írski steppdansinn.

Einnig er frábær skemmtun að bregða sér út fyrir borgina eina kvöldstund og upplifa írska kvöldskemmtun eins og hún gerist best. VITA býður upp á slíka ferð auka annara skemmtilegra skoðunarferða


dublin_tourism_board_8.jpg

Almenningssamgöngur

Almenningssamgöngur eru góðar, tveggja hæða strætisvagnar eru áberandi og tiltölulega auðvelt er að fá leigubíla. Við mælum þó sérstaklega með því að fólk ferðist á tveimur jafnfljótum - enda er það langsamlega besti fararskjótinn til á að upplifa borgina sem best og drekka í sig menninguna og söguna sem býr í götunum og byggingunum. Það er svo sannarlega vert að heimsækja Dublinarkastalann, sem felur í sér mikla og merkilega norræna víkingasögu, og Þjóðminjasafnið (National Museum of Ireland), þar sem fræðast má um sögu Íra frá örófi alda.

Lesa nánar um Dublin
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið