Golf Del Sur á Tenerife
Flottar íbúðargistingar í göngufæri við frábæran golfvöll!
Myndagallerí
Golfferðir til Tenerife
Við bjóðum uppá mismunandi lengdir ferða á Golf del Sur, allt frá 1 til 8 vikna dvöl (sjá bókunarvél). Hægt er að velja golf daglega eða golf annan hvern dag.
Innifalið í pökkum okkar er:
Beint flug með Icelandair
Flutningur golfsetts
Gisting á Royal Tenerife Country Club eða Santa Barbara Ocean Club
Golf alla daga með kerru eða annan hvern dag nema komu og brottfarardaga
Fararstjórn (lágmark 16 manns).
Matur, drykkir og akstur til og frá flugvelli og að golfvellinum er ekki innifalið
Royal Tenerife Country Club er mjög hugguleg íbúðagisting á golfvellinum eða um 3 mín ganga að klúbbhúsinu. Á svæðinu er sundlaugarbar með veitingum, kaffihús og matvöruverslun.Hér er hægt að skoða myndband frá Royal Tenerife Country club.
Santa Barabara Ocean Club er huggulegt íbúðarhótel staðsett neðan við golfvöllinn við sjóinn og er um 1,5 km frá klúbbhúsinu. Á svæðina er stór sundlaug, veitingarstaður, nokkrir barir ásamt sundlaugarbar og matvöruverslun er á hótelinu. Hér er hægt að skoða myndband frá Santa Barbara.
Golfvöllurinn: Golf del Sur er einn af vinsælustu golfvöllunum Tenerife. Þar hafa verið haldin stórmót sem er góður mælikvarði á gæðin. Það er einstaklega fallegt á Golf del Sur og frá klúbbhúsinu er stórkostlegt útsýni yfir hluta af vellinum og út á glitrandi hafið.
Golfvöllurinn er 18 holur með mismunandi einkennum og skiptist 9 holu Norður og 9 holu Links velli. Heilmikið landslag og gil eru í sumum brautum og aðrar eru flatari en þær eiga það sameiginlegt að vera umkringdar pálmum og fallegum kaktusum. Brautirnar eru breiðar og flatirnar eru stórar.
Golfbílar:
Golfbílar eru pantaðir og greiddir í golfskálanum á Golf del Sur
Golfkerrur daglega eru innifaldar í öllum okkar ferðum.
Ummæli Golf del Sur
Ég var að koma frá Tenerife þar sem ég gisti á Royal Tenerife og lék golf á hverjum degi í 15 daga. Fyrst af öllu vil ég lýsa yfir ánægju minni með gistinguna, frábært að gista þarna við golfvöllinn og aðbúnaður eins góður og getur verið fyrir minn smekk. Dvölin var í alla staði mjög ánægjuleg. Fararstjórn á staðnum er og hefur verið frá upphafi frábær. Atli, nýr fararstjóri heldur vel utan um alla hluti, tekur á móti farþegum á hótelunum þegar þeir koma frá flugvelli.
- Sigurður Hauksson - nóv 2019
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef TFS
5
Morgunflug