fbpx Golfferð til Madeira | Vita

Golfferð til Madeira

Glæsilegt klassískt sveitahótel við ævintýralegan golfvöll

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Vorferð 2024 er frá 7. - 16. maí í 9 nætur

Hægt er að sjá dagsetningar, flugtíma og verð í bókunarvél hér til hægri.

Fararstjóri: Ragnar Ólafsson

Hin portúgalska eldfjallaeyja, Madeira liggur vestur af ströndum Afríku og er heimur út af fyrir sig. Hitabeltisloftslag, friðsæld, náttúrufegurð, veðursæld og fjölbreytt mannlífið er heillandi. Frá flugvellinum í Madeira er aðeins 15 mínútna akstur að Palheiro 5* lúxushótelinu sem okkar gestir gista á í þessari ferð. Myndband frá Madeira

Hotel Casa Velha do Palheiro er byggt í ekta portúgölskum/enskum byggingastíl. Á hótelinu er rólegt og yfirvegað andrúmsloft um leið og lúxus og þægindi blandast saman. Veitingastaður hótelsins er þekktur fyrir einstaklega góðan mat og þjónustu. Þrátt fyrir góðan mat á hótelinu er ekki hægt að sleppa ferð í miðbæ Funchal, aðeins 10 mínútur frá hótelinu (ókeypis skutlbíll), til að upplifa bæjarstemmninguna og veitingahús þau þrjú kvöld sem matur er ekki innifalinn.

Casa Veiha do Palheiro var byggt snemma á síðustu öld. Árið 1997 var það opnað sem eitt af fyrstu 5 stjörnu sveitahótelum á Madeira. Hótelið er staðsett uppí brekkum austur af Funchal og er aðeins 7 km frá þeim bæ og 15 km frá flugvellinum. Hótelið er afmarkað af Palheiro golfvellinum annars vegar og hins vegar af Palheiro blómagörðunum, garðurinn er með blóm og jurtir allstaðar að úr heiminum. 45 þúsund gestir heimsækja garðinn á hverju ári. 

Palheiro 18 holu golfvöllurinn er fallegur, vel hirtur með einstöku útsýni yfir bæinn Funchal og hafið. Völlurinn er sumstaðar mjög hæðóttur sem getur verið krefjandi en aftur á móti blasir við frábært útsýni á hverri holu. Klúbbhúsið og fyrsti teigur er u.þ.b. 3ja mínútna akstur frá í skutlbíl sem gengur frá hótelinu.

Innifalið í Haust 2023:
Beint flug með Icelandair
Flutningur á golfsetti
Akstur til og frá hótels
Gisting á Casa Velha do Palheiro
Drykkur við innritun á hóteli
morgunmatur alla daganna og 6 kvöldverðir á hótelinu (matseðill dagsins)
*Ótakmarkað Golf á Palheiro með golfbíl
Skutla milli hótels og golfvallar daglega
Aðgangur að mörgum íþróttum svo sem Tennis, Borðtennis, Billiard, Croquet, Badminton og líkamsræktarstöð
Aðgangur að heilsulind með innanhús sundlaug, Sauna og Gufubaði
Skutla frá hóteli daglega niður í bæinn Funchal 
Fararstjórn

*Ótakmarkað golf: Gestir okkar geta spilað ótakmarkað golf sér að kostnaðarlausu alla spiladagana en eingöngu EF rástímar eru lausir. Viðbótar golf við 18 holur á dag er ekki hægt að panta fyrirfram og er háð umferð á vellinum.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið