fbpx Penina í Portúgal | Vita

Penina í Portúgal

Glæsilegt Golf Resort í hjarta Algarve!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Hægt er að sjá allar dagsetningar, flugtíma og verð í bókunarvél hér til hægri.

 

Penina er glæsilegt Golf Resort í hjarta Algarve!

Penina er staðsett í vestur hluta Algarve héraðs skamt frá borginni Portimao. Aðrir líflegir bæir í næsta nágrenni við Penina eru Lagos, Lagoa og strandbærinn Carvoeiro. Frá Faro flugvelli til Penina er u.þ.b. klukkutíma akstur. Sjá kort.

Penina er heimsþekkt Golfresort staðsett í yndislegri náttúru. Við hótelið eru 2 golfvellir. Keppnisvöllurinn Sir Henry Cotton 18 holur og Resort 9 holu völlur. Á staðnum er glæsilegt æfingasvæði ásamt púttflöt, vipp flöt, sandglompur og flöt til að slá inná.

Penina er ódauðlegur minnisvarði um hinn glæsilega golfvallahönnuð Sir Henry Cotton. Það voru hrísgrjónaakrar á staðnum þegar Sir Henry kom til að hanna golfvöll. Svæðið er nokkuð flatt og fanst Sir Henry þar með ástæða til að planta þó nokkuð af trjám og setja inn vatnatorfærur fyrir kylfingana með lengri höggin.

Á Penina Championship vellinum hefur hið þekkta golfmót Portugal Open verið haldið 8 sinnum. Penina Resort völlurinn er einnig 9 holu völlur með trjám og vatnatorfærum rétt eins og keppnisvöllurinn.

Við hótelið er sundlaugagarður með stórri sundlaug, veitingastað og bar.

 

Sjá nánar um Penina
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Innifalið á Penina

  • Flugupplýsingar

  • Hagnýtar upplýsingar