Islantilla á Spáni
Vinsælasti áfangastaður íslenskra kylfinga í rúm 30 ár!
Myndagallerí
VOR 2025
5.-12. apríl í 7 nætur - Uppselt
12.-22. apríl í 10 nætur (Páskar) - Uppselt
22. apríl - 3. maí í 11 nætur - Uppselt
3.-13. maí í 10 nætur - Örfá sæti laus
Öll verð sjást í bókunarvél hér á síðunni
Vinsælasti áfangastaður íslenskra kylfinga í rúm 30 ár!
Í ágúst 2019 urðu eigendaskipti á Islantilla Golf Resort. Endurbætur voru gerðar á hótelinu og opnaði það aftur í lok mars 2020 sem hluti af Double tree by Hilton keðjunni.
Islantilla er í Andalucia héraði, skammt frá landamærum Portúgals. Aksturinn frá Faro flugvelli til Islantilla tekur u.þ.b. 1 klst. Sjá kort.
Það er ekki að ástæðulausu sem Islantilla Golf hefur notið ómældra vinsælda farþega okkar síðustu áratugi. Margir sækja þangað ár eftir ár enda hentar völlurinn kylfingum með mismunandi getu og flestum líkar afar vel hinar breiðu brautir og stóru flatir vallarins.
Golfskóli verður í boði á Islantilla í okkar ferðum, kennt er fyrir hádegið 6 daga í hverri ferð. Hægt er að haka við golfskóla undir aukaþjónustu þegar ferðin er bókuð í bókunarvélinni.
Golfvöllurinn er 27 holur eða 3 x 9 holu slaufur, ræst er út af 2 teigum á meðan ferð stendur. Gott æfingasvæði er við hlið hótelsins til að æfa löngu höggin og stutta spilað, bæði er púttflöt og flöt til að vippa inná.
Klúbbhúsið er beint á móti hótelinu. Það er hægt að fá leigt golfsett á staðnum fyrir þá sem vilja ferðast létt. Í Islantilla bænum er lítill verslunarkjarni og þar er m.a. apótek, ýmsar verslanir og matvöruverslun. Meðfram strandlengjunni eru veitingastaðir og barir.