Salou
Sólskin og afþreying fyrir alla!
Myndagallerí
Flogið til Barcelona.
Í Salou er ekki fararstjóri á vegum Icelandair VITA og eru farþegar því á eigin vegum.
Salou á Spáni er stórskemmtilegur og vinsæll áfangastaður í nágrenni Barcelona. Hér er eitthvað fyrir fólk á öllum aldri – hreinar, breiðar og góðar gylltar strendur, vatna- og skemmtigarðar, fjölmargir frábærir veitingastaðir og nokkuð fjörugt næturlíf.
Um 120 km fjarlægð frá flugvellinum í Barcelona.
Hægt er að panta far með flugvallarskutlu til Salou, en flugvallarskutlurnar fara á klukkutíma fresti frá flugvellinum og þurfa að bókast með minnst 48 stunda fyrirvara. Far með skutlunum er bókanlegt í bókunarvél.
Einnig er hægt að taka leigubíl frá Barcelona flugvelli til Salou.
Meðal helstu aðdráttarafla Salou eru tívolíið PortAventura - einn stærsti skemmtigarður Spánar - og vatnagarðurinn Aquopolis.
Í Port Aventura garðinum er eitthvað fyrir alla fjölskylduna, stórir rússibanar fyrir þá hugrökku, leiktæki fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar og leiksýningar og skemmtanir fyrir þá sem kunna ekki við leiktæki.
Umhverfi bæjarins er mjög fagurt og klettótt ströndin vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Saga bæjarins nær aftur til 13. aldar, svo þar er að finna sögulegar minjar auk skemmtilegra bygginga frá 19. öld.
Úrval er af veitingastöðum og verslunum. Afþreying er fjölbreytt, meðal annars ýmsar tegundir vatnasports.
Það þarf engum að leiðast í Salou!
Við mælum eindregið með því að þeir sem hyggjast heimsækja Katalóníu séu með bílaleigubíl, í það minnst hluta af tímanum.
ATH – nýr ferðamannaskattur á Spáni er ekki innifalinn í gistiverði heldur þarf að greiðast beint á hótel. Skatturinn er rukkaður fyrir alla 16 ára og eldri og greiðist fyrir hverja nótt en þó aldrei fyrir fleiri en 7 nætur.
Gjaldið er mismunandi eftir hótelum, oftast hærra eftir því sem stjörnur eru fleiri.
Salou
Flogið til Barcelona.
Í Salou er ekki fararstjóri á vegum Icelandair VITA og eru farþegar því á eigin vegum.
Salou á Spáni er stórskemmtilegur og vinsæll áfangastaður í nágrenni Barcelona. Hér er eitthvað fyrir fólk á öllum aldri – hreinar, breiðar og góðar gylltar strendur, vatna- og skemmtigarðar, fjölmargir frábærir veitingastaðir og nokkuð fjörugt næturlíf.
Um 120 km fjarlægð frá flugvellinum í Barcelona.
Hægt er að panta far með flugvallarskutlu til Salou, en flugvallarskutlurnar fara á klukkutíma fresti frá flugvellinum og þurfa að bókast með minnst 48 stunda fyrirvara. Far með skutlunum er bókanlegt í bókunarvél.
Einnig er hægt að taka leigubíl frá Barcelona flugvelli til Salou.
Meðal helstu aðdráttarafla Salou eru tívolíið PortAventura - einn stærsti skemmtigarður Spánar - og vatnagarðurinn Aquopolis.
Í Port Aventura garðinum er eitthvað fyrir alla fjölskylduna, stórir rússibanar fyrir þá hugrökku, leiktæki fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar og leiksýningar og skemmtanir fyrir þá sem kunna ekki við leiktæki.
Umhverfi bæjarins er mjög fagurt og klettótt ströndin vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Saga bæjarins nær aftur til 13. aldar, svo þar er að finna sögulegar minjar auk skemmtilegra bygginga frá 19. öld.
Úrval er af veitingastöðum og verslunum. Afþreying er fjölbreytt, meðal annars ýmsar tegundir vatnasports.
Það þarf engum að leiðast í Salou!
Við mælum eindregið með því að þeir sem hyggjast heimsækja Katalóníu séu með bílaleigubíl, í það minnst hluta af tímanum.
ATH – nýr ferðamannaskattur á Spáni er ekki innifalinn í gistiverði heldur þarf að greiðast beint á hótel. Skatturinn er rukkaður fyrir alla 16 ára og eldri og greiðist fyrir hverja nótt en þó aldrei fyrir fleiri en 7 nætur.
Gjaldið er mismunandi eftir hótelum, oftast hærra eftir því sem stjörnur eru fleiri.
-
Hagnýtar upplýsingar
Hagnýtar upplýsingar
Flugvöllur:
Barcelona airport (BCN)
Flug:
Um 4 klst. Flogið í áætlunarflugi Icelandair. Lent á Terminal 2
Farangur:
sjá á vefsíðu Icelandair
Ferðamannaskattur:
Þessi skattur er nýr og greiðist beint til hótels.
Fararstjóri:
Í Salou er ekki fararstjóri á vegum VITA og eru farþegar því á eigin vegum.
Akstur:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Um 90 til 120 mín akstur er frá flugvellinum í Barcelona til Tossa og Salou. Nánari upplýsingar um staðsetningu skutlana á flugvellinum má sjá hér
Icelandair lendir í Terminal 2 og rútan bíður í svæði B. Finnið From2 skrifstofu, sem er á vinstra megin við rúllustigann, á móti innritunarborðum 95-97. Þar mun From2 starfsmaður taka á móti ykkur og vísa í rútur.
Hringja má í síma +34937067619 ef þið finnið ekki rútuna eða starfsmann.
Brottfarartímar frá hótelum verða tilkynntir í gestamóttöku 48-24 tímum fyrir brottför. Vinsamlegast spyrjið um brottfarartíma og hvar farþegar verða sóttir í gestamóttöku.
Tímamismunur:
Á sumrin eru þeir tveimur klukkustundum á undan.
Mynt:
Evra (EUR)
Hraðbankar:
Mjög víða
Greiðlukort:
Öll helstu kreditkort eru tekin góð og gild í flestum verslunum og veitingastöðum. Það gæti orðið erfiðleikum háð að treysta eingöngu á debetkort og því er eindregið mælt með því að hafa kreditkort að minnsta kosti með í för. Hraðbankar taka á móti öllum algengustu kreditkortunum, en ekki er sjálfgefið að hægt sé að taka út af debetkortum.
Ferðamannaskattur: ATH – nýr ferðamannaskattur á Spáni er ekki innifalinn í gistiverði heldur þarf að greiðast beint á hótel. Skatturinn er rukkaður fyrir alla 16 ára og eldri og greiðist fyrir hverja nótt en þó aldrei fyrir fleiri en 7 nætur
Siesta
Flestir fara í hádegisverðarhlé um miðjan daginn og loka flest þjónustufyrirtæki, skrifstofur og verslanir fá um það bil 13:30 til um það bil 16:30 eða í u.þ.b. 3 tíma.
Tryggingar:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
Rafmagn:
220 volt
Tungumál:
Katalónska er opinbera tungumálið.
Garðar og önnur afþreying:
Mikið er um skemmtilega skemmtigarða af öllu tagi. Hér að neðan eru nokkrir slíkir
Waterworld
Aquarium
Portaventura
Bankar:
Eru opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er fólk alltaf beðið um að sýna vegabréf eða ökuskírteini til að staðfesta að þeir eigi kortið.
Læknaþjónusta:
Ef grunur leikur á veikindum skal hiklaust leita til læknis. Sama á við ef slys verða. Á svæðinu eru læknastofur (Clínica) sem bjóða upp á læknisþjónustu allan sólarhringinn. Þar eru yfirleitt enskumælandi læknar sem geta komið í vitjun á gististaði ef þess er óskað. Einnig bendum við á að móttakan á hótelinu getur verið ykkur innan handar.
Þjónustuaðilar munu að sjálfsögðu aðstoða við læknasamskipti ef þess er óskað. Mikilvægt er að hafa vegabréf og tryggingarskjöl (bláa alþjóðlega tryggingarskírteinið frá TR E-111) meðferðis þegar læknisaðstoðar er leitað.
Magaveiki:
Ekki er óalgengt að fólk finni fyrir einhverjum meltingartruflunum þegar líkaminn þarf að venjast nýju mataræði, auk þess sem sól og mikill hiti hafa ótvíræð áhrif á líkamsstarfsemina. Ef fólk er viðkvæmt í maga er ráðlagt að hafa sem minnst af klökum þegar drukkið er úr glösum. Á þetta ekki síst við um börn. Í apótekum fást lyf sem hjálpa til við að draga úr eymslum í maga. Hikið ekki við að leita læknis ef grunur leikur á matareitrun.
Salt: Í miklum hita eykst útgufun líkamans og við það tapar líkaminn salti. Afleiðingar saltskorts eru slappleiki, almennt orkuleysi og mikil svefnþörf. Fólk getur orðið veikt og jafnvel fallið í yfirlið. Þá er nauðsynlegt að leita læknis. Það getur verið mikilvægt að neyta meira salts en venjulega og því ágætt að salta matinn aukalega og borða saltaðar matvörur reglulega, eins og til dæmis salthnetur, saltstangir eða kartöfluflögur. Mælt er með því að börn fái að borða saltar kartöfluflögur eða saltstangir ef og þegar þeim hugnast svo.
Þvottahús:
Er á spænsku Lavandería og er þau að finna á sumum gististöðum. Einnig eru þvottahús oft í verslunarmiðstöðvum.
Öryggishólf:
Eru á öllum hótelum og hvetjum við fólk til að geyma helstu verðmæti í þeim. Leigja þarf hólfin í gestamóttökunni og heitir öryggishólf CAJA FUERTE á spænsku og SAFETY BOX á ensku. Athugið að farþegar bera sjálfir ábyrgð á lykli hólfsins.
Leigubílar:
Eru þægilegasti ferðamátinn og þá er auðvelt að finna. Auðveldast er að veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir. Leigubíll frá Barcelona flugvelli til Tossa de Mar ætti að kosta um 190 EUR
Sólböð:
Ráðlagt er að fara varlega í sólböðin fyrstu dagana eftir komu, eða á meðan húðin er að venjast sólinni. Góð regla er að bera alltaf á sig sólaráburð nokkrum mínútum áður en farið er út í sólina. Bera verður á líkamann með reglulegu millibili til að viðhalda virkni og forðast þannig sólbruna. Gott er að bera After-Sun krem á sig eftir sólbað. Munið að drekka nóg af vatni þegar legið er í sólbaði, fyrst og fremst til að forðast sólsting og/eða uppþornun. Einkenni sólstings eru ógleði, þreyta, höfuðverkur og jafnvel hár hiti. Gott ráð við roða eða vægum sólbruna er að bera Aloe Vera krem eða hreina jógúrt á svæðið. Einnig er ráðlagt að nota höfuðfat til að forðast sólsting.
Sjóböð: Það gilda ákveðnar öryggisreglur á flestum ströndum og er nauðsynlegt að fylgjast með viðvörunarfánum sem settir eru upp:
# Rauður fáni merkir að það má alls ekki synda í sjónum.
# Gulur fáni merkir að far skuli með gát.
# Grænn fáni merkir að óhætt sé að synda í sjónum.
Forðist að taka mikil verðmæti með á ströndina og aldrei skal skilja eigur eftir óvaktaðar.
Kranavatn:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
Veðurfar:
Á sumrin er lítið verið að spá í veðurspánni eins og við Íslendingar gerum oft þar sem veðrið er yfirleitt alltaf eins. Heiðskýrt - blár himinn og heitt (23-30 gráður). EN hitinn er aldrei það þrúgandi þar sem það er hafgolan virkar ávalt sem fín loftkæling.
Þjórfé:
Það tíðkast að gefa 7-10% þjórfé fyrir góða þjónustu og á það sérstaklega við um veitingastaði og leigubílstjóra.
Mosquitoflugur:
Búa á Spáni og því skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum).
Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
Strendur:
Varið ykkur að taka einungis það nauðsynlegasta með á ströndina; handklæði, sólarvörn og litla fjármuni. Skiljið aldrei eigur ykkar eftir óvaktaðar.
Gististaðir
Kort
Apartaments California
Vefsíða hótels
Apartaments California hótelið er rólegt íbúðahótel á frábærum stað. Vingjarnlegt og afslappandi andrúmsloft en stutt í fjörið á ströndinni og í miðbæ Salou.
Íbúðirnar eru samtals 164 talsins. Þær eru eins til tveggja herbergja og rúma allt að sex fullorðna einstaklinga. Íbúðirnar eru skipulagðar þannig að þar er stofa, lítið eldhús, eitt til tvö svefnherbergi og baðherbergi. Hönnunin á íbúðunum er snyrtileg og nýtískuleg, í flestum þeirra eru ljósir litir á veggjum og flísalögðu gólfinu sem brotnir eru upp af litum sem færa líf í rýmin. Húsgögnin eru klassísk viðarhúsgögn. Í íbúðunum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, lítið eldhús með eldunaraðstöðu, tekatli, ísskáp og helstu áhöldum. Hægt er að fá aðgang að öryggishólfi gegn gjaldi. Einnig eru svefnsófar í íbúðunum. Íbúðunum fylgja svalir eða verönd. Baðherbergi eru flísalögð og þar eru sturta og baðkar.
Morgunverður er borinn fram af hlaðborði á óformlegum veitingastað hótelsins. Einnig er kósý kaffihús og bar á hótelinu. Fjöldinn allur af öðrum veitingastöðum og börum eru í grenndinni. Afþreyingarmöguleikar á Salou eru óteljandi og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hótelið stendur nálægt Port Aventura skemmtigarðinum svo það er stutt að fara í gleðina þar.
Hótelgarðurinn er lítill en þar er kósý aðstaða til sólbaðsiðkunar við tvær litlar sundlaugar. Á hótelinu er einnig leikjaherbergi og sjónvarpsherbergi. Gestir hótelsins geta svo notað aðstöðu, tekið þátt í skemmtidagskrá á daginn og á kvöldin og notið lífsins í hótelgarðinum hjá California Garden hótelinu sem er bara í næsta húsi. Þar eru sundlaugar, líkamsræktaraðstaða og mínígolfvöllur.
Apartaments California er góður kostur fyrir þá sem vilja vera á eigin vegum í fríinu sínu. Hentar sérstaklega vel þeim gestum sem vilja koma og fara eins og þeir vilja, vera út af fyrir sig og sjá um sig sjálfir að mestu leyti.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 114 km
- Strönd: 450 m frá Llevant ströndinni
- Miðbær: Göngufæri við miðbæ Salou
Aðstaða
- Sundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
- Skemmtidagskrá: Í hótelgarði California Garden
- Líkamsrækt: Á hótel California Garden
- Bar: Á hótel California Garden
- Lyfta: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Hotel Best Los Angeles, Salou
Gott hótel með tveimur sundlaugum og barnaleiksvæði.» Nánar
Hotel Best Los Angeles, Salou
Vefsíða hótels
Best Los Angeles er 4 stjörnu hótel á góðum stað, um 10 mín gangur er á ströndina. Við hótelið er lítill garður með tveimur sundlaugum, sólbekkjum og leiksvæði fyrir börn. Sundlaugarbar er í garðinum sem býður upp á drykki og snarl. Veitingastaðurinn er með hlaðborð með fjölbreyttu úrvali.
Herbergin eru ágætlega rúmgóð og öll með loftkælingu. Minibar er á herbergjum, hárþurrka, sjónvarp og öryggishólf.
Fjarlægðir
- Strönd: 10 mín gangur
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Allt innifalið
- Fullt fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Estival Park Almaris - La Pineda
Vefsíða hótels
Estival Park er hótel við ströndina sem býður upp á heildarpakka fyrir ferðamenn. Góður matur, heilsulind, fjölbreytt hreyfing og skemmtun... hér er svo sannarlega eitthvað fyrir alla.
Á hótelinu eru um 900 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi, svítur og íbúðir. Hönnunin á hótelinu er í hefðbundnum Miðjarðarhafsstíl með ljósmálaða veggi, flísar á gólfum og viðarhúsgögn. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með alþjóðlegum stöðvum, míníbar, öryggishólf og sími. Baðherbergi eru flísalögð og þar eru sturta og baðkar, hárþurrka og helstu snyrtivörur. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd.
Á hótelinu eru þrír veitingastaðir sem bjóða upp á mat af hlaðborði. Aðallega er um að ræða Miðjarðarhafsrétti og alþjóðlega rétti en möguleikarnir eru fjölbreyttir og ýmislegt í boði, líka fyrir þá sem vilja huga að því að borða næringarríkan og heilsusamlegan mat. Það eru líka fjórir snarlbarir á hótelinu og þrír í hótelgarðinum en þar er hægt að fá sér tapasrétti, snarl eða drykki. Á hótelinu er líka píanóbar. Vínkjallarinn er góður og drykkir og kokteilar eru vandlega blandaðir því ánægja gestanna er höfð í hávegum.
Hótelgarðurinn er gríðarstór og fallegur en þar er nóg af plássi. Vel búin sólbaðsverönd er við hótelið og margar sundlaugar. Stutt ganga er á ströndina fyrir þá sem vilja meiri nálægð við sjóinn. Í hótelgarðinum er sérstakt leiksvæði fyrir börn en einnig er krakkaklúbbur á hótelinu svo þar geta börnin skemmt sér með öðrum börnum.
Í garðinum er líka dagskrá fyrir fullorðna og haldnar eru fjölbreyttar skemmtanir til að lífga upp á kvöldin. Þar er einnig diskótek með nútímalegu, afslöppuðu andrúmslofti.
Á hótelinu eru fjölmargir möguleikar til að hreyfa sig, þar er líkamsræktarstöð ásamt því að til dæmis er hægt að fara í tennis eða veggtennis. Svo er stutt í golfið og helstu vatnaíþróttir. Á hótelinu er einnig heilsulind þar sem hægt er að slaka á í upphitaðri sundlaug eða nuddpotti, fara í sánu eða tyrkneskt bað eða bóka heilsu- og snyrtimeðferðir hjá fagmönnum.
Estival Park hótelið býður svo sannarlega upp á heildarpakka, beint á hinni frábæru La Pineda strönd. Starfsfólkið er vingjarnlegt og alltaf tilbúið að aðstoða gesti við að plana ferðalagið eða bóka heimsóknir í skemmtigarða.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 110 km
- Strönd: Við La Pineda ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Hotel 4R Salou Park Resort II
Staðsett á einkaströnd. Stutt í miðbæ Salou. Góður hótelgarður.» Nánar
Hotel 4R Salou Park Resort II
Vefsíða hótels
4R Salou Park Resort II er fallegt og snyrtilegt hótel á rólegum en góðum stað. Hótelið er staðsett á einkaströnd og aðeins í stuttri göngufjarlægð frá sjónum. Einnig er stutt í miðbæ Salou þar sem eru endalausar verslanir, barir, veitingastaðir og óteljandi afþreyingarmöguleikar.
Hótel samstæðan er í heild sinni 417 herbergi í tveimur byggingum. Í Salou Park Resort II eru 199 herbergi þar sem lagt er upp með að gestum líði vel í þægilegu umhverfi. Herbergin eru tveggja til þriggja manna og fjölskylduherbergi. Þau eru ljósmáluð með ljósum viðarhúsgögnum og parketi á gólfi. Í öllum herbergjum er loftkæling, sjónvarp með alþjóðlegum stöðvum, sími, en einnig öryggishólf og míníbar ef þess er óskað. Flest herbergi hafa svalir eða verönd.
Baðherbergin eru með baðkari og sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.
Á hótelinu er góður veitingastaður sem býður upp á fjölbreytta rétti af hlaðborði. Einnig er borið fram girnilegt morgunverðarhlaðborð. Gestir geta fylgst með því hvernig maturinn er eldaður. Sérstakt hlaðborð er borið fram fyrir börn og í hverri viku eru þemahlaðborð. Veitingastaðurinn Gastrobar býður svo upp á máltíðir af matseðli og rétti dagsins sem njóta má í hlýlegu umhverfi. Einnig er á hótelinu píanóbar með fallegu útsýni til sjávar, sundlaugarbar og útiverönd sem notalegt er að sitja á er rökkva tekur.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, fyrir fullorðna og fyrir börn. Þar er góð aðstaða til að slaka á og stimpla sig út úr önnum daglega lífsins í notalegu umhverfi. Í garðinum er líka leiksvæði fyrir börnin. Heilsulind er á hótelinu með upphitaðri sundlaug, sánu og gufubaði. Þar er hægt að slaka enn betur á eða panta heilsu- og snyrtimeðferðir hjá fagfólki. Á hótelinu er einnig aðstaða til líkamsræktar og fjölbreyttrar íþróttaiðkunar. Á hótelinu er ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar.
Skemmtidagskrá er keyrð áfram á daginn og á kvöldin og börn sem fullorðnir geta tekið þátt í ýmsum viðburðum sem haldnir eru á vegum hótelsins. Krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu og einnig er þar skemmtilegt leikjaherbergi á hótelinu.
4R Salou Park Resort II er góður kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 98 km
- Miðbær: Göngufæri
- Strönd: 150 m á Capellas Beach
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Ef þess er óskað, gegn gjaldi
- Minibar: Ef þess er óskað
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Hotel 4R Playa Park
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Best Cap, Salou
Fjölskylduvænt hótel. Góður hótelgarður. Skemmtileg vatnaleiktæki.» Nánar
Best Cap, Salou
Vefsíða hótels
Best Cap hótelið á Salou er frábærlega staðsett hótel rétt við sjóinn. Þetta er fjölskylduvænt hótel sem er nálægt öllu því helsta á Salou.
Á hótelinu eru 497 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi en möguleiki er á að bæta barni við inn á sum þriggja manna herbergin. Herbergin eru afar björt og snyrtileg með ljósmálaða veggi og húsgögn og innréttingar í ljósum litum. Gólfin eru með flísum. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, gervihnattasjónvarp, skrifborð, míníbar, sími, möguleiki á öryggishólfi og öryggislás á hurðum. Öllum herbergjum fylgja svalir með útihúsgögnum. Baðherbergi eru flísalögð með sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.
Á hótelinu er rúmgóður veitingastaður þar sem hægt er að fylgjast með matreiðslufólki elda. Maturinn er borinn fram á hlaðborði og samanstendur af innlendum og alþjóðlegum réttum. Einnig er vinsæll pizzastaður á hótelinu, bar og snarlbar þar sem hægt er að fá sér létta rétti og svalandi drykki yfir daginn.
Hótelgarðurinn er frábær, bæði fyrir fullorða og börn. Þar er góð aðstaða til að slaka á og njóta sólarinnar, liggja í sólbaði eða svamla um í sundlauginni. Í garðinum er einnig sannkölluð vatnaparadís með sérstökum sundlaugum fyrir börnin, vatnsrennibrautum, sjóræningjaskipi og skemmtilegum vatnaleiktækjum. Einnig er stutt í fjörið á ströndinni.
Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða, tennisvöllur og borðtennisborð. Þar er einnig hárgreiðslustofa og heilsulind með heitan pott, sánu og innanhússundlaug. Í heilsulindinni er hægt að bóka nudd og aðrar meðferðir.
Best Cap hótelið er góður kostur fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum. Þjónusta á hótelinu er góð og starfsfólkið í gestamóttökunni er boðið og búið að aðstoða gesti við að skipuleggja fríið sem best. Það er alltaf stutt í skemmtunina á Salou enda fjölmargir skemmtigarðar og vatnagarðar í næsta nágrenni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 130 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Strönd: Cala de la Font ströndin, 0,1 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Hægt að biðja um öryggishólf
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Jaime I, Salou
Miðsvæðis á Salou. Hentar fyrir fjölskyldufólk. Hlýleg og rúmgóð herbergi.» Nánar
Jaime I, Salou
Vefsíða hótels
Jaime 1 er gott hótel miðsvæðis á Salou sem hentar vel fyrir fjölskyldufólk.
Á hótelinu eru meira en 700 herbergi sem henta ólíkum hópum ferðamanna. Þar eru einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Þau eru hlýleg og vel búin öllu sem þarf í til að gera fríið þægilegt.
Á herbergjunum er loftkæling, sjónvarp með gervihnattastöðvum, sími og öryggishólf. Baðherbergin eru með öllum helstu snyrtivörum og hárþurrku.
Á hótelinu eru þrír veitingastaðir þar sem er fjölbreyttur og bragðgóður matur með valkosti fyrir alla fjölskylduna. Aðalveitingastaðurinn býður upp á morgunmat, hádegis- og kvöldmat af hlaðborði í rúmgóðum sal. Svo er veitingastaður með fjölbreytt úrval af bragðgóðum réttum og í hótelgarðinum er grillstaður. Á hótelinu er líka bar en á honum er hægt að fá sér áfenga sem og óáfenga drykki, kaffi og snarl.
Hótelgarðurinn er skemmtilegur með fjórum útisundlaugum. Þar af er ein hugsuð til þess að iðka sund, önnur er með skemmtilegum fossi og svo eru tvær barnalaugar. Veröndin er góð og frábær aðstaða til sólbaðsiðkunar. Á hótelinu er líkamsræktarstöð en einnig er hægt að spila tennis, veggtennis eða mínígolf. Þar er líka heilsulind með sánu, upphitaðri innisundlaug og tyrknesku baði. Í heilsulindinni er hægt að bóka heilsu- og snyrtimeðferðir.
Í hótelgarðinum er lítill vatnagarður sem er algjör draumur fyrir krakka og þeir geta leikið sér allan daginn í rennibrautum og skemmtilegum og svalandi vatnatækjum. Hótelið er sérstaklega hannað með þarfir barna í huga. Þar er til dæmis gott leikherbergi þar sem er hægt að föndra eða leika sér í fjölbreyttum leikjum. Einnig er gott leiksvæði utandyra. Á daginn er starfræktur krakkaklúbbur en á kvöldin er haldið barnadiskótek. Fjölbreytt afþreying er í boði fyrir alla fjölskylduna t.d. danstímar, pílukast, keppnir og leikir en einnig er þar leikjarými fyrir stálpuð börn og fullorðna.
Hotel Jaime I er staðsett miðsvæðis á Salou og er fullkominn staður til að byrja að skoða borgina og nágrenni hennar. Hótelið hentar sérstaklega vel fyrir fjölskyldur og fjölbreytta hópa ferðamanna. Það er meira að segja barnagæsla í boði.
Sól, góðar sandstrendur og fjör – þetta frí verður æði!
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 125 km
- Strönd: 450 m í Llevant Beach
- Miðbær: Miðsvæðis í Salou
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Minibar: Er ekki á herbergjum en hægt að leigja gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Cala Font
Vefsíða hótels
Hotel Cala Font er skemmtilegt og fjölskylduvænt hótel sem stendur á yndislegum stað í klettavík á strandlengju Salou. Hótelið er stutt frá öllu því helsta á svæðinu en er á sama tíma afskekkt.
Á hótelinu eru 312 herbergi sem eru hönnuð í einstökum og lifandi en þó klassískum stíl og góðum gæðum. Herbergin eru björt með litríkum textíl hér og þar. Húsgögn eru úr viði. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum, sími, skrifborð og öryggishólf. Öllum herbergjum fylgja svalir með útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð með maramaraflísum. Þar eru baðkar og sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Veitingastaðurinn á hótelinu er fallegur og andrúmsloftið þar er yndislegt. Þar er borinn fram morgunverður á hlaðborði og er lögð áhersla á að maturinn sé í góðum gæðum. Á hótelinu eru einnig tveir barir þar sem hægt er að slaka á með drykk og njóta lífsins eða jafnvel fá sér snarl. Sérstaklega er skemmtilegt að sitja utandyra og horfa á sólsetrið eða fylgjast með hæglátum öldunum leika við klettana. Í nágrenni við hótelið er hægt að finna fjölbreytta veitingastaði, tapasbari, skemmtistaði og fjölbreytta afþreyingarmöguleika.
Hótelgarðurinn er skemmtilega hannaður með fallegri sundlaug og góðri sólbaðsverönd. Opið útsýni er frá garðinum og út á hafið. Í hótelgarðinum er einnig minni sundlaug fyrir börn en hún er með litlum fossi. Í garðinum er einnig leiksvæði og sundlaugarbar. Aðeins þarf að ganga nokkur skref til að komast á litla en skemmtilega sandströnd við hótelið. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og ýmis skemmtun og afþreyingarmöguleikar eru í boði fyrir börn og fullorðna.
Hotel Cala Font er góður kostur þegar ferðast er til Salou. Starfsfólk hótelsins er alltaf tilbúið að aðstoða gesti við að plana dagsferðir, aðstoða þá við að leigja bíla og leiðsegja þeim um svæðið.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 110 km
- Strönd: 0,2 km á Cala de Font ströndina
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
Las Vegas, Salou
Vefsíða hótels
Hotel Las Vegas er vinsælt hótel á fallegum stað við sjávarsíðuna. Stutt í ströndina, skemmtigarða og góðar samgöngur.
Á hótelinu eru 282 smekklega hönnuð herbergi sem innréttuð eru í einstökum stíl og í góðum gæðum. Herbergin skiptast í einstaklingsherbergi og tveggja til þriggja manna herbergi. Mikið er lagt upp úr þægindum og hönnunin á herbergjum er björt með litríkum tónum. Parket er á gólfum. Öll herbergin hafa loftkælingu, frítt internet og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum. Á herbergjunum en þó ekki öllum Junior svítunum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergin eru með marmaraflísum en þar eru sturta og baðkar, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á veitingastað hótelsins er boðið upp morgunverð af girnilegu hlaðborði. Á kvöldin eru bornir fram spænskir og alþjóðlegir réttir, einnig af hlaðborði. Á hótelinu eru líka þrír barir, einn þeirra er opinn allan sólarhringinn og þar er hægt að slaka á með ljúffengan og svalandi drykk í hönd. Í grennd við hótelið eru líka margir góðir veitingastaðir og skemmtistaðir.
Hótelgarðurinn er fallega hannaður með góðri sundlaug og þægilegri aðstöðu til afslöppunar og sólbaðsiðkunar. Hótelið er aðeins í um 100m fjarlægð frá ströndinni svo það er stutt í fjörið við sjóinn. Á hótelinu er fín líkamsræktaraðstaða svo gestir geta tekið vel á því í fríinu, til dæmis með því að taka þátt í skipulögðum tímum. Boðið er upp á skemmtidagskrá í hótelgarðinum. Ýmislegt er í boði fyrir börn sem gerir hótelið mjög fjölskylduvænt. Þar er krakkaklúbbur, leikherbergi og leiksvæði utandyra. Stutt er í skemmtigarða og vatnagarða.
Hotel Las Vegas er góður kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna. Góð þjónusta er við gesti og starfsfólk gestamóttökunnar er alltaf tilbúið til að aðstoða við hvaðeina, til dæmis að bóka ferðir eða leigja bíla. Staðsetning er frábær, aðeins nokkrum skrefum frá ströndinni og stutt ganga í miðbæinn.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 135 km
- Strönd: 100 m á strönd
- Strönd: 1,8 km á Cala de la Font ströndina
- Miðbær: Göngufæri við miðbæ
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
Ohtels Villa Dorada, Salou
Fæði
- Án fæðis
Olympus Palace, Salou
Fæði
- Án fæðis
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef FF
4
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi