Las Palmas, Gran Canaria
Sameinaðu borg, sól og strönd
Myndagallerí
Sameinaðu borg, sól og strönd
Beint flug með Icelandair frá október fram í apríl.
Lækkaðu verð ferðarinnar Vildarpunktum
Las Palmas er dásamleg borg og iðandi af mannlífi. Veitingastaðir, barir, klúbbar, verslunarmiðstöðvar og ströndin allt í góðu göngufæri.
Las Palmas, höfuðborg Gran Canaria er ótrúleg náttúruundur. Stórbrotin náttúrufegurð Gran Canaria er nægilega góð ástæða fyrir því að þú ættir að heimsækja Las Palmas. Þéttbýlisströndin Playa de las Canteras er um 40 km löng og útivistarævintýri aldrei langt undan.
Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Las Palmas og aftur á leiðinni heim.
Las Palmas, Gran Canaria
Sameinaðu borg, sól og strönd
Beint flug með Icelandair frá október fram í apríl.
Lækkaðu verð ferðarinnar Vildarpunktum
Las Palmas er dásamleg borg og iðandi af mannlífi. Veitingastaðir, barir, klúbbar, verslunarmiðstöðvar og ströndin allt í góðu göngufæri.
Las Palmas, höfuðborg Gran Canaria er ótrúleg náttúruundur. Stórbrotin náttúrufegurð Gran Canaria er nægilega góð ástæða fyrir því að þú ættir að heimsækja Las Palmas. Þéttbýlisströndin Playa de las Canteras er um 40 km löng og útivistarævintýri aldrei langt undan.
Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Las Palmas og aftur á leiðinni heim.
-
Hagnýtar upplýsingar
-
Verslun og þjónusta
Hagnýtar upplýsingar
Flug:
Flugtíminn er um fimm og hálf klukkustund.
Farangur:
Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
Landfræðileg lega:
Kanaríeyjar eru sjö talsins og er Gran Canaria sú þriðja stærst, 1.532 ferkílómetrar og liggur rúmlega 200 km út frá strönd Marokkó í Afríku.
Íbúafjöldi:
Á Kanaríeyjum búa rúmlega 2,1 milljón manns, þar af um 850 þúsund á Gran Canaria.
Tímamismunur:
Á veturna eru Kanaríeyjar í sama tímabelti og Ísland, en á sumrin eru eyjarnar klukkutíma á undan.
Mynt:
Evra.
Hraðbankar:
Mjög víða.
Greiðslukort:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kredit- eða debetkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með kortum, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
Hitastig og veður:
Kanaríeyjar státa af veðurblíðu og mildu loftslagi árið um kring þar sem hafgola og hafstraumar sjá um að halda hitanum jöfnum og þægilegum árið um kring. Það hefur því verið sagt að á Kanaríeyjum ríki eilíft vor með að jafnaði um 20-25°C á daginn, en getur farið upp í 28-30°C yfir sumarmánuðina.
Öryggi:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður.
Tryggingar:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
Rafmagn:
220 volt.
Apótek:
Á spænsku bera þau nafnið Farmacia og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Þau eru yfirleitt opin alla virka daga frá kl. 09:00 til 13:30 og frá 17:00 til 20:00 en þó er það aðeins breytilegt milli staða. Á laugardögum eru flest apótek opin fyrir hádegi. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum, en við bendum fólki á að hafa samband í neyðarsíma okkar ef það þarf á lækni að halda. Það er alltaf eitthvert apótek opið allan sólarhringinn og hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í móttöku gisti-staðar hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni.
Bankar:
Eru opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá kl. 09:00 til 12:00. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er orðið algengt að biðja fólk um PIN númer korts líkt og á Íslandi.
Kranavatnið:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
Mosquitoflugur:
Lifa á Gran Canaria og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum). Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
Salt:
Í miklum hita þá eykst útgufun í líkamanum og við það töpum við salti. Afleiðingar saltskorts geta verið slappleiki, almennt orkuleysi og mikil svefnþörf. Fólk getur orðið veikt og jafnvel fallið í yfirlið. Ef það gerist þá er ráðlegt að leita læknis. Því getur verið mikilvægt að neyta meira salts er venjulega meðan á dvöl ykkar stendur hér. Ágætt er að borða saltaðar matvörur reglulega eins og til dæmis salthnetur, saltstangir eða kartöfluflögur. Mikilvægt er að gleyma ekki að gleyma ekki börnunum því þau þurfa líka á auknu salti að halda.
Siesta:
Hér tíðkast hjá mörgum að fara í hádegishlé, svokallaða siestu, um miðjan daginn og loka þá mörg þjónustufyrirtæki, skrifstofur og verslanir frá 13:30 í um það bil tvo tíma. Flestir stórmarkaðir loka þó ekki um miðjan daginn.
Þjórfé:
Það er til siðs að gefa þjórfé ef fólk er ánægt með þjónustu sem því er veitt. Þó er enginn skyldugur til að gefa. Á veitingastöðum er ágætt að miða við 5-10% þjórfé. Herbergisþernum er yfirleitt gefið 5-10 evrur á viku og einnig er rútubílstjórum gefið þjórfé í lok sérferðar.
Þvottahús:
Heita á spænsku Lavandería og er þau að finna á sumum gististöðum. Einnig eru þvottahús oft í verslunarmiðstöðvum.
Verslun og þjónusta
Verslanir í Las Palmas:
EL CORTÉ INGLÉS er stór verslun með mikið vöruúrval og hægt að finna flesta hluti svo sem fatnað, skó, gjafavöru, snyrtivörur, rafmagnsvörur, matvörur o.fl. Verslunin er í tveimur húsum sem eru sitt hvoru megin við götuna Mesa y Lopez. Við sömu götu má einnig finna þekktar verslanir.
Í VEGUETA hverfinu eru göngugötur þar sem margar litlar verslanir eru staðsettar. Flestar verslanirnar loka í ,,siestunni” sem er frá kl. 13:30 – 16:30. Þarna eru m.a. verslanirnar H&M, Mango, Punto Roma, Bershka og Stradivarius.
LAS ARENAS er verslunarmiðstöð á þremur hæðum þar sem hægt er að finna úrval verslana.
EL MUELLE er staðsett við höfnina og þar er að finna hinar ýmsu verslanir. Þar má nefna meðal annars C&A, Zara, H&M, Bershka og Mango.
SIETE PALMAS er stór verslunarmiðstöð í útjaðri borgarinnar. Þar eru allar helstu verslanirnar en að auki er El Corté Inglés í nágrenninu.
Markaðir í Las Palmas:
VEGUETA hverfið í Las Palmas er með sinn markað alla sunnudaga frá kl. 10:00 til 14:00.
LAS PALMAS RASTRO er nálægt strætóstoppistöðinni við San Telmo garðinn. Markaðurinn er einnig flóamarkaður og er opinn allar helgar frá kl. 10:00 til 14:00.
MOYA markaðurinn er á strætóstoppistöðinni ,,Estación de Guaguas” á sunnudögum frá kl. 08:00 til 14:00.
Verslun og prútt: Verðlag á Gran Canaria þykir hagstætt þar sem eyjan er fríhöfn. Þar er því gott að freista þess að gera góð kaup á varningi á borð við úr, skartgripi, myndavélar, hljómtæki og aðrar rafmagnsvörur. Hjá götusölum og á mörkuðum er svo um að gera að reyna fyrir sér í prútt-tækninni.
Söfn í Las Palmas
Nýlistasafnið (Centro Atlántico de Arte Moderno) er staðsett í Vegueta hverfinu og býður uppá fjölbreytilegar sýningar á verkum listamanna. Safnið er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 10:00 - 21:00. Opnunartími á sunnudögum er frá kl. 10:00 - 14:00 en lokað er á mánudögum.
KÓLUMBUSARHÚSIÐ (Casa Museo de Colón) er í Vegueta hverfinu. Safnið er í húsi fyrsta landstjórans og er það tileinkað ferðum og landafundum Kólumbusar. Opnunartími er mánudaga til föstudaga kl. 09:00 - 19:00 og kl. 09:00 - 14:00 um helgar.
Pérez Galdós safnið (Casa Museo Pérez Galdós) í Triana hverfinu er staðsett í húsinu þar sem leikritaskáldið Benito Pérez Galdós fæddist árið 1843. Í safninu má finna
handrit, myndir og muni sem tilheyrðu skáldinu. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 - 14:00.
KANARÍSAFNIÐ (Museo Canario) sýnir menningu og sögu frumbyggjanna. Opnunartími safnsins er mánudaga til föstudaga kl. 10:00 - 20:00 og um helgar kl. 10:00 - 14:00.
TÆKNISAFNIÐ (Museo Elder de la Ciencia y la Tecnología) er fjölbreytt tækniminjasafn þar sem meðal annars má sjá gamlar gerðir af orustuþotum, vélahlutum og bílum. Flugstjórnarklefi er á staðnum þar sem fólk getur sett sig í spor flugmanna og stýrt flugvél. Margir tilraunakassar eru á safninu þar sem fólk getur sjálft prófað og sannað eðlisfræðilegar uppfinningar. Einnig er bíósalur þar sem hinar ýmsu nýjungar eru sýndar í þrívídd. Þetta er skemmtilegt safn sem gaman er að skoða aftur og aftur. Tæknisafnið er opið frá þriðjudegi til sunnudags frá kl. 10:00 - 20:00 en lokað er alla mánudaga.
Leigubílar eru þægilegasti ferðamátinn. Þeir eru ekki dýrir og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru hvítir að lit og það logar grænt ljós á þeim ef þeir eru lausir. Hægt er að láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá fyrir sig en einnig er einfalt að veifa þeim út á götu. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar og lengri vegalengdir. Góð regla að spyrja um verð áður en lagt er af stað í lengri ferðir.
Gististaðir
Kort
Myndagallerí
Design Plus Bex Hotel, Las Palmas
Í höfuðborginniRétt hjá ströndinni
Fallegt útsýni
» Nánar
Design Plus Bex Hotel, Las Palmas
Vefsíða hótels
Fallega og nútímalega hannað fjögurra stjörnu "boutique" hótel staðsett á frábærum stað í Las Palmas höfuðborg Gran Canaria.
Hótelið hefur allt verið nýlega tekið í gegn og má þar m.a. finna móttöku sem er opin allan sólarhringinn, líkamsræktaraðstöðu, bar og veitingastað þar sem reiddur er fram morgunverður. Upp á þaki hótelsins er glæsilegur bar og er þar hægt að gæða sér á gómsætum réttum og svala þorstanum með ljúffengum drykkjum á meðan horft er yfir borgina. Þarna er einnig sólbaðsaðstaða og sturtur.
Herbergin eru öll fallega hönnuð og hægt er að velja um deluxe herbergi eða superior. Öll eru þau með sjónvarpi, síma, minibar, loftkælingu og öryggishólfi. Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.
Góður kostur fyrir þá sem vilja vera í Las Palmas en þar má finna iðandi mannlíf, fallegar byggingar og þröng stræti, ásamt úrvali verslana og veitingastaða. Falleg og skemmtileg strönd er í Las Palmas en hún heitir Las Canteras og er aðeins í 3 mín. göngufjarlægð frá hótelinu.
Ath.Fararstjórar VITA eru ekki í Las Palmas en hægt er að nálgast þá í þjónustusíma.
Fjarlægðir
- Miðbær: Rétt hjá
- Strönd: 3.mín gangur
- Veitingastaðir: Allt um kring
- Flugvöllur: 26 km.
Aðstaða
- Sturta
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Expresso kaffivél: Í superior herbergjum
- Aðgengi fyrir fatlaða: Já
Vistarverur
- Hraðsuðuketill
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
- Íbúðir/herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða: Þarf að sérpanta
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Lemon and Soul Hotel, Las Palmas
Í Las PalmasRétt hjá ströndinni
Góð staðsetning
» Nánar
Lemon and Soul Hotel, Las Palmas
Vefsíða hótels
Vel staðsett þriggja stjörnu hótel í Las Palmas, aðeins steinsnar frá Las Canteras ströndinni og aðeins í 800 metra fjarlægð frá miðbænum. Allt um kring eru veitingastaðir og verslanir.
Á hótelinu er móttaka opin allan sólarhringinn og upp á þakinu er sólbaðsaðstaða og jacuzzi. Öll herbergin sem samtals eru 71 voru tekin í gegn árið 2019, öll eru þau búin þægindum eins og sjónvarpi,síma, loftkælingu, þráðlausu interneti og fullbúnu baðherbergi þar sem er sturta og hárþurrka.
Í boði eru Standard herbergi sem eru með útsýni yfir götuna og Standard Economy herbergi, í báðum herbergja týpum geta verið allt að einn til tveir einstaklingar.
Góður kostur fyrir þá sem vilja dvelja í höfuðborginni og njóta alls þess sem hún hefur uppá að bjóða
Ath. Fararstjórar VITA eru ekki staðsettir í Las Palmas en hægt er að nálgast þá í þjónustusíma.
Fjarlægðir
- Strönd: 160 m.
- Veitingastaðir: Allt um kring
- Flugvöllur: 28 km
Aðstaða
- Sturta
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
- Eldhúsaðstaða: Í sumum herbergjatýpum
- Handklæði fyrir hótelgarð: Gegn aukagjaldi
Vistarverur
- Lín og handklæðaskipti
- Sjónvarp
- Þrif
- Hárþurrka
- Verönd/svalir: Aðeins við fjölskylduherbergi
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Hotel Cristina by Tigotan, Las Palmas
Fyrir 16.ára og eldriStaðsett í Las Palmas
Mjög góð aðstaða
» Nánar
Hotel Cristina by Tigotan, Las Palmas
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef LPA
5:30 klst.
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi