Costa del Sol
Skemmtileg og þægileg
Myndagallerí
Skoða tilboðMalaga, Fuengirola, Torremolinos, Benalmadena, Estepona og Marbella
Dásamleg sólarströnd, fjölbreytt og skemmtileg
Hvað gæti verið dásamlegra en að eyða fríinu sínu á sólarströnd?
Costa del Sol nær yfir meira en 150 km af suðurströnd Spánar og hefur byggst upp sem einn vinsælasti áfangastaður í Evrópu, vegna frábærrar staðsetningar. Veðurfar svæðisins er með allra besta móti og endurspeglast ekki síst í því að nafn þess, Costa del Sol, þýðir einfaldlega Sólarströnd. Það nafn ber svæðið svo sannarlega með rentu því gera má ráð fyrir um 24°C meðalhitastigi, um 300 sólardögum á ári og strendurnar eru snyrtilegar og líflegar. Höfuðstaður svæðisins er Malaga en strandlengjan teygir sig yfir nokkra heillandi bæjarkjarna sem áður voru fiskiþorp og hefur hver kjarni sín sérkenni. Stærstu kjarnarnir eru Marbella/Puerto Banus, Benalmadena, Torremolinos og Fuengirola. Ásamt borginni Malaga sem er næststærsta borg Spánar.

Marbella og Puerto Banus
Marbella hefur löngum þekkst sem leikvöllur hinna ríku og frægu enda eru skemmtisnekkjur, golfbílar og merkjavara algeng sjón þar um slóðir. Þar er stutt í lúxusinn sem gerir það að verkum að svæðið hefur á sér stórborgarlegan blæ en um leið vel varðveitta andalúsíska sögu, til dæmis er þar vel varðveittur, gamall bæjarkjarni. Veitingastaðir í heimsklassa, lúxushótel og keppnisgolfvellir laða að sér ákveðna tegund ferðamanna. Svæðið er þekkt fyrir hágæða tískuverslanir, líflega næturklúbbamenningu og auðvitað Puerto Banus hafnarsvæðið þar sem hægt er að ganga um, virða fyrir sér snekkjurnar og njóta útsýnisins. Veðurfarið er einstaklega gott í Marbella því þar er mikið skjól og sjórinn því stilltur. Í verslunarmiðstöðinni „La Canada“ er að finna allar helstu verslanir og merkjavöru.

Benalmadena og Torremolinos
Strandbæirnir Benalmadena og Torremolinos eru hlið við hlið en þó eru þeir ólíkir og hafa ólíkt andrúmsloft. Benalmadena costa er við ströndina og þar eru flest hótelin. Puerto Marina höfnin er mjög vinsæll ferðamannastaður. Þar eru einnig líflegir veitingastaðir og barir. Við sjávarsíðuna er fjöldinn allur af litlum sandströndum til að prófa og á þeim stærri er öll helsta þjónusta. Meðfram strandlengjunni er göngugata sem nær alla leiðina til Torremolinos en þar er hægt að rölta um í rólegheitum, dag sem nótt og grípa sér tapas eða ljúffenga fiskrétti. Í Benalmadena er sjávardýragarðurinn Sea Life.

Þrátt fyrir að Torremolinos hafi verið fyrsti bærinn á þessu svæði til að fara frá því að vera fiskiþorp í það að vera alvöru alþjóðlegur ferðamannastaður, um miðja síðustu öld, hefur hann þó haldið í sinn ósvikna bæjarbrag og stoltið yfir upprunanum er augljóst. Þetta er áfangastaður sem er unun að heimsækja allt árið um kring, því veðrið er hlýtt og viðmótið sömuleiðis. Göngugata nær frá Benalmadena og alla leið í gegnum Torremolinos og þar sem nánast engin bílaumferð er í næsta umhverfi strandlengjunnar fylgir göngunni mikil afslöppun. Fjölmargir veitingastaðir, barir og klúbbar eru á svæðinu svo þar ætti engum að leiðast.

Fuengirola
Fuengirola er vinsæll áfangastaður sem laðar að sér hvers konar sóldýrkendur. Mikið skjól á svæðinu gerir það að verkum að þarna er afar milt veðurfar og stilltur sjór. Svæðið hentar því fyrir alla; fjölskyldur sem vilja leika sér á ströndinni og í sjónum, ferðamenn sem vilja slaka á við sjávarsíðuna og þá sem hafa áhuga á að stunda vatnaíþróttir af ýmsu tagi. Í Fuengirola, eins og hinum bæjunum, eru margar góðar sandstrendur þar sem hægt er að leigja sólbekki, leggjast niður með kaldan drykk í hönd og sleikja sólina. Einnig er hið sígilda í boði eins og að fara á brimbretti, vindbretti, sjóskíði, hjólabát, stunda köfun, siglingar eða fara að veiða. Eftir strandlengjunni liggur göngugata þar sem val er um klúbba, veitingastaði, kaffihús og bari – allt eftir því hver stemningin er hverju sinni.

Andrúmsloftið á Costa del Sol er afslappað en þar er þó jafnframt fjörugt næturlíf fyrir þá sem vilja fara út að skemmta sér. Fjölmargir góðir veitingastaðir og barir eru á svæðinu og gaman að upplifa matarmenningu og vínmenningu Andalúsíu en héraðið er eitt fremsta víngerðarsvæði Spánar. Segja má að á Costa del Sol sé allt til alls fyrir fríið í sólinni; vatnaíþróttir og fjölbreyttir útivistarmöguleikar, skemmtigarðar, menning, verslun og frábær tækifæri til sólbaðsiðkunar. Costa del Sol er einnig eitt besta golfhérað Spánar en þar eru meira en 60 flottir vellir. Hvað meira þarf til?

Costa del Sol
Malaga, Fuengirola, Torremolinos, Benalmadena, Estepona og Marbella
Dásamleg sólarströnd, fjölbreytt og skemmtileg
Hvað gæti verið dásamlegra en að eyða fríinu sínu á sólarströnd?
Costa del Sol nær yfir meira en 150 km af suðurströnd Spánar og hefur byggst upp sem einn vinsælasti áfangastaður í Evrópu, vegna frábærrar staðsetningar. Veðurfar svæðisins er með allra besta móti og endurspeglast ekki síst í því að nafn þess, Costa del Sol, þýðir einfaldlega Sólarströnd. Það nafn ber svæðið svo sannarlega með rentu því gera má ráð fyrir um 24°C meðalhitastigi, um 300 sólardögum á ári og strendurnar eru snyrtilegar og líflegar. Höfuðstaður svæðisins er Malaga en strandlengjan teygir sig yfir nokkra heillandi bæjarkjarna sem áður voru fiskiþorp og hefur hver kjarni sín sérkenni. Stærstu kjarnarnir eru Marbella/Puerto Banus, Benalmadena, Torremolinos og Fuengirola. Ásamt borginni Malaga sem er næststærsta borg Spánar.

Marbella og Puerto Banus
Marbella hefur löngum þekkst sem leikvöllur hinna ríku og frægu enda eru skemmtisnekkjur, golfbílar og merkjavara algeng sjón þar um slóðir. Þar er stutt í lúxusinn sem gerir það að verkum að svæðið hefur á sér stórborgarlegan blæ en um leið vel varðveitta andalúsíska sögu, til dæmis er þar vel varðveittur, gamall bæjarkjarni. Veitingastaðir í heimsklassa, lúxushótel og keppnisgolfvellir laða að sér ákveðna tegund ferðamanna. Svæðið er þekkt fyrir hágæða tískuverslanir, líflega næturklúbbamenningu og auðvitað Puerto Banus hafnarsvæðið þar sem hægt er að ganga um, virða fyrir sér snekkjurnar og njóta útsýnisins. Veðurfarið er einstaklega gott í Marbella því þar er mikið skjól og sjórinn því stilltur. Í verslunarmiðstöðinni „La Canada“ er að finna allar helstu verslanir og merkjavöru.

Benalmadena og Torremolinos
Strandbæirnir Benalmadena og Torremolinos eru hlið við hlið en þó eru þeir ólíkir og hafa ólíkt andrúmsloft. Benalmadena costa er við ströndina og þar eru flest hótelin. Puerto Marina höfnin er mjög vinsæll ferðamannastaður. Þar eru einnig líflegir veitingastaðir og barir. Við sjávarsíðuna er fjöldinn allur af litlum sandströndum til að prófa og á þeim stærri er öll helsta þjónusta. Meðfram strandlengjunni er göngugata sem nær alla leiðina til Torremolinos en þar er hægt að rölta um í rólegheitum, dag sem nótt og grípa sér tapas eða ljúffenga fiskrétti. Í Benalmadena er sjávardýragarðurinn Sea Life.

Þrátt fyrir að Torremolinos hafi verið fyrsti bærinn á þessu svæði til að fara frá því að vera fiskiþorp í það að vera alvöru alþjóðlegur ferðamannastaður, um miðja síðustu öld, hefur hann þó haldið í sinn ósvikna bæjarbrag og stoltið yfir upprunanum er augljóst. Þetta er áfangastaður sem er unun að heimsækja allt árið um kring, því veðrið er hlýtt og viðmótið sömuleiðis. Göngugata nær frá Benalmadena og alla leið í gegnum Torremolinos og þar sem nánast engin bílaumferð er í næsta umhverfi strandlengjunnar fylgir göngunni mikil afslöppun. Fjölmargir veitingastaðir, barir og klúbbar eru á svæðinu svo þar ætti engum að leiðast.

Fuengirola
Fuengirola er vinsæll áfangastaður sem laðar að sér hvers konar sóldýrkendur. Mikið skjól á svæðinu gerir það að verkum að þarna er afar milt veðurfar og stilltur sjór. Svæðið hentar því fyrir alla; fjölskyldur sem vilja leika sér á ströndinni og í sjónum, ferðamenn sem vilja slaka á við sjávarsíðuna og þá sem hafa áhuga á að stunda vatnaíþróttir af ýmsu tagi. Í Fuengirola, eins og hinum bæjunum, eru margar góðar sandstrendur þar sem hægt er að leigja sólbekki, leggjast niður með kaldan drykk í hönd og sleikja sólina. Einnig er hið sígilda í boði eins og að fara á brimbretti, vindbretti, sjóskíði, hjólabát, stunda köfun, siglingar eða fara að veiða. Eftir strandlengjunni liggur göngugata þar sem val er um klúbba, veitingastaði, kaffihús og bari – allt eftir því hver stemningin er hverju sinni.

Andrúmsloftið á Costa del Sol er afslappað en þar er þó jafnframt fjörugt næturlíf fyrir þá sem vilja fara út að skemmta sér. Fjölmargir góðir veitingastaðir og barir eru á svæðinu og gaman að upplifa matarmenningu og vínmenningu Andalúsíu en héraðið er eitt fremsta víngerðarsvæði Spánar. Segja má að á Costa del Sol sé allt til alls fyrir fríið í sólinni; vatnaíþróttir og fjölbreyttir útivistarmöguleikar, skemmtigarðar, menning, verslun og frábær tækifæri til sólbaðsiðkunar. Costa del Sol er einnig eitt besta golfhérað Spánar en þar eru meira en 60 flottir vellir. Hvað meira þarf til?

-
Hagnýtar upplýsingar
-
Afþreying

Hagnýtar upplýsingar
FLUG:
Flugtíminn er um fjórar og hálf klukkustund.
FARANGUR
Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Sjá nánar á vefsíðu Icelandair.
TÍMAMISMUNUR:
Á sumrin er tímamismunurinn tvær klukkustundir, á undan. Á veturnar er tímamismunurinn ein klukkustund á undan.
GREIÐSLUKORT:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
SIESTA
Margir fara í hádegisverðarhlé um miðjan daginn og loka flest þjónustufyrirtæki, skrifstofur og verslanir frá um það bil 13:30 til um það bil 16:30 eða í u.þ.b. 3 tíma.
ÖRYGGI:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður.
SÓLBÖÐ
Ráðlagt er að fara varlega í sólböðin fyrstu dagana eftir komu, eða á meðan húðin er að venjast sólinni. Góð regla er að bera alltaf á sig sólaráburð nokkrum mínútum áður en farið er út í sólina. Bera verður á líkamann með reglulegu millibili til að viðhalda virkni og forðast þannig sólbruna. Munið að drekka nóg af vatni þegar legið er í sólbaði, fyrst og fremst til að forðast sólsting og/eða uppþornun. Einkenni sólstings eru ógleði, þreyta, höfuðverkur og jafnvel hár hiti. Gott ráð við roða eða vægum sólbruna er að bera Aloe Vera- krem eða hreina jógúrt á svæðið. Einnig er ráðlagt að nota höfuðfat til að forðast sólsting.
TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korta- eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
APÓTEK:
Apótek bera nafnið Farmacia á spænsku og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum. Sum apótek eru með næturopnun og hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í hótelmóttöku um hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni. Annars eru þau opin til 20:00.
LÆKNISÞJÓNUSTA
Ef grunur leikur á veikindum skal hiklaust leita til læknis. Sama á við ef slys verða. Á svæðinu eru læknastofur (Clínica) sem bjóða upp á læknisþjónustu allan sólarhringinn. Þar eru yfirleitt enskumælandi læknar sem geta komið í vitjun á gististaði ef þess er óskað. Einnig bendum við á að móttakan á hótelinu getur verið ykkur innan handar
Mikilvægt er að hafa vegabréf og tryggingarskjöl (bláa alþjóðlega tryggingarskírteinið frá TR E-111) meðferðis þegar læknisaðstoðar er leitað.
BANKAR:
Oftast opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Á laugardögum er stundum opið frá kl. 09:00 til 12:00. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er fólk stundum beðið um að sýna vegabréf til að staðfesta að þeir eigi kortið.
KRANAVATNIÐ:
Bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
MOSQUITOFLUGUR:
Lifa hér og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum). Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
ÞJÓRFÉ:
Það tíðkast að gefa 5-10% þjórfé fyrir góða þjónustu, og á það sérstaklega við um veitingastaði. Í leigubílum, á kaffihúsum og börum er stundum upphæðin rúnuð að næstu heilu tölu. Oftast er þjórfé skilið eftir á borðinu. Stundum er sérstakt þjónustugjald innifalið.
BÍLALEIGUBÍLAR
Rétt er að hafa í huga að væntanlegur ökumaður þarf að hafa gilt ökuskírteini og vegabréf til að geta tekið bíl á leigu. Við árekstur þarf alltaf að kalla til lögreglu og fylla út skýrslu, bæði fyrir bílaleiguna og leigutaka. Ath. rafræn ökuskirteini eru ekki gild á Spáni.
ALMENNINGSVAGNAR
Ganga yfirleitt á 15-30 mínútna fresti.
LEIGUBÍLAR
Eru þægilegasti ferðamátinn og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru vanalega hvítir að lit með gulu skilti og ljósi á þeim ef þeir eru lausir. Auðveldast er að veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá.
Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir. Einnig er hægt að nota bæði Uber og Bolt.

Afþreying
Á Costa del Sol er svo sannarlega eitthvað fyrir alla. Gaman er að skoða Sohail kastala í Fuengirola, taka kapalvagn í gegnum Benalmadena, fara á markaði og leita að dýrgripum og ganga um stræti Malaga.
Museu Picasso
Áhugavert safn í Malaga en listmálarinn Pablo Picasso bjó í borginni fyrstu 10 ár ævi sinnar. Á safninu eru til sýnis fjölmörg verk, m.a. málverk, höggmyndir, skissur o.fl. sem fjölskylda Picasso gaf safninu. Safnið er staðsett í 200 metra fjarlægð frá fæðingarstað listamannsins. Í kjölfar heimsóknar á safnið er gaman að ganga um gamla bæinn og hafnarsvæðið í Malaga og jafnvel skella sér inn á góðan tapas bar.
Dómkirkjan í Malaga
Annar spennandi viðkomustaður. Kirkjan var byggð á árunum 1528-1782 og bæði ytri og innri hönnun er í endurreisnarstíl. Í kirkjunni eru ýmis falleg listaverk sem unun er af að skoða.
Nerja hellarnir eða Cueva de Nerja
Hellar sem ná yfir 5 kílómetra svæði en þeir eru eitt helsta aðdráttarafl Spánar og gríðarlega vinsælir. Reglulega eru haldnir tónleikar í einum af hellunum því hljómburðurinn í þeim er frábær.
Alcazaba
Hallarvirki sem er hluti af virki borgarinnar, ævaforn og áhugaverður staður og mjög vinsæll vegna sögu- og menningararfleifðar.
Auk allra hinna fjölmörgu áhugaverðu viðkomustaða sem eru á Costa del sol svæðinu er það umkringt spennandi borgum, þorpum og öðru sem tilvalið er að fara í dagsferðir og heimsækja.
Til að nefna nokkur eru Gíbraltar, höfði sem er undir stjórn Breta. Þar er spennandi að kíkja á apana sem eru frjálsir á svæðinu og ansi bíræfnir. Gaman er að gefa þeim hnetur eða álíka snarl. Ferðir yfir Gíbraltar til Marokkó eru líka í boði og fararstjóri getur veitt upplýsingar um þær. Þá er keyrt til Algeciras þar sem ferja er tekin til borgarinnar Tanger. Þar opnast nýr ævintýraheimur með áhugaverðum mat, mörkuðum og líflegu umhverfi.
Borgin Cordóba með sína fornu sögu- og menningarminjar er mjög áhugaverð. Bærinn Ronda er algjör gimsteinn í fallegu umhverfi. Hann er staðsettur í um 100 km frá höfuðborginni Malaga. Listamenn eins og Ernest Hemingway og Orson Welles dvöldu allmörg sumur í La Ciudad og fengu innblástur frá svæðinu.
Síðast en ekki síst er það borgin Granada þar sem meðal annars er hægt að skoða hina stórbrotnu Alhambra, gríðarmikla höll og virki sem varðveist hefur vel. Margir vilja meina að hún sé eitt af undrum veraldar. Innan Alhambra eru íburðarmiklar hallarbyggingar, virki og stórfenglegir garðar. Allt þetta var byggt á mörg hundruð ára tímabili. Í höllinni áttu íslamskir konungar aðsetur um aldir og lagði hver sitt af mörkum til að bæta og fegra. Höllin er langvinsælasti áfangastaður ferðamanna á Spáni.
Fjölbreytt afþreying á svæðinu:
Sea Life
Notalegur og áhugaverður sjávardýragarður. Hann er ekki stór en þarna er að finna hákarla, otra, kolkrabba, sjóhesta og margt fleira. Einnig má snerta krossfiska og krabba.
Aqualand Torremolinos
Á svæðinu er einnig vatnsleikjagarður, Aqualand, þar sem hægt er að kæla sig niður og skemmta sér ærlega.
Fun Beach Park
Skemmtilegur uppblásinn þrautabraut á La Rada ströndinni. Þar eru rennibrautir, hoppukastalar, klifursvæði, trampólín og fleira. Mjög skemmtilegt fyrir fólk á aldrinum 6-100 ára.
Sjórinn við Costa del sol strandlengjuna inniheldur mikið lífríki og þar búa fjölmargir höfrungar sem heppnir ferðamenn gætu séð, t.d. í bátsferðum, en þeir sem hafa áhuga á að skoða lifandi dýr hafa val um ýmsa dýragarða á svæðinu:
Bioparc
Dýragarður þar sem dýr og fuglar eru í náttúrulegu umhverfi. Þar er manngerður frumskógur og leiksvæði fyrir börnin.
Crocodile Park
Á Costa del sol eru einnig margir aðrir áhugaverðir dýragarðar, til dæmis krókódílagarður þar sem hægt er að skoða dýraríkið í náttúrulegu umhverfi.
Butterfly Park of Benalmadena
Í Benalmadena er fiðrildagarður með yfir 1500 tegundir af fiðrildum!
Gististaðir
Kort
Myndagallerí
Sol Puerto Marina, Torremolinos
ÍbúðahótelSkemmtidagskrá
Alveg við ströndina í Carihuela
» Nánar

Sol Puerto Marina, Torremolinos
Vefsíða hótels

Á hótelinu eru 343 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og íbúðir með einu til tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru rúmgóðar og í þeim er góð birta því veggirnir eru ljósmálaðir og stórir gluggar eru á vistarverum. Parket er á gólfum og sum húsgögn viðarlituð sem gerir hönnunina hlýlega. Í íbúðunum eru svalir með útihúsgögnum en frá flestum svölum er sjávarsýn og góð sól yfir daginn. Í öllum íbúðum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp, sími og öryggishólf. Íbúðirnar hafa einnig fullbúið eldhús með ísskáp, örbylgjuofni, kaffivél, tekatli og brauðrist. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru baðkar og sturta, hárþurrka og hárvörur.
Á hótelinu eru veitingastaðir sem bjóða upp á alþjóðlega og innlenda rétti af hlaðborði. Þrír barir eru á hótelinu þar sem hægt að panta létta rétti og svalandi drykki hvort sem þú ert í kósý stemningu inni á hótelinu, við sundlaugina eða niðri á strönd. Í næsta nágrenni við hótelið eru svo fjölmargir veitingastaðir og barir og margir strandveitingastaðir sem sérhæfa sig í steiktum fiski. Á hótelinu er svo lítil verslun þar sem hægt er að ná sér í nauðsynjar.
Hótelgarðurinn er stór og fallega hannaður með græn svæði, pálmatré og annan gróður og fallega sundlaug en úr garðinum er útsýni til sjávar. Í kringum sundlaugina og barnasundlaugina er góð sólbaðsaðstaða.
Á daginn er krakkaklúbbur ásamt skemmti- og íþróttadagskrá fyrir alla fjölskylduna en við hótelið eru til dæmis tveir tennisvellir og inni á hótelinu er leikjaherbergi. Á kvöldin eru haldin partý, sýndir söngleikir, skemmtanir og lifandi tónlist. Hótelið er á fallegum stað á ströndinni, rétt við göngugötuna sem liggur meðfram strandlengjunni í Torremolinos og aðeins í stuttri göngufjarlægð frá fjörinu á hafnarsvæðinu. Staðsetning hótelsins er þar af leiðandi góð fyrir þá sem vilja skemmta sér því við höfnina eru spilasalir og veitingastaðir, verslanir, klúbbar, barir og mikið mannlíf. Sol Timor Apartamentos hótelið er frábær kostur fyrir ferðamenn sem vilja vera út af fyrir sig en vera nálægt öllu og njóta þjónustu hótelkeðju.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 9 km
- Strönd: 150 m frá La Carihuela á Montemar svæðinu
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Aðgengi fyrir fatlaða: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Pyr Fuengirola
Vefsíða hótels

Pyr Fuengirola hótelið er stórt og reisulegt hótel sem staðsett er á frábærum stað við göngugötuna í Fuengirola. Stutt í fjörið á ströndinni og mannlífið á höfninni.
Á hótelinu eru 220 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og eins til tveggja herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru hins vegar af ýmsum stærðum og gerðum, meðal annars eru í boði fjölskylduíbúðir og þakíbúðir, svo hér ættu fjölbreyttir hópar ferðamanna að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðirnar eru fjölbreyttar að útliti en þær eiga það sameiginlegt að vera bjartar og snyrtilegar. Veggir eru ljósmálaðir og ljósar flísar á gólfum. Húsgögn eru yfirleitt klassísk og viðarlituð. Herbergin eru öll með loftkælingu, fríu interneti, sjónvarpi með gervihnattarásum, svefnsófa og öryggishólfi. Eldhúsin eru vel útbúin með öllu því helsta sem þarf til að gera fríið þægilegt. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er enginn eiginlegur veitingastaður en hægt er að setjast inn á kaffihús sem er líka bar. Þar er hægt að fá sér léttar máltíðir. Einnig er snarlbar starfræktur í hótelgarðinum yfir sumartímann. Í byggingunni eru ýmsir sjálfsalar með drykki og snarl. Hótelið er svo aðeins í nokkurra metra fjarlægð frá fjölmörgum veitingastöðum, kaffihúsum og börum.
Hótelgarðurinn er stór og skemmtilega hannaður með góðum grænum svæðum og gróðri allt um kring. Í honum er góð sundlaug sem er upphituð á veturna og svo sérstök barnasundlaug. Nóg er af plássi til sólbaðsiðkunar og góðir sólbekkir og sólhlífar til staðar. Einnig er sérstök sólbaðsverönd. Á hótelinu er einnig bókasafn og aðgangur að golfvelli.
Í heildina er Pyr Fuengirola hótelið frábær kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna, bæði vegna staðsetningar og fjölbreytni íbúðanna. Hótelið er á strandlengjunni þannig að aðeins nokkur skref eru í afslöppun eða fjör við sjávarsíðuna. Stutt ganga er á höfnina þar sem er mikið og skemmtilegt mannlíf. Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn en þar er til dæmis hægt að leigja bíl til að fara og skoða sig um á svæðinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 24 km
- Strönd: 150 metrar í Fuengirola ströndina
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
- Lyfta: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu
Vistarverur
- Sjónvarp
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Stella Maris, Fuengirola
Vefsíða hótels

Stella Maris hótelið er í nútímalegri byggingu við strandlengjuna. Frábær staðsetning og flott útsýni yfir strandlengjuna og út á hafið. Stutt í helstu samgöngur og í golfið.
Á hótelinu eru 77 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og íbúðir með einu til tveimur herbergjum. Íbúðirnar eru ólíkar en þær eiga það sameiginlegt að vera bjartar, hlýlegar og hönnun þeirra er einföld. Veggir eru ljósmálaðir og húsgögn eru viðarlituð. Á gólfum er parket eða dúkur. Í íbúðunum eru vel útbúin eldhús með öllu því helsta til matargerðar, örbylgjuofni og ísskáp. Í íbúðunum er loftkæling, sjónvarp, öryggishólf og sími ásamt helstu húsgögnum í stofu og eldhúsi. Í öllum íbúðum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum þar sem hægt er að njóta dásamlegs útsýnis út á Miðjarðarhafið. Baðherbergin eru snyrtileg en þar eru sturta og hárþurrka.
Á hótelinu er enginn veitingastaður en þar er bar. Gestir geta því fengið sér svalandi drykk og notið hans á sundlaugarbakkanum. Góðir veitingastaðir, matvöruverslanir og barir eru aðeins í stuttri göngufjarlægð frá hótelinu. Einnig eru verslanir og sjálfsalar í byggingunni.
Hótelgarðurinn er með góðri sundlaug en úr garðinum er fallegt útsýni út á Miðjarðarhafið. Góð aðstaða er til sólbaðsiðkunar í garðinum og nóg pláss. Á hótelinu er einnig leikjaherbergi þar sem hægt er að eyða tímanum innandyra ef gestir hafa fengið nóg af útiverunni.
Í heildina er Stella Maris skemmtilegur kostur fyrir fjölskyldur og aðra ferðamenn sem vilja vera nálægt ströndinni en í eigin íbúð. Hótelið er í stuttri göngufjarlægð frá höfninni og vinsælum stöðum í Fuengirola. Hægt er að leigja bíl í gegnum hótelið til að fara í bíltúr og skoða sig um á svæðinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 23 km
- Strönd: 250 m í Fuengirola strönd
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging
- Aðgengi fyrir fatlaða: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Ísskápur: Lítill
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Iluninion Miramar, Fuengirola
Góð staðsetning og snyrtilegar íbúðir. Skemmtidagskrá og ýmsir viðburðir.» Nánar

Iluninion Miramar, Fuengirola
Vefsíða hótels

Myramar er stórt og afar reisulegt hótel í Fuengirola. Hótelið er vel staðsett á Costa del Sol svæðinu og er aðeins í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá hjarta bæjarins.
Á hótelinu eru 229 íbúðir sem skiptast í eins og tveggja herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru nokkuð vel skipulagðar, þær eru bjartar, veggir eru hvítmálaðir og ljósar flísar eru á gólfum. Íbúðirnar koma fullbúnar með öllu því helsta sem þarf fyrir notalegt frí við sjávarsíðuna; helstu húsgögnum, loftkælingu, sjónvarpi með gervihnattastöðvum, síma og öryggishólfi. Í öllum íbúðum er lítið eldhús með örbylgjuofni, ísskáp og því helsta sem þarf til matargerðar. Svo eru svalir eða verönd við allar íbúðir. Baðherbergin eru snyrtileg en þau eru flísalögð og þar eru baðkar og sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem hægt er að njóta morgunverðar og kvöldverðar af hlaðborði. Einnig er snarlbar á hótelinu en þar er hægt að panta ljúffenga spænska smárétti og bragða á mat frá svæðinu. Nokkrir barir eru á hótelinu, þar á meðal einn við sundlaugina, svo það þarf ekki að fara úr sólinni til að fá sér kaldan drykk en á sundlaugarbarnum er einnig hægt að fá sér snarl yfir daginn.
Hótelgarðurinn er rúmgóður, þar er gríðarstór sundlaug og nóg af plássi og sólbekkjum fyrir alla þá sem vilja sleikja sólina í fríinu. Um 10 mín. ganga er að ströndinni. Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða innanhúss en einnig er íþróttaaðstaða úti og svo er hægt að skella sér í sánu eða panta sér nudd. Á kvöldin eru settar upp sýningar á útisviði í hótelgarðinum. Yfir sumartímann er boðið upp á allskonar skemmtidagskrá og krakkaklúbb fyrir börnin. Einnig er boðið upp á skemmtidagskrá og íþróttaviðburði fyrir fullorðna.
Í heildina er Myramar hótelið snyrtilegt og fjölskylduvænt hótel á góðum stað í Fuengirola. Því er það hentugt fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 mín
- Strönd: 15 mín
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Princesa Playa, Marbella
Vefsíða hótels

Princesa Playa hótelið er frábærlega staðsett íbúðahótel sem stendur við göngugötuna sem liggur meðfram strandlengju Marbella. Stutt í fjörið á ströndinni, verslanir og veitingastaði.
Á hótelinu eru 100 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi. Íbúðirnar eru fullbúnar öllu því sem þarf til að gera dvölina í þeim sem þægilegasta. Þær eru rúmgóðar og nokkuð bjartar en veggir eru ljósmálaðir og parket er á gólfum. Helstu húsgögn eru til staðar og í öllum íbúðum er loftkæling, internet, sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, sími. Einnig eru lítil eldhús með öllum helstu eldunaráhöldum, ísskáp og örbylgjuofni. Íbúðunum fylgja einnig svalir. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru sturta og hárþurrka.
Á áttundu hæð hótelsins er kaffihús eða snarlbar með frábært útsýni yfir strandlengjuna. Þar er hægt að fá góðan morgunverð, snarlrétti og einnig er hægt að panta mat upp á herbergið. Á barnum þar er einmitt fjölbreytt úrval drykkja sem hægt er að sötra á og njóta útsýnisins frá veröndinni. Ýmsir sjálfssalar eru á hótelinu.
Þar sem hótelið er staðsett í miðju svæðisins eru fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og barir í næsta nágrenni við hótelið og því stutt að fara til að fá sér í svanginn.
Á þaki hótelsins er sundlaug sem er upphituð á veturna. Þar er hægt að leggjast á sólbekk eða í hengirúm, jafnvel undir sólhlíf, og slaka á ásamt því að njóta útsýnisins út á hafið og upp í fjöllin. Í setustofunni eru ýmis spil, leikir og fjölbreyttir möguleikar til afþreyingar í boði.
Í heildina er Princesa Playa hótelið góður kostur þegar kemur að því að velja hótel fyrir fríið á Marbella. Leitast er við að gera dvölina sem líkasta því að vera að slaka á heima hjá sér. Staðsetning hótelsins er frábær fyrir alla sem vilja sól, sjó og sand en einnig ganga um og skoða eitthvað eftirminnilegt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 40 km
- Strönd: 200 m í Venus strönd
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Loftkæling: og kynding
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Sol Torremolinos Don Pablo, Torremolinos
Glæsilegt og fjölskylduvæntVið strönd
Stutt í skemmtigarða og golf
» Nánar

Sol Torremolinos Don Pablo, Torremolinos
Vefsíða hótels

Sol Don Pablo hótelið er glæsilegt og fjölskylduvænt hótel á strandlengjunni í Torremolinos. Frábær staðsetning, rétt við göngugötuna. Stutt í skemmtigarða, golfið og fjörið á ströndinni.
Á hótelinu eru 443 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og svítur. Hönnun herbergjanna er nútímaleg, veggir og húsgögn eru í björtum litum en þó er stutt í bláa tóna sem eru einkennandi fyrir Miðjarðarhafsstílinn. Parket er á gólfum og gerir það vistarverurnar hlýlegar. Herbergin eru rúmgóð og með góðum svölum. Á öllum herbergjum eru loftkæling, internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum, öryggishólf, sími, míníbar og skrifborð. Svalir eru með útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru sturta, hárþurrka, snyrtispegill og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu eru veitingastaðir og barir svo gestir hafa ýmsa valkosti þegar kemur að því að skipuleggja kvöldin með fjölskyldu eða vinum. Hlaðborðin á veitingastöðunum svigna undan alþjóðlegum og spænskum kræsingum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Matreiðslufólk leikur listir sýnar í borðsalnum. Nokkrir barir eru á hótelinu, meðal annars sundlaugarbar sem býður upp á snarl yfir daginn, kokteilabar og vínbar.
Hótelkeðjan er með nokkur stór hótel á svæðinu en aðstaða þeirra er opin fyrir gesti á öllum hótelunum. Hótelgarðurinn er því gríðarstór og umkringdur görðum og gróðri sem gerir umhverfi hótelsins mjög heillandi. Fjölmargar útisundlaugar og nuddpottar eru á svæðinu, þar á meðal barnasundlaugar og leiksvæði.
Góð aðstaða til líkamsræktar er á hótelinu og tennisvöllur en einnig er upphituð sundlaug inni á hótelinu og heilsulind þar sem hægt er að slaka á og panta meðferðir. Hægt er að leika borðtennis, spila keiluleiki og eins eru svæði til að iðka ýmsar hópíþróttir, svo sem hafnabolta, körfubolta eða fótbolta. Krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu. Ýmis skemmtidagskrá er í boði, bæði á daginn og á kvöldin þegar settir eru upp söngleikir, sýnd skemmtiatriði og lifandi tónlist er flutt.
Staðsetning hótelsins er frábær en aðeins tekur nokkrar mínútur að ganga niður í miðbæ Torremolinos. Allt um kring eru verslanir, veitingastaðir, kaffihús og barir og svo er stutt í fjörið á ströndinni og í skemmtigörðum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 6 km
- Strönd: 200 m frá Bajondillo Beach
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Sol Torremolinos Don Pedro, Torremolinos
Rétt hjá ströndinniGlæsileg aðstaða
Heilsulind
» Nánar

Sol Torremolinos Don Pedro, Torremolinos

Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
MS Aguamarina Suites hotel, Torremolinos
Gott íbúðahótelVið Bajondillo ströndina
Þaksundlaug
» Nánar

MS Aguamarina Suites hotel, Torremolinos
Vefsíða hótels

MS Aguamarina hótelið er gott íbúðahótel á frábærum stað við Bajondillo ströndina í Torremolinos. Það tekur aðeins um 5 mín að ganga á ströndina. Einnig er stutt í miðbæ Torremolinos. Í kringum hótelið er aragrúi veitingastaða, mikið mannlíf, minigolf völlur ofl.
Á hótelinu eru 130 íbúðir sem skiptast í tveggja til þriggja manna íbúðir og fjölskylduíbúðir. Íbúðirnar eru snyrtilegar og rúmgóðar. Hönnun þeirra er einföld og klassísk en ólík milli íbúða. Mikið er unnið með einfalda, ljósa liti en sterkari litir fá þó víða að njóta sín á húsgögnum og veggjum. Parket er á gólfum sem gerir íbúðirnar hlýlegar. Sumar íbúðir eru með svölum eða verönd en ekki allar. Loftkæling er í öllum íbúðum, internet og sjónvarp með gervihnattastöðvum, sími og öryggishólf. Íbúðirnar eru með litlu eldhúsi þar sem allt hið helsta til léttrar matargerðar er til staðar. Baðherbergin eru snyrtileg og flísalögð. Þau eru með baðkari, sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem boðið er upp á hlaðborð með fjölbreyttu úrvali alls kyns rétta. Hlaðborðið er í boði á morgnana og á kvöldin. Sérstakt hlaðborð er í boði með rétti sem höfða betur til margra barna. Á hótelinu er líka snarlbar þar sem hægt er að fá létta rétti yfir daginn og bragðgóða og svalandi drykki til að njóta við sundlaugina eða í góðri stemningu um kvöldið.
Hótelgarðurinn er góður með sundlaug og barnasvæði. Á þaki hótelsins er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Einnig er innisundlaug á hótelinu, heilsulind og líkamsrækt.
Í heildina er MS Aguamarina hótelið hentugt fyrir ólíka hópa ferðamanna sem koma til Torremolinos í sólina. Staðsetning hótelsins er frábær með góðar sandstrendur í næsta nágrenni en hverfið í kring um hótelið er rólegt þrátt fyrir að stutt sé í stemninguna á ströndinni, klúbbunum, verslunum og veitingastöðum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 6,5 km
- Strönd: 250 m frá El Bajondillo strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Hárþurrka
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
MS Amaragua, Torremolinos
Á sjarmerandi stað
Fallegur hótelgarður
Rúmgóð herbergi
» Nánar

MS Amaragua, Torremolinos
Vefsíða hótels

Hotel MS Amaragua er frábært hótel, nálægt Carihuela, sem er þorp í Torremolinos. Stutt er að ganga að bátahöfninni Puerto Marina. Um 100 m eru í La Carihuela ströndina.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn en þar aðstoðar vingjarnlegt starfsfólk gesti við að skipuleggja fríið og gera það sem ánægjulegast.
Á hótelinu eru 275 herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru innréttuð í litríkum Miðjarðarhafsstíl, húsgögn eru viðarlituð og flísar eru á gólfum. Herbergin eru rúmgóð og með góðum glugga og einnig eru svalir með útihúsgögnum út frá herbergjunum. Á öllum herbergjum má finna loftkælingu, frítt internet, sjónvarp með gervihnattarásum, síma, míníbar og öryggishólf.
Baðherbergin eru rúmgóð og snyrtileg. Þau eru flísalögð en þar er sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem boðið er upp á svæðisbundna rétti ásamt fjölmörgu öðru góðgæti á girnilegu hlaðborði. Gott er að byrja daginn á því að fá sér góðan morgunverð á veitingastaðnum og njóta útsýnisins út á Miðjarðarhafið. Í hótelgarðinum er bar þar sem hægt er að panta sér svalandi drykki og snarl en einnig er bar í anddyri hótelsins.
Hótelgarðurinn er vel skipulagður og gróinn. Hann er rúmgóður og þar sem hann endar tekur við hlý og mjúk sandströndin sem er eins konar framlenging á hótelgarðinum. Í garðinum er svalandi sundlaug og vaðlaug. Á sundlaugarsvæðinu er frábært að liggja í sólbaði, nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Önnur sundlaug er inni á hótelinu og góð heilsulind með gufubaði, sánu, nuddpotti og þar er einnig hægt að panta fjölmargar meðferðir. Einnig er góð líkamsræktaraðstaða á hótelinu.
Á hótelinu er ýmislegt hægt að finna sér að gera. Hægt er að leigja hjól, vélhjól og bíla í gegnum hótelið og kanna nágrennið á eigin vegum. Á hótelinu er meðal annars tennisvöllur, aðstaða til að leika mínígolf, leikvöllur fyrir börnin og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Reglulega er flutt lifandi tónlist fyrir gesti hótelsins. Stutt ganga er á að skemmtilegu bátahöfninni Puerto Marina þar sem smærri skútur og bátar liggja. Þar er mikið mannlíf, bestu sjávarréttar veitingahúsin í Torremolinos og æðisleg strandgata. Carihuela er sjarmerandi þorp og yndislegt að ganga þar um. Vingjarnlegt andrúmsloft og góður matur.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 9 km
- Strönd: 100 m í La Carihuela strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Apartamentos Bajondillo, Torremolinos
SkemmtilegtFrábær staðsetning
Rúmgóðar íbúðir
» Nánar

Apartamentos Bajondillo, Torremolinos
Vefsíða hótels

Bajondillo hótelið er skemmtilegt, stórt íbúðahótel á góðum stað við snyrtilega strandlengju Torremolinos og kristalstært Miðjarðarhafið.
Á hótelinu eru 622 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir, fyrir tvo fullorðna og eitt barn, og íbúðir með einu herbergi sem eru fyrir allt að fjóra fullorðna og eitt barn. Íbúðirnar eru bjartar og snyrtilegar með hvítmálaða veggi og klassískar innréttingar. Í öllum íbúðum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, sími og öryggishólf. Allar íbúðirnar eru með eldhús með ísskáp og öllu því helsta sem þarf fyrir einfalda matargerð. Einnig eru þar borðkrókur, setustofa og svalir eða verönd með útihúsgögnum og frábæru útsýni út á Miðjarðarhafið. Á baðherbergjum er baðkar eða sturta og hárþurrka.
Á hótelinu er kaffihús/bar þar sem morgunverður er framreiddur á hlaðborði. Einnig er veitingastaður þar sem réttir eru bornar fram utandyra og gestir geta notið matarins og útsýnisins um leið. Síðast en ekki síst er tapas veitingastaður við sundlaugina svo gestum gefast tækifæri til að njóta spænskrar matarmenningar.
Í hótelgarðinum er góð sundlaug, þar eru sólbekkir og sólstólar en einnig er hægt að slaka á í hengirúmum. Gróður er í kringum Ýmislegt er hægt að finna sér til skemmtunar á hótelinu, t.d. er þar bókasafn og leikjaherbergi en einnig er borðtennisborð í garðinum svo hægt er að virkja keppnisskapið aðeins. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði, bæði yfir daginn og á kvöldin en til dæmis er stundum í boði lifandi tónlist eða danssýningar. Á sumrin er sérstök skemmtidagskrá fyrir börn.
Stutt frá höfninni og auðvelt að komast í skemmtigarða, vatnsleikjagarða og fleiri viðkomustaði í Torremolinos. Frí bílastæði og frítt skutl frá flugvellinum auðvelda gestum að komast til og frá hótelinu og ferðast um svæðið. Sjálfsafgreiðsluþvottahús er í byggingunni sem er mjög þægilegt, sérstaklega þegar ferðast er með börn.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 7 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Strönd: Við Bajondillo strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Riu Costa del Sol, Torremolinos
Fallegt útsýni
Fyrir fjölskylduna
Rétt hjá ströndinni
» Nánar

Riu Costa del Sol, Torremolinos
Vefsíða hótels

Hotel Riu Costa del Sol hótelið er stórt og glæsilegt hótel og er rétt hjá Los Alamos ströndinni sem tilheyrirTorremolinos.
Á hótelinu eru yfir 550 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Þægindi og slökun einkenna hótelið en herbergin eru nútímaleg og snyrtileg, björt og rúmgóð. Hönnun þeirra er í Miðjarðarhafsstíl, veggirnir eru hvítmálaðir en stutt í fallega bláa tóna. Ljósar flísar eru á gólfum. Á öllum herbergjum eru loftkæling, internet, sjónvarp með gervihnattarásum, lítill ísskápur og öryggishólf. Út frá öllum herbergjum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergin eru nútímaleg og afar snyrtileg en þau eru með sturtu og hárþurrku.
Hótelið stærir sig af góðum mat en veitingastaðirnir bjóða upp á fjölbreytni og góð gæði. Meðal annars er hægt að njóta ítalskra, alþjóðlegra og andalúsískra rétta. Á morgnana er borið fram hlaðborð af ýmsum heitum og köldum réttum en jafnframt er hægt að fylgjast með matreiðslufólki leika listir sínar. Í heildina eru fimm ólíkir barir á hótelinu svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Hótelgarðurinn er vel skipulagður en í honum eru pálmatré og góð aðstaða til sólbaðsiðkunar, sólbekkir við sundlaugarnar og á sólbaðsverönd. Þrjár sundlaugar eru í hótelgarðinum og að auki tilheyrir ein sundlaug heilsulindinni sem starfrækt er inni á hótelinu. Jafnframt er barnasundlaug í garðinum og vatnaleikvöllur þar sem börnin geta leikið sér og kælt sig niður.
Skemmtidagskrá hótelsins er keyrð allan daginn og á kvöldin eru skemmtanir og lifandi tónlist. Þeir sem vilja iðka íþróttir geta til dæmis farið í strandblak, skellt sér á vindbretti eða spilað golf í næsta nágrenni hótelsins. Góð líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og sérstök líkamsræktarprógrömm fáanleg. Heilsulindin er með gufubaði og fjölbreyttum heilsu- og snyrtimeðferðum.
Allt í kringum hótelið eru veitingastaðir, barir, kaffihús og alls konar skemmtun. Útsýnið út á hafið er dásamlegt og stutt í fjörið á ströndinni. Á hótelinu er einstaklega góð þjónusta og gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn. Þar er starfsfólk alltaf tilbúið til að aðstoða gesti við að skipuleggja fríið og gera dagana í sólinni sem ánægjulegasta.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 6 km
- Strönd: Rétt hjá Los Alamos ströndinni
- Miðbær: 4,7 km í miðbæ Torremolinos
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Allt innifalið
Occidental Fuengirola
Vefsíða hótels

Occidental Fuengirola er glæsilegt og nútímalegt hótel í hjarta Costa del Sol. Hótelið er frábærlega staðsett við göngugötuna sem liggur meðfram strandlengjunni. Líflegt umhverfi og stutt í verslanir, veitingastaði og bari.
Á hótelinu eru 316 herbergi af ýmsum stærðum; einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og svítur. Herbergin eru rúmgóð og björt, veggir eru málaðir í ljósum litum og húsgögn eru hvít. Fallegt parket er á gólfum. Herbergin hafa flest sjávarsýn svo frá svölunum er glæsilegt útsýni út á Miðjarðarhafið og hægt að fylgjast með iðandi strandlífinu. Á hótelinu er frítt internet, herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, míníbar, skrifborði, síma og öryggishólfi. Baðherbergin eru afar snyrtileg. Þau eru flísalögð og þar eru sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir, þar á meðal er hægt að velja sér mat af hlaðborði en svo er snarlbar við sundlaugina og bar í anddyrinu. Einnig er kaffihús á hótelinu og stutt í fjölbreytta veitingastaði við göngugötuna en einnig eru matvöruverslanir í grennd við hótelið.
Í hótelgarðinum er öll aðstaða hin glæsilegasta, stór sundlaug og nóg pláss fyrir sólböðin. Einnig er þar sundlaug sem er upphituð yfir vetrartímann svo hægt er að njóta þess að synda í svalandi vatninu allt árið um kring. Aðeins nokkur skref eru frá hótelinu niður á strönd. Góð líkamsræktaraðstaða er á staðnum og ýmislegt hægt að finna sér að gera í nágrenninu.
Occidental Fuengirola er því frábær kostur fyrir pör eða fjölskyldur, hvort sem planið er letilíf við sundlaugina, fjör á ströndinni, að fara út á lífið eða skella sér í golf.
Auðvelt er að komast frá hótelinu á alla helstu áfangastaði á svæðinu, t.d. í vatnsleikjagarðinn.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 25 km
- Strönd: 500m í Playa de Santa Amalia
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Frítt þráðlaust net
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Monarque Fuengirola Park
Fjölskylduvænt hótel og nokkrir veitingastaðir. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.» Nánar

Monarque Fuengirola Park
Vefsíða hótels

Monarque Fuengirola Park hótelið er litríkt, þægilegt, fjölskylduvænt og frábærlega staðsett hótel, rétt hjá ströndinni og göngugötunni í Fuengirola.
Á hótelinu eru 393 herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi og tveggja til þriggja manna herbergi. Herbergin eru björt og rúmgóð, kósý og þægindin eru í fyrirrúmi þegar kemur að hönnun þeirra. Á herbergjunum er internet, loftkæling, sjónvarp, skrifborð, öryggishólf og míníbar. Svalir eða verönd fylgja sömuleiðis öllum herbergjum en frábært útsýni er frá hótelinu út á Miðjarðarhafið. Baðherbergin eru flísalögð. Þar er sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir, þar á meðal líflegur veitingastaður með fjölbreyttum réttum af hlaðborði en einnig er þar rólegur og loftkældur veitingastaður þar sem réttir eru pantaðir af matseðli. Afslappaður bar er í hótelgarðinum en á hótelinu eru tveir aðrir barir/kaffihús þar sem hægt er að sötra kaffi á daginn og dansa eða fara á skemmtisýningar á kvöldin. Í grennd við hótelið eru fjölmargir veitingastaðir og barir, til dæmis frábærir grillstaðir.
Hótelgarðurinn er góður, þar er góð sólbaðsaðstaða við sundlaugina en girt er í kringum hana til öryggis og þæginda fyrir fjölskyldur með börn. Einnig er innisundlaug á hótelinu og sérstök sundlaug fyrir börn. Gestir sem koma á eigin bíl eða hafa tekið bílaleigubíl geta lagt frítt við hótelið. Þegar gestir hafa fengið nóg af sólinni er hægt að flýja inn í leikjaherbergið og spila pílukast eða billjarð en á hótelinu er einnig starfrækt skemmtanateymi sem heldur uppi fjörinu fyrir alla fjölskylduna.
Á hótelinu er heilsulind og innisundlaug.
Í heildina er Monarque Fuengirola Park frábær kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna. Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn, þar er hægt að láta geyma töskur, skipta peningum, bóka ferðir og fá aðstoð við að skipuleggja fríið. Stutt í allt það helsta sem hægt er að skoða á svæðinu og auðvelt að komast í alls konar afþreyingu, t.d. skemmtigarða og golfið.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 23 km
- Strönd: Los Boliches Beach í 1 km fjarlægð
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Monarque Torreblanca, Fuengirola
Fjölskylduvænt hótel, aðeins 200m frá ströndinni. Rúmgóður hótelgarður.» Nánar

Monarque Torreblanca, Fuengirola
Vefsíða hótels

Monarque Torreblanca hótelið er snyrtilegt og fjölskylduvænt hótel á góðum stað í Fuengirola. Hótelið hentar fjölbreyttum hópum ferðamanna því herbergin eru af ýmsum stærðum og þar er allt sem þarf fyrir fullkomið frí í sólinni.
Á hótelinu eru 184 herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Herbergin eru litrík og björt með stórum gluggum, viðarhúsgögnum og parketi á gólfum. Á öllum herbergjum er loftkæling, internet og sjónvarp, míníbar og öryggishólf. Herbergin eru öll með sjávarsýn, sem þýðir að frá þeim er stórbrotið útsýni út á Miðjarðarhafið. Það er dásamlegt að sitja á svölunum, slaka á og njóta sólarlagsins. Baðherbergin eru flísalögð og koma með baðkari, sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.
Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð í boði á líflegum en kósí veitingastað. Á kvöldin er boðið upp á alþjóðlega sem og innlenda rétti af girnilegu og fjölbreyttu hlaðborði. Stundum eru líka á staðnum sýningarkokkar sem leika listir sínar. Í hótelgarðinum er bar þar sem hægt er að fá sér svalandi drykki og snarl yfir daginn. Kaffihús er á hótelinu þar sem hægt er að sitja á veröndinni með kaffibolla, fylgjast með lífinu við sundlaugina og njóta útsýnisins út á hafið. Á kvöldin breytist kaffihúsið í bar, oft eru sýnd skemmtiatriði þar og dansað. Einnig er boðið upp á skemmtidagskrá inni á hótelinu. Fjölmargir veitingastaðir og barir eru í grennd við hótelið og þarna um slóðir er til dæmis tilvalið að skella sér á steikhús.
Hótelgarðurinn er rúmgóður og þægilegur með sundlaug og ágætis aðstöðu til sólbaðsiðkunar.
Monarque Torreblanca hótelið er í heildina góður kostur góður kostur fyrir þá sem vilja slappa af í fríinu en þeir sem vilja hreyfa sig aðeins, t.d. spila golf, geta fundið bestu golfvelli á svæðinu í grennd við hótelið. Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn, þar er minjagripaverslun og vingjarnlegt starfsfólk sem er alltaf tilbúið til að aðstoða. Hótelið er staðsett nálægt fjölmörgum vinsælum áfangastöðum, t.d. göngugötunni, Playa de las Gaviotas strönd og Sohail kastala og auðvelt er að komast frá hótelinu á helstu áfangastaði.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 23 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Strönd: Í um 200 m fjarlægð
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Alay, Benalmadena
Glæsilegt hótel eingöngu fyrir fullorðna, við ströndina. Rúmgóður hótelgarður.» Nánar

Alay, Benalmadena
Vefsíða hótels

Hotel Alay er glæsilegt hótel með fallegum garði á frábærum stað á Benalmadena.
Góð aðstaða til að slaka á en auk þess stutt í fjörið á ströndinni og í golfið.
Á hótelinu eru 250 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Hönnun herbergjanna er nútímaleg og innréttingar klassískar. Herbergin eru björt og rúmgóð og öll í ljósum tónum en þó er stutt í litríka skrautmuni. Sum þeirra eru með frábæru útsýni til sjávar. Á hótelinu er allt sem þarf til að gera fríið sem þægilegast en á öllum herbergjum er internet, loftkæling, sjónvarp og öryggishólf.
Út frá herbergjunum eru svalir með útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð og þar er baðkar með sturtu, hárþurrka og allar helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem boðið er upp á girnilegt morgunverðarhlaðborð. Á kvöldin er einnig hlaðborð með alþjóðlegum og spænskum réttum svo þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Á veitingastaðnum er líka bar þar sem hægt er að njóta þess að sötra á ljúffengum drykk og lesa bók, spila á spil eða panta sér snarl. Einnig er sportbar á hótelinu en þar er hægt að spila billjarð eða panta sér drykk og fylgjast með einhverjum af þeim íþróttakappleik sem sýndir eru á skjánum.
Leikjaherbergi er á hótelinu þar sem hægt er að komast inn úr sólinni.
Hótelgarðurinn er stór og rúmgóður með þremur sundlaugum, tveimur nuddpottum og rúmgóðu svæði til að sleikja sólina, bæði við sundlaugarbakkann og á sólbaðsverönd.
Nóg er af sólbekkjum, sólhlífum og hengirúmum fyrir alla og fallegt útsýni frá hótelgarðinum út á Miðjarðarhafið. Á hótelinu er frábær aðstaða til líkamsræktar svo hér ættu allir að geta haldið rútínu í fríinu.
Einnig er hægt að fara í nudd eða panta sér snyrtimeðferðir.
Í heildina er Hotel Alay frábær kostur í Benalmadena því staðsetningin er frábær og stutt í marga af helstu áfangastöðum á svæðinu, þar á meðal góða veitingastaði þar sem hægt er að njóta spænskrar matarmenningar.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn en þar er starfsfólk tilbúið til að aðstoða gesti við að gera fríið sem ánægjulegast.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 10 km
- Strönd: 50 m í ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Heilsulind: Hægt að panta nudd. Sólbaðsstofa. Heitur pottur.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Best Siroco, Benalmadena
Fallegur sundlaugagarður. Góð staðsetning og stutt í veitingastaði og bari.» Nánar

Best Siroco, Benalmadena
Vefsíða hótels

Best Siroco hótelið er nútímalegt, stórt og glæsilegt hótel rétt við strandlengjuna í Benalmadena. Stutt niður á höfn og hótelið er í göngufjarlægð frá skemmtigörðum og fjölbreyttri afþreyingu.
Á hótelinu eru 404 herbergi sem skiptast í tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergi. Herbergin eru björt og fallega innréttuð, veggir eru hvítmálaðir en viðarhúsgögn og parket á gólfi gera umhverfið mjög hlýlegt. Á öllum herbergjum er frítt internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, míníbar, sími og öryggishólf en einnig eru svalir eða verönd út frá öllum herbergjum. Baðherbergin eru flísalögð og á þeim er baðkar með sturtu, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á spænska og alþjóðlega rétti af hlaðborði. Stundum eru þar matreiðslumenn að leika listir sínar og leyfa gestum að fylgjast með. Einnig er bar á hótelinu þar sem reglulega er boðið upp á fjörug skemmtiatriði. Það er ávísun á indæla kvöldstund að fá sér drykk í góðum félagsskap úti á veröndinni. Margir góðir veitingastaðir og skemmtilegir barir eru í næsta nágrenni við hótelið svo það er um að gera að skoða sig um.
Hótelgarðurinn er stór, fallegur og gróinn. Í honum eru tvær góðar sundlaugar og sólbaðsverönd svo nóg er af plássi og góð aðstaða til að slaka á og sleikja sólina. Á hótelinu er gott líkamsræktarherbergi þar sem hægt er að taka vel á því og eftir æfinguna er hægt að skella sér í tyrkneskt bað eða sánu. Leikjaherbergi er á hótelinu en meðal annars er hægt að spila billjarð þar. Á hótelinu er líka fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir börn.
Í heildina er um að ræða góðan kost á mjög skemmtilegum stað við höfnina í Benalmadena. Hótelið hentar ferðamönnum með fjölbreyttar þarfir og ólíkum hópastærðum. Góðir golfvellir eru í grennd við hótelið fyrir þá sem vilja taka einn hring eða þrjá.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 9 km
- Strönd: 450 m í Malapesquera strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Estival Torrequebrada, Benalmadena Costa
Glæsilegt hótel á útsýnisstað. Hótelið er nálægt golfvelli og ýmis afþreying í boði.» Nánar

Estival Torrequebrada, Benalmadena Costa
Vefsíða hótels

Hotel Estival Torrequebrada er reisulegt hótel á glæsilegum útsýnisstað við Miðjarðarhafið. Fjölbreytt afþreying, spilavíti (casino) og stutt í golfið.
Á hótelinu eru 372 herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi, junior svítur og svítur. Herbergin eru snyrtileg og rúmgóð. Þau eru björt og máluð í ljósum litum en húsgögn eru viðarlituð og parket
er á gólfum sem gerir þau klassísk og hlýleg. Öll herbergin hafa svalir með útihúsgögnum þar sem dásamlegt er að sitja og njóta útsýnisins út á hafið. Á öllum herbergjum er loftkæling, internet,
sjónvarp með alþjóðlegum stöðvum, sími, öryggishólf og lítill ísskápur. Baðherbergin eru nútímaleg og afar snyrtileg. Þau eru flísalögð og þar er góð sturta, hárþurrka, stækkunarspegill og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er góð veitingaaðstaða sem er mjög fallega hönnuð og rúmgóð en um leið kósý. Veitingastaðurinn er opinn á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Boðið er upp á fjölbreytta
alþjóðlega rétti, spænska og Miðjarðarhafsrétti á girnilegu og vönduðu hlaðborði þar sem aðeins er notað gæðahráefni. Hægt er að fylgjast með matreiðslufólki að störfum í veitingasalnum.
Í spilavíti hótelsins er svo bar með léttri veitingaaðstöðu þar sem hægt er að panta drykki og veitingar af matseðli.
Hótelgarðurinn er stór og gróinn en þar er tilvalið að slappa af milli pálmatrjánna. Góð aðstaða er til sólbaðsiðkunar á veröndum og í kringum sundlaugarnar sem eru nokkrar í garðinum en
meðal annars er þar sundlaug með skemmtilegu leiksvæði fyrir börnin og rennibrautum. Fjölmargt er hægt að gera sér til afþreyingar á hótelinu. Þar er góð líkamsræktaraðstaða, hægt er að
spila borðtennis, tennis, blak, fótbolta eða körfubolta. Eins eru skemmtilegir golfvellir í grennd við hótelið. Á hótelinu er spilavíti (casino) þar sem er skemmtilegt að eyða kvöldstund,
fá sér ljúffenga drykki og spila póker eða aðra leiki. Á hótelinu er skemmtidagskrá og nokkur skipti í viku eru sýningar á kvöldin.Svo er einnig gott að slaka á við sundlaugina eða inni á
heilsulindinni þar sem er innisundlaug og hægt að skella sér í sánu eða panta nudd.
Í heildina er Estival Torrequebrada einstakt hótel sem hentar öllum þeim ferðamönnum sem vilja blanda saman afslöppun og skemmtilegri afþreyingu í fríinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 17 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Strönd: 200 metrar
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Ísskápur: Lítill
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Holiday World Riwo, Benalmadena
Ævintýralegt umhverfi og mjög fjölskylduvænt. Fjölbreytt afþreying í boði, flott sundlaug.» Nánar

Holiday World Riwo, Benalmadena
Vefsíða hótels

Riwo Hotel er glæsilegt og spennandi hótel sem er hluti af Holiday World hótelsvæðinu í Benalmadena. Ævintýralegt umhverfi og frábær kostur fyrir fjölskyldufríið í sólinni.
Á hótelinu eru 148 svítur sem eiga það sameiginlegt að vera rúmgóðar, bjartar og snyrtilegar. Hægt er að fá svítur sem henta ólíkum ferðamönnum; meðal annars svítu með helstu nútímatækni eða með risaeðluþema. Hönnun hótelsins er annars undir léttum innblæstri frá frumskóginum. Veggir eru ljósmálaðir, á gólfum eru ljósar marmaraflísar og náttúruleg birta lýsir upp rýmin. Í öllum svítum eru loftkæling, internet, sjónvarp, lítið eldhús með ísskáp og því helsta sem þarf til léttrar matargerðar, öryggishólf, setustofa og skrifborð. Svalir eru með útihúsgögnum og útsýni til sjávar. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru baðkar með sturtu, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er frábær veitingastaður þar sem boðið er upp á girnilega og fjölbreytta rétti af hlaðborði. Þar eru oft haldin þemakvöld með mismunandi réttum í boði. Einnig er bar á hótelinu og snarlbar með ljúffenga drykki og létta rétti. Lítil verslun er á hótelinu og svo er hægt að panta veitingar upp á herbergið.
Hótelgarðurinn er skemmtilega hannaður og mætir þörfum ólíkra gesta. Gott svæði til sólbaðsiðkunar og flott sundlaug fyrir börn og fullorðna. Þar sem hótelið er hluti af Holiday World hótelkeðjunni er öll aðstaða hinna fjögurra hótelanna í boði fyrir gesti og frítt skutl á milli. Einnig er hægt að fá skutl í „klúbbinn“ eða Beach club en þar er sundlaug með nuddi, öldulaug, rennibrautir, sjóræningjaskip og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna, bæði yfir daginn og yfir kvöldið. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og heilsulind með innisundlaug. Í heilsulindinni er hægt að slaka á í fjölbreyttu dekri eða panta snyrti- og heilsumeðferðir.
Hótelkeðjan Holiday World hentar einstaklega vel þeim sem langar til að samræma gott frí í sól og slökun og jafnframt stunda íþróttir. Sérstök líkamsræktarstöð er á staðnum sem er ætluð öllum hótelum innan keðjunnar en þar gefst hótelgestum kostur (gegn aukagjaldi ) að fara í alla vegna skipulagt íþróttastarf t.d crossfit, fótbolta eða einkaþjálfun og margt fleira.
Á hótelinu sjálfu er einnig fjölbreytt afþreying fyrir alla aldurshópa og þar ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Skemmtanir fyrir alla fjölskylduna eru settar upp á kvöldin og á daginn er krakkaklúbbur starfræktur á hótelinu en þar starfar frábært fólk við að halda uppi skemmtidagskrá fyrir börnin, meðal annars er hægt að læra um ræktun, umhirðu plantna og sjálfbærni. Á hótelinu er leiksvæði með rennibrautum og boltaleikjum, míní-golfvöllur, leikjasalur, keilusalur, skot- og bogfimisvæði og ýmislegt annað skemmtilegt. Þvottaaðstaða er til staðar á hótelinu. Starfsfólkið í gestamóttökunni er vingjarnlegt og alltaf boðið og búið að hjálpa gestum að gera fríið eins dásamlegt og eftirminnilegt og það getur orðið. Hótelið er staðsett aðeins út úr en auðvelt er að nálgast leigubíla og lestastöðin er í u.þ.b. 10-15 mínútna göngufjarlægð.
Fjarlægðir
- Strönd: 100 metrar
- Flugvöllur: 17,2 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Globales Playa Estepona
Frábært fjölskylduhótel
Vatnsrennibrautir
Allt innifalið
» Nánar

-
Globales Playa Estepona
Vefsíða hótels

Glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina í Estepona sem er strandbær rétt hjá Marbella eða í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Puerto Banús bátahöfninni.
Aðstaðan á hótelinu er mjög góð og hentar einstaklega vel fjölskyldufólki, en þarna er stór og fallegur sundlaugargarður þar sem má finna 5 sundlaugar, þ.a.m. vatnsrennibrautargarður sem kallaður er Splash World og býður upp á nokkrar stórskemmtilegar vatnsrennibrautir og er þar eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa frá litlum börnum allt til fullorðinna. Fyrir þá sem sækja frekar í rólegheit heldur en buslugang, er lítið mál að finna sér góðan stað í fallegu umhverfi við eina af þeim sundlaugum þar sem ríkir ró og næði. Allt um kring í garðinum og einnig á ströndinni eru sólbekkir og sólhlífar. í garðinum er einnig útibar þar sem bæði er hægt að svala þorstanum og fá sér eitthvað gott að borða.
Hótelið býður upp á allt innifalið og er morgunverður, hádegis- og kvöldverður borinn fram af hlaðborði þar sem hægt er að horfa á kokkana að störfum. Starfsfólk hótelsins sér um afþreyingu frá morgni til kvölds, barnaklúbbur er á svæðinu og barnaleiksvæði og því er hægt að segja að eitthvað sé um að vera allan daginn, en á kvöldin er mini disco og eftir það tekur við skemmtun fyrir þá eldri. Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða, tennisvöllur, borðtennis, pílukast og karokí bar.
Herbergin eru fallega búin og eru öll með sjónvarpi, síma. öryggishólfi, loftkælingu og litlum ísskáp svo eitthvað sé nefnt. Val er um herbergi með svölum eða herbergi með svokallaðar franskar svalir, sem er eins og gluggi og því er ekki hægt að ganga út á þær. Baðherbergi eru ýmist með baðkari eða sturtu og helstu snyrtivörum. Móttaka er opin allan sólarhringinn, þráðlaust net er á öllum svæðum og einnig inn á herbergjum.
Golfvöllurinn Atalaya Golf er í næsta nágrenni við hótelið og því er tilvalið fyrir golfáhugafólk að stoppa þar við.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 45 mín. akstur
- Strönd: 8 km. Puerto Banus í Marbella
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
- Miðbær: 20 mín - Marbella
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Aðgengi fyrir fatlaða:
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Hárþurrka
- Herbergi
- Verönd/svalir: Val er um herbergi með svölum eða án (franskar svalir)
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Holiday World Polynesia, Benalmadena
Flott hótel
Fjölbreytt afþreying í boði
Fjölskylduvænt
» Nánar

Holiday World Polynesia, Benalmadena
Vefsíða hótels

Polynesia Hotel er tignarlegt hótel sem er hluti af Holiday World hótelsvæðinu í Benalmadena. Líflegt og vingjarnlegt andrúmsloft og allt til alls fyrir ógleymanlegt frí í sólinni.
Á hótelinu eru 223 svítur. Hönnun hótelsins er undir innblæstri frá eyjaklösum í Pólýnesíu; Bora Bora, Samóa eyjum og Páskaeyjum. Svíturnar eru rúmgóðar, snyrtilegar og nútímalegar. Veggir eru ljósmálaðir, á gólfum eru ljósar marmaraflísar en fallegar myndir og viðarhúsgögn koma hlýleika í rýmið. Í öllum svítum eru loftkæling, internet, sjónvarp, lítið eldhús með ísskáp og öllu því helsta sem þarf til léttrar matargerðar, öryggishólf, setustofa og skrifborð. Svalir eru með útihúsgögnum og útsýni til sjávar. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru baðkar með sturtu, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er fjölbreytt matarupplifun í boði og spennandi matseðlar á veitingastöðum. Í hótelgarðinum er yndislegt að njóta léttra veitinga og svalandi drykkja á veröndinni við sundlaugina. Lítil verslun er á hótelinu og svo er hægt að panta veitingar upp á herbergið. Á hótelinu er bar/klúbbur þar sem er hægt að panta bragðgóða drykki og dansa, jafnvel er hægt að syngja karaoke.
Hótelgarðurinn er allt í kring um gríðarstóra sundlaug. Þar er frábær aðstaða til afslöppunar og sólbaðsiðkunar og á kvöldin er indælt að sitja í garðinum og sötra á ljúffengum kokteil. Leitast er við að finna anda Pólýnesíu stað á hótelinu en inni á hótelinu er tjörn með gullfiskum og víða má finna svæði með gróðri frá Pólýnesíu, fuglum, skjaldbökum og öðrum dýrum.
Þar sem hótelið er hluti af Holiday World hótelkeðjunni er öll aðstaða hinna fjögurra hótelanna í boði fyrir gesti og frítt skutl á milli. Einnig er hægt að fá skutl í „klúbbinn“ eða Beach club en þar er sundlaug með nuddi, öldulaug, rennibrautir og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna, bæði yfir daginn og yfir kvöldið. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og heilsulind en þar er hægt að slaka á í alls konar dekri eða panta snyrti- og heilsumeðferðir. Lítil heilsulind er fyrir börnin svo hér er virkilega hugsað fyrir öllu.
Hótelið er mjög fjölskylduvænt og þar er fjölbreytt afþreying í boði fyrir alla aldurshópa. Krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu en einnig eru þar innileiksvæði, kvikmyndasalur, útisvið þar sem settar eru upp sýningar, lítill keilusalur og útileiksvæði með rólum, íþróttavellir og mínígolfvöllur. Þvottahús er á hótelinu sem getur komið sér vel fyrir barnafólk. Í heildina er Polynesia hótelið hentugur kostur fyrir alla ferðamenn sem vilja skemmta sér vel í fríinu sínu.
Hótelkeðjan Holiday World hentar einstaklega vel þeim sem langar til að samræma gott frí í sól og slökun og jafnframt stunda íþróttir. Sérstök líkamsræktarstöð er á staðnum sem er ætluð öllum hótelum innan keðjunnar en þar gefst hótelgestum kostur (gegn aukagjaldi ) að fara í alla vegna skipulagt íþróttastarf t.d crossfit, fótbolta eða einkaþjálfun og margt fleira.
Hótelið er staðsett aðeins út úr en það tekur um það bil 10 - 15 mínútur að ganga á lestarstöðina og auðvelt er að nálgast leigubíla.
Fjarlægðir
- Strönd: 100 m
- Flugvöllur: 16,7 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Hotel Best Benalmadena, Benalmadena

Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Sol Torremolinos Don Marco
Við ströndina í TorremolinosFrábær þjónusta
Heilsulind
» Nánar

Sol Torremolinos Don Marco

Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Senator Marbella, Marbella

Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Hotel Guadalmedina, Malaga
Þægindi og frábær staðsetning í hjarta Malaga.Morgunmatur innifalinn
» Nánar

Hotel Guadalmedina, Malaga

Fæði
- Morgunverður
El Fuerte Marbella

Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Sol Principe, Torremolinos

Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Best Triton, Benalmádena Costa
ÞakbarVatnsrennibrautir fyrir yngstu börnin
Fallegur sundlaugagarður
» Nánar

Best Triton, Benalmádena Costa

Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
AGP
5 klst
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi