fbpx Serenade of the Seas | Vita

Serenade of the Seas
4 stars

Vefsíða hótels

Serenade of the Seas

Glæsilegt farþegaskip, sem var hleypt af stokkunum 1. ágúst 2003. það er 90 þúsund lestir og tekur alls 2.490 gesti auk áhafnar sem eru um 900 manns. Um borð er klifurveggur, körfuboltavöllur, spilavíti, heilsulind, barir,  veitingastaðir, leikhús, setustofur og sundlaugar. 
Klefar eru  ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, sjónvarpi, ísskáp eða smábar, hárþurrku, snyrtiborði og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu  og snyrtivörum.  Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.
Sundlaugar, sólbekkir, nuddpottar, barir  og veitingastaðir eru á sólarþilfarinu. Leikir og fjör á daginn og gjarnan  lifandi tónlist.  Heilsulindin býður gegn gjaldi ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir. 
Aðal veitingasalurinn er á tveimur hæðum með svölum og glæsilegur í allar staði. Þar dekra prúðbúnir þjónar, vínsérfræðingar og vikapiltar við gesti sína.  Aðrir veitingastaðir eru Chops Grill, gott steik hús, Sérrétta veitingastaðurinn Giovanni‘s table er með ítölsku þema. Á þessum veitingastöðum þarf að panta borð og greiða aukagjald, Auk margra annara veitingastaða.
Windjammer er sjálfsafgreiðslu veitingastaður og afar vinsæll fyrir morgun- og hádegisverð.  Þar má fá bæði salöt, létta rétti, kjöt, fisk og pasta og að sjálfsögðu er nóg af gómsætum eftirréttum. 
Barir eru um allt skipið, hver með sitt þema og er kampavínsbarinn einkar vinsæll.  Hægt er að fá eitthvað að borða og drekka  nánast allan sólarhringinn. Allan daginn eru veitingastaðirnir opnir og hefst með  morgunverði, hádegisverði, kaffihlaðborð síðdegis

Aðstaða

  • Sturta
  • Sundlaug
  • Sundlaugabar
  • Skemmtidagskrá
  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Barnaleiksvæði
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Lín og handklæðaskipti
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Þráðlaust net

Vistarverur

  • Lín og handklæðaskipti
  • Sjónvarp
  • Þrif
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Hárþurrka

Fæði

  • Fullt fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun