Innsbruck - skíðaferðir
Sölden - Kitzbüel - St. Anton
Myndagallerí
Innsbruck er höfuðborg Týról í Austurríki. Borgin er fimmta stærsta borg Austurríkis og búa þar um 127 þúsund manns. Borgin er hvað helst þekkt fyrir að vera mikill skíðabær og eru því vetraríþróttir mjög áberandi þar. Þar má nefna að eitt helsta skíðastökkmót Evrópu fer þar fram á hverju ári og hefur gert allt frá árinu 1952. Vetrarólympíuleikar hafa einnig verið haldnir í Innsbruck og nágrenni tvisvar sinnum. Borgin liggur við ána Inn í Ölpunum. Fjöll umliggja borgina, að norðan eru það Karwendelfjöllin. Stutt frá er jökullinn Stubai sem er í 3210 m. hæð.
Nálægt Innsbruck má finna fjöldann allan af frábærum skíðasvæðum eða um 300 km af fjölbreyttum skíðabrautum á mismunandi erfiðleikastigum. Öll aðstaða er í hæsta gæðaflokki og hentar því öllum á hvaða aldri sem er.
Á meðal þekktra skíðasvæða má nefna:
Sölden sem er vel þekkt skíðasvæði og er aðeins í um 84 km. fjarlægð frá Innsbruck. Skíðabærinn er einn þekktasti skíðastaður Alpanna ásamt því að vera einn vinsælasti ferðamannastaður í Týról. En skíðasvæðið er staðsett við tvo jökla og hefur fjöldann allan af snjóbyssum er þar því nánast alltaf nægur snjór. Brekkurnar bjóða upp á fjölbreytt úrval bæði fyrir byrjendur og lengra komna og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Hægt er að skíða í allt að 3340 metra hæð.
Önnur vinsæl skíðasvæði nálægt Innsbruck eru m.a. Ski Juwel Alpbachtal Wildschönau sem þykir afar fjölskylduvænt og þorpið Söll. Ekki má gleyma að nefna skíðasvæðin Kizbüel, Lech og St. Anton þau eru í 100 km. fjarlægð frá Innsbruck flugvelli.
Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi.
Innsbruck - skíðaferðir
Innsbruck er höfuðborg Týról í Austurríki. Borgin er fimmta stærsta borg Austurríkis og búa þar um 127 þúsund manns. Borgin er hvað helst þekkt fyrir að vera mikill skíðabær og eru því vetraríþróttir mjög áberandi þar. Þar má nefna að eitt helsta skíðastökkmót Evrópu fer þar fram á hverju ári og hefur gert allt frá árinu 1952. Vetrarólympíuleikar hafa einnig verið haldnir í Innsbruck og nágrenni tvisvar sinnum. Borgin liggur við ána Inn í Ölpunum. Fjöll umliggja borgina, að norðan eru það Karwendelfjöllin. Stutt frá er jökullinn Stubai sem er í 3210 m. hæð.
Nálægt Innsbruck má finna fjöldann allan af frábærum skíðasvæðum eða um 300 km af fjölbreyttum skíðabrautum á mismunandi erfiðleikastigum. Öll aðstaða er í hæsta gæðaflokki og hentar því öllum á hvaða aldri sem er.
Á meðal þekktra skíðasvæða má nefna:
Sölden sem er vel þekkt skíðasvæði og er aðeins í um 84 km. fjarlægð frá Innsbruck. Skíðabærinn er einn þekktasti skíðastaður Alpanna ásamt því að vera einn vinsælasti ferðamannastaður í Týról. En skíðasvæðið er staðsett við tvo jökla og hefur fjöldann allan af snjóbyssum er þar því nánast alltaf nægur snjór. Brekkurnar bjóða upp á fjölbreytt úrval bæði fyrir byrjendur og lengra komna og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Hægt er að skíða í allt að 3340 metra hæð.
Önnur vinsæl skíðasvæði nálægt Innsbruck eru m.a. Ski Juwel Alpbachtal Wildschönau sem þykir afar fjölskylduvænt og þorpið Söll. Ekki má gleyma að nefna skíðasvæðin Kizbüel, Lech og St. Anton þau eru í 100 km. fjarlægð frá Innsbruck flugvelli.
Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi.
-
Hagnýtar upplýsingar
Hagnýtar upplýsingar
Ferðamannaskattur
Ferðamannaskatturinn ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 2-4 Evrur á mann á nótt.
Gildir aðeins fyrir 14 ára og eldri.
Flug:
Flogið er í áætlunarflugi Icelandair til Innsbruck í Austurríki og tekur flugið um 4 klst. og 20 mín.
Greiða þarf aukalega fyrir flutning á skíðum. Skíðin er hægt að bóka um leið og ferðina og velja eins og aukaþjónustu.
Annar farangur má vera 23 kg og svo almennur handfarangur skv reglum Icelandair.
Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi. Gera má ráð fyrir mikilli umferð á laugardögum, en þá eru skiptidagar á hótelunum.
Hótelin - Almennar upplýsingar
Við komu á hótel þarf að afhenda vegabréf og er því skilað síðar sama kvöld eða daginn eftir. Á þeim hótelum þar sem er í boði hálft fæði, við komu í matsal fyrsta kvöldið er rétt að bíða eftir þjóni eða yfirþjóni og er gestum vísað til borðs sem það hefur síðan alla vikuna. Drykkjarföng getur fólk geymt milli daga. Morgunverður stendur oftast frá kl. 7:30 eða 8:00 til kl. 9:00 eða 10:00 (aðeins mismunandi milli hótela). Kvöldverður er frá kl. 18:30 eða 19:30 til kl. 21:00 eða 21:30.
Mismunandi er hvenær heilsuaðstaða hótela er opin, en yfirleitt opnar hún um kl. 16:00 og er opin til kl. 18:30 til 19:30. Aðgangur barna yngri en 14-15 ára er yfirleitt bundin því að þau séu í fylgd foreldra og þess gætt að ekki er um leiksvæði að ræða. Einstaka hótel leyfa ekki börn á heilsusvæðinu. Gestir eru hvattir til að nota öryggishólf á herbergjum og oftast annað hvort smábar eða kæliskápur á herbergjum. Kranavatnið á hótelunum er gott og öllum er óhætt að drekka það.
Heilsulindir:
Ætlast er til að fólk sitji á handklæðum í sána klefanum og hafa skal hugfast að heilsulindin er fyrst og fremst hvíldarsvæði en ekki leikvöllur barna. Á sumum hótelum er aldurstakmark sem miðast við 14 ára aldur.
Gott að hafa í huga þegar farið er í fjallið:
Muna skal að hafa með varaáburð og sólarvörn. Skylda er fyrir alla 14 ára og yngri að hafa skíðahjálma. Að sjálfsögðu er mælt með því að allir noti hjálm.
Góð sólgleraugu og skíðagleraugu eru nauðsynleg. Skíðagrímu er gott af hafa ef spáð er köldu veðri. Aldrei skal stöðva undir blindhæð. Muna skal að skíða með aðgát og hafa í huga að sá sem er neðar í brekkunni á alltaf réttinn. Ekki drekka kranavatn á veitingastöðum eða lyftustöðvum í fjallinu.
Tímamismunur:
Austurríki er einni klukkustund á undan Íslandi á veturna og tveimur tímum á undan á sumrin.
Greiðslukort og hraðbankar:
Hraðbankar eru mjög víða og lang flestir þjónustuaðilar og verslanir í Austurríki taka helstu kreditkort. Ekki treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening í hraðbönkum, hvort sem er fyrir á kredit- eða debetkort.
Allir skíðafarþegar VITA fá 20% afslátt hjá Everest ferða- og útvistaverslun ef keyptur er skíðabúnaður eða skíðafatnaður, með því að framvísa staðfestingu á skíðabókun frá VITA fyrir veturinn 2023-2024. Verslunin er staðsett í Skeifan 6, 108 Reykjavík
Gististaðir
Kort
Hótel Erhart, Sölden
Vefsíða hótels
Fjölskyldurekið fjögurra stjörnu hótel staðsett á góðum stað í skíðabænum Sölden og er skíðaskláfur í göngufæri frá hótelinu og því auðvelt að komast í brekkurnar.
Á hótelinu er góð aðstaða eins og móttaka, frábær heilsulind þar sem er sauna (bæði infra og gufu), nuddpottur og fleira.
Á hótelinu er hálft fæði í boði; morgunmatur sem reiddur er fram af hlaðborði og fjögurra rétta kvöldverður þar sem má finna úrval af alla vegna kræsingum.
Herbergin eru öll vel búin og eru með sjónvarpi, síma, hárþurrku og fullbúnu baðherbergi.
Nánari upplýsingar um Sölden og skíðasvæðið má skoða hérna
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA. Það er ekki fararstjóri á svæðinu á vegum Icelandair VITA.
Ath;Ferðamannaskatturinn er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 2-4 Evrur á mann á nótt.
Gildir aðeins fyrir 14 ára og eldri.
Fjarlægðir
- Miðbær: Rétt hjá
- Flugvöllur: Innsbruck 84 km.
- Flugvöllur: Salzburg 262 km.
- Flugvöllur: Munchen 198 km.
- Skíðalyfta: í göngufæri
Aðstaða
- Sturta
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Lyfta
- Nettenging
- Baðsloppar: gegn aukagjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Þrif
- Öryggishólf
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Hótel Stefan, Sölden
Í miðbæ SöldenRétt hjá skíðakláfnum Giggijoh
Góð aðstaða
» Nánar
Hótel Stefan, Sölden
Vefsíða hótels
Gott fjögurra stjörnu hótel staðsett á frábærum stað í miðbæ Sölden. Skíðakláfurinn „Giggijoh“ er við hlið hótelisins og því auðvelt að komast í brekkurnar.
Á hótelinu er móttaka opin allan sólarhringinn, bar og heilsulind þar sem er sauna, heitur pottur, líkamsræktaraðstaða og í boði ýmsar snyrtimeðferðir (gegn gjaldi).
Á hótelinu er innifalinn morgunverður og í næsta nágrenni er úrval af veitingastöðum. Öll herbergin eru fallega búin og rúmgóð. Í þeim öllum er sjónvarp, sími, hárþurrka, öryggishólf og fullbúið baðherbergi með helstu snyrtivörum.
Skíðasvæðið í Sölden má skoða nánar hérna: Skíðakort
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Flugvöllur: Innsbruck - 83 km
- Flugvöllur: Salzburg - 270 km
- Flugvöllur: Munich - 284 km
- Skíðalyfta: Rétt hjá
Aðstaða
- Sturta
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Þrif
- Öryggishólf
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Alpines Balance hotel Weisses Lamm, See
Frábært útsýniGóð aðstaða
Heilsulind
» Nánar
Alpines Balance hotel Weisses Lamm, See
Vefsíða hótels
Fallegt fjögurra stjörnu hótel staðsett á hljóðlátum stað í fjallshlíð bæjarins See sem er fallegur bær í Paznaun dalnum í um það bil 70km. fjarlægð frá flugvellinum í Innsbruck.
Á hótelinu er fjölbreytt þjónusta eins og móttaka opin allan sólarhringinn, bar, setustofa og stór heilsulind þar sem er meðal annars má finna innisundlaug, gufubað, líkamsræktaraðstöðu, slökunarherbergi og lesstofu svo eitthvað sé nefnt. Á hótelinu er í boði hálft fæði sem er morgunverður og kvöldmatur og er aðaláherslan lögð á fjölbreytileika og ferskt hráefni.
Herbergi eru vel búin öllum nútímaþægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólf og baðherbergi eru með helstu snyrtivörum.
Skíðarúta gengur á 30 mínútna fresti á helstu skíðasvæði í næsta nágrenni, en það nálægasta er í 850 metra fjarlægð.
Skíðasvæði í næsta nágrenni má skoða hérna: Skíðakort og Skíðasvæði
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 70 km - Innsbruck
- Skíðalyfta: 850 m.
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Baðsloppar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
Vistarverur
- Sjónvarp
- Þrif
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði
Aqua Dome
Vefsíða hótels
Glæsilegt fjögurra stjörnu lúxus hótel með óviðjafnanlegu útsýni til allra átta. Hótelið hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir glæsilegan arkitektúr en hótelið samlagast vel umhverfinu og náttúrunni allt um kring.
Á hótelinu er afar góð aðstaða en þar má sem dæmi nefna úti heilsulind, gufuböð, snyrtimeðferðir, líkasræktaraðstöðu, sundlaug og fleira.
Þarna er einnig móttaka opin allan sólarhringinn, barir, veitingastaðir, setustofa ásamt ýmsu öðru.
Öll herbergi eru rúmgóð og afar vel búin og hafa að geyma öll helstu nútíma þægindi eins og sjónvarp, síma, öryggishólf og baðherbergi með helstu snyrtivörum.
Skíðarúta gengur á 10 mínútna frest frá hótelinu til skíðasvæða í næsta nágrenni.
Skíðasvæðin má skoða hérna
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Flugvöllur: Innsbruck 71 km
- Miðbær: Sölden 14 km
- Skíðalyfta: Sölden:14 km - 14 min akstur
- Skíðalyfta: Skigebiet Obergurgl Hochgurgl: 27,2 km - 30 min akstur
Aðstaða
- Sturta
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Baðsloppar
- Barnasundlaug
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Þrif
- Öryggishólf
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Tennerhof, Kitzbühel
Vefsíða hótels
Glæsilegt fimm stjörnu hótel staðsett á góðum stað í skíðabænum Kitzbühel.
Á hótelinu er mjög góð aðstaða eins og veitingastaður sem þekktur er fyrir einstaka matargerð, bar og móttaka. Þarna er einnig heilsulind með inni- og útisundlaug, jacuzzy, sauna og hvíldarherbergi með dásamlegu útsýni. Hægt er að panta í ýmsar snyrtimeðferðir gegn aukagjaldi.
Öll herbergin eru vel búin með helstu nútímaþægindum. Þau eru rúmgóð með sjónvarpi, minibar, öryggishólfi og fullbúnu baðherbergi þar sem er hárþurrka. Morgunmatur er innifalinn og er hann reiddur fram af glæsilegu hlaðborði.
Sjá nánar um Kitzbühel og skíðasvæðin í næsta nágrenni
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Flugvöllur: Innsbruck: 98,2 km
- Flugvöllur: Salzburg: 83,8
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Tui Blue - Fieberbrunn
Skíðasvæði: Saalbach-Hinterglemm-Leogang-FieberbrunnVið skíðaskláf
Heilsulind
» Nánar
Tui Blue - Fieberbrunn
Vefsíða hótels
Fjögurra stjörnu hótel staðsett í útjaðri skíðabæjarins Fieberbrunn við Kitzbühel alpanna eða í 1,4 km. fjarlægð frá bænum. Allt um kring er stókostlegt útsýni og möguleikar á meira en 330 km af skíðabrautum fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Hótelið er staðsett alveg við skíðakláfinn Doischberg eða í 100 metra fjarlægð. Þaðan er hægt að komast á einfaldan hátt á öll helstu skíðasvæðin í næsta nágrenni sem eru Saalbach-Hinterglemm-Leogang-Fieberbrunn. Skíðasvæði Kitzbüel er einnig í stuttri akstursfjarlægð, samanlagt eru þetta meira en 2750 km sem hægt er að skíða.
Á hótelinu er allt til alls eða móttaka, bar, setustofa og veitingarstaður. Þarna er einnig góð heilsulind þar sem m.a. er gufubað, líkamsræktaraðstaða og innisundlaug. Upphituð skíðageymsla er á hótelinu þar sem hægt er að láta þurrka skíðaskónna.
Hálft fæði er innifalið og er morgunmatur reiddur fram að hlaðborði. Áhersla er lögð á týrólska og austurríska matargerð á kvöldin þar sem notuð eru úrvals hráefni.
Öll herbergi eru með sjónvarpi, öryggishólfi, svölum, minibar og fullbúnu baðherbergi með hárþurrku, baðsloppi, inniskóm og helstu snyrtivörum. Tvíbýli Duo er með útsýni upp til fjalla. Tvíbýli Plus eru stærri og rúma allt að 3 einstaklinga þau geta verið með útsýni til fjalla eða yfir hótelgarðinn.
Sjá nánar um skíðasvæðið hér
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Flugvöllur: Innsbruck: 111 km
- Flugvöllur: Salzburg: 72,2 km
- Miðbær: Fieberbrunn: 1,4 km
- Skíðalyfta: 100 metrar
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Baðsloppar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Te- eða kaffiaðstaða
- Þrif
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Pension Nordstern - Mayrhofen
EinfaltHét áður Garni Strass
Rétt hjá skíðalyftu
» Nánar
Pension Nordstern - Mayrhofen
Einfalt þriggja stjörnu hótel staðsett á góðum stað í Mayrhofen við Zillertal. Gististaðurinn hét áður Garni Strass . Í næsta nágrenni eru veitingastaðir, barir og verslanir. Stutt frá er skíðakláfurinn Penken.
Hótelið er komið til ára sinna og er einfalt í sniðum, en þar má finna móttöku, veitingastað og bar. Morgunverður er innifalinn og er hann er reiddur fram af hlaðborði. Nettenging er á staðnum bæði inn á herbergjum og á sameiginlegum svæðum.
Herbergin eru látlaus með einföldum innréttingum. Öll eru þau með sjónvarpi, öryggishólfi, svölum og fullbúnu baðherbergi.
Þetta er einfaldur en hagkvæmur kostur á góðum stað nálægt skíðalyftum, en skíðasvæðið býður upp á 142 km. af skíðabrautum. Brekkur bæði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna
Sjá nánar um Mayrhofen og skíðasvæðið við Mayrhofen og Zillertal
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Skíðalyfta: Rétt hjá
- Flugvöllur: Innsbruck: 67,7 km
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
Fæði
- Morgunverður
Tui Blue, Montafon
Vefsíða hótels
Hótel Tui Blue er fjögurra stjörnu hótel staðsett í útjarði bæjarins Schuns-Tschagguns í Austurríki en þaðan er stutt að fara með skíðarútu eða bíl á skíðasvæðið Silvretta Montafon sem er sannkölluð paradís með um 295 km. af skíðabrautum.
Á hótelinu er góð aðstaða eins og móttaka, veitingastaður, bar, bílastæði og upphituð skíðageymsla. Einnig er á hótelinu heilsulind þar sem m.a. má finna sauna og líkamsræktaraðstöðu.
Hálft fæði er innifalið og er morgunmatur reiddur fram af hlaðborði og kvöldverður með áherslu á austurríska matargerð.
Herbergin eru með útsýni til fjalla og eru nútímalega hönnuð. Öll eru þau með sjónvarpi, nettengingu, öryggishólfi og fullbúnu baðherbergi með hárþurrku og helstu snyrtivörum. Í móttöku er hægt að fá bæði baðslopp og inniskó.
Sjá nánar um skíðasvæðið Silvretta Montafon
Ath. Skíðalyftur eru ekki í göngufjarlægð heldur þarf að taka skíðarútu eða bíl. Ferðin tekur aðeins nokkrar mínútur og er vegalengd um 1,5 km.
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Flugvöllur: Innsbruck: 143 km
- Skíðalyfta: 1,5-2 km, ekki í göngufjarlægð
Aðstaða
- Te eða kaffivél
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Baðsloppar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
-
Veðrið
-
Gjaldmiðill
€EUR
Gengi