fbpx YFIR HAFIÐ | Vita

YFIR HAFIÐ

MEÐ MSC MERAVIGLIA

Ferðir
Flug

Myndagallerí

Barcelóna til Flórída

með MSC Meraviglia
18. október - 13. nóvember 
Fararstjóri: Guðrún Erla Tómasdóttir

 

Barcelóna, Alicante, Cadiz, Spáni - Gíbraltar - Casablanca, Marocco -Las Palmas, Kanarí - Madeira, Portugal - Ponta Delgada,  Azoreyjum - Boston, New York og Miami, Bandaríkin

Stutt Ferðalýsing

Flogið með Icelandair til Barcelóna, eftir tvær nætur í hinni yndislegu Barcelóna er farið um borð í MSC Meraviglia. Fyrsta stopp er í Alicante á Spáni og síðan er siglt áfram til Gíbraltar, Cadiz og Casablanca, eftir það er einn dagur á sjó áður en lagt er við bryggju á Las Palmas, þaðan er siglt til Madeir. Eftir það er siglt áleiðis til  Asoreyjar sem eru í miðju Atlantshafi og stoppað þar yfir nótt. Eftir nokkra daga siglingu er komið til Boston þar sem stoppað er yfir nótt þaðan er siglt til New York og síðan tveir sjódagar á meðan siglt er til Miami. Í Flórída er síðan gist í Orlando áður en flogið er heim á leið.

MSC Meraviglia fór í sína jómfrúarferð í júní 2017 og er eitt stærsta og glæsilegasta skip MSC Cruises. Skipið er 171.598 brúttótonn, um 316 metrar á lengd og getur tekið allt að 5.714 farþega með um 1.536 áhafnarmeðlimum. Það hefur 19 þilför, þar af 15 fyrir farþega og býður upp á fjölbreytta og nútímalega aðstöðu fyrir alla aldurshópa.

Á efsta þilfari er að finna Horizon Pool, sem býður upp á stórkostlegt útsýni yfir hafið og breytist á kvöldin í útisvæði fyrir bæði dans og skemmtanir. Þar er einnig vatnagarður með rennibrautum, klifurvegg og Himalayan Bridge sem er ein lengsta hengibrú á sjó.Galleria Meraviglia er á tveim hæðum með 96 metra löngum LED hvelfingarskjá sem sýnir lifandi listaverk og kvöldsýningar. Þar má finna verslanir, kaffihús, veitingastaði og barir og á kvöldin breytist svæðið í lifandi skemmtistað með tónlist og dansi.MSC Aurea Spa er lúxus heilsulind í balískum stíl með gufubaði, sánu, nuddpottum og býður upp á fjölda meðferða fyrir líkama og sál. Þar er einnig hárgreiðslustofa og naglastofa.

Kvöldverður er borinn fram í glæsilegum aðalveitingasal skipsins sem spannar tvö þilför. Að auki eru fjölmargir sérveitingastaðir um borð, þar á meðal:

Butcher’s Cut – amerísk steikhús með úrvals nautakjöti
Kaito Teppanyaki & Sushi Bar – japanskt eldhús með sýningarmatargerð
Hola! Tacos & Cantina – mexíkóskur götumatarmenning
Jean-Philippe Maury Chocolaterie & Crêperie – fyrir sælkera
Þjónustugjald er tekið fyrir sérrétta veitingastaði og er það mismunandi eftir stöðum.

Afþreying um borð er fjölbreytt og á heimsmælikvarða. Í Broadway-leikhúsinu sem er á tveim hæðum, eru sýndar sex mismunandi sýningar í hverri viku. Í Carousel Lounge eru stórkostlegar sýningar með loftfimleikum, dansi og lifandi tónlist.

MSC Yacht Club er sérsvæði fyrir farþega sem vilja meiri lúxusog er með einkainngangi, sér sundlaug, veitingastað og þjónustu allan sólarhringinn – sannkölluð lúxusupplifun innan skipsins.

Flug:

Flugnúmer Dags Brottför Kl. Áfangastaður kl.
FI596 18. október Keflavík 08:00 Barcelóna 13:10
Fi688 13. nóvember Orlando int 17:55 Keflavík  06:15+1

Siglingarleið:

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef BCN

    5 klst

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    Euro

    Gengi

  • Rafmagn

    110 og 220 volt

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun