The Morgan Hotel
Vefsíða hótels
![4 stars](/sites/vita.is/themes/vita_theme/images/stars.png)
Morgan hotel er nýtískulegt og mjög gott 4 stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett á Temple Bar hverfi í hjarta Dublinar.
Á hótelinu eru 61 herbergi, standard, de luxe herbergi og svítur. Á herbergjum hótelsins sem og á hótelinu öllu er blandað saman nokkrum „stílum“ úr arkitektasögunni þar sem lögð er áhersla á að gestir upplífi vellíðan og notalegheit. Öll herbergi eru vel útbúin með öllum helstu þægindum s.s. sjónvarpi, síma, þráðlausu neti, öryggishólfi, kaffi/te setti, öryggishólfi og hárþurrku.
Skemmtilegur bar er á hótelinu þar sem allt iðar af lífi þegar líður á kvöld, enda er hótelið staðsett í einum liflegasta hluta borgarinnar Temple Bar hverfi. Úrval veitingastaða og kráa má svo finna í næsta nágrenni.