fbpx Club Maspalomas, hugguleg smáhýsi í Maspalomas

Club Maspalomas Suites and Spa
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Club Maspalomas Suites and Spa er hugguleg íbúðasamstæða í rólegu hverfi sem heitir Campo International Maspalomas á Kanarí.
Einungis fyrir fullorðna.

Húsin henta vel fyrir einn, tvo eða þrjá fullorðna. Í hverju húsi er eitt svefnherbergi og flísalagt baðherbergi með sturtu. Hægt er að panta herbergi með svefnsófa. Allar íbúðir eru með loftkælingu og upphitun.
Stofan er með gæða húsgögnum og snjallsjónvarpi. Hverri íbúð fylgir verönd með garði og húsgögnum. Í íbúðunum er ókeypis internet tenging.

Á svæðinu eru tvær sundlaugar, önnur upphituð, og umhverfis þær er stór hellulagður pallur með ókeypis sólstólum og sólhlífum. Stóra sundlaugin er með braut til að synda. Fyrir ofan aðra sundlaugina er sólbaðsaðstaða. 

Hótelið hefur yfirbragð heilsuhótels þar sem auðvelt er að stunda líkamsrækt og heilsulindin er vel útbúin með hengirúmum, nuddi, gufubaði og ísgosbrunn.
Annars vegar er girnilegur hlaðborðsveitingastaður á svæðinu og hins vegar a la carte veitingahús. Einnig er bar við sundlaugarnar.
Móttakan er opin allan sólarhringinn.

Club Maspalomas Suites and Spa er fyrir alla sem vilja huga að heilsunni í rólegu umhverfi. Staðsetningin er aðeins frá miðsvæði Maspalomas en lítið mál að taka t.d. leigubíl. 

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 32 km
  • Frá miðbæ: 1 km frá Playa del Ingles
  • Frá strönd: 1,5 km

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Þráðlaust net
  • Sundlaugabar
  • Verönd/svalir
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gufubað
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Sundlaug

Vistarverur

  • Minibar: Gegn gjaldi
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Þráðlaust net
  • Te- eða kaffiaðstaða
  • Verönd/svalir
  • Herbergi
  • Hárþurrka
  • Hárþurrka

Fæði

  • Hálft fæði, Fullt fæði, Morgunmatur

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun