fbpx IFA Faro er glæsihótel á frábærum stað í Maspalomas.

Faro, a Lopesan Collection hotel, Maspalomas
5 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Faro, a Lopesan Collection hotel er glæsilegt hótel á frábærum stað í Maspalomas. Nokkur skref eru niður á ströndina og útsýnið yfir sandöldurnar og hafið er óviðjafnanlegt. Hótelið er ætlað fullorðnum.

Í hótelinu eru 182 rúmgóð og fallega hönnuð herbergi sem skiptast í deluxe  og superior herbergi, ásamt junior svítum sem rúma tvo til þrjá fullorðna. Einnig er hægt að sérpanta herbergi í ,,dbl deluxe" flokknum með hjólastólaaðgengi. Öll herbergin hafa verið tekin í gegn og hafa að geyma nútímaþægindi eins og loftkælingu, sjónvarp, síma, minibar, öryggishólf, ketill og Nespresso kaffivél. Hárþurrka, baðsloppar og baðvörur eru inná baðherbergjum.  Við öll herbergi eru svalir búnar húsgögnum. 

Matargerðin á hótelinu er rómuð og mikið úrval af gómsætum réttum. Morgunverður er reiddur fram af hlaðborði og á kvöldin svigna borðin undan kræsingum, jafnt þjóðlegum sem alþjóðlegum. Á kvöldin er ekki amalegt að slaka á og njóta gullfallegs útsýnisins með svalandi drykk við hönd og njóta lifandi tónlistar, taka jafnvel nokkur spor. 

Í hótelgarðinum er sundlaug og fínasta sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Á þakveröndinni er  glæsileg sólbaðsaðstaða, 2 sundlaugar og útsýni til allra átta. 

Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, auk hárgreiðslustofu, verslana og þvottaþjónustu. Móttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við bílaleigu og gjaldeyrisskipti. Þráðlaust internet er á öllum svæðum hótelsins. Faro hótelið er við suðurenda Las Palomas-strandarinnar, rétt við vitann sem hótelið dregur nafn sitt af. Þeir sem kjósa frekar ströndina geta baðað sig í söltum sjónum og notið þess að finna sandinn á milli tánna á ströndinni sem er alveg við hótelið. Nóg er af annarri afþreyingu í nágrenninu, vatnasport, köfun, hestaferðir, tennis og ekki má gleyma golfvöllunum en hótelgestir fá afslátt á tveimur þeirra. 

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Faro, a Lopesan Collection hotel

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 36 km
  • Frá strönd: Við strönd
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Nettenging
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Minibar
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka
  • Baðsloppar

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun