Garni Schenk
Vefsíða hótels
Garni Schenk er þægilegt lítið hótel á góðum stað í Selva, rétt hjá hótel Somont sem margir þekkja.
Í hótelinu eru 14 hlýlegar vistarverur sem skiptast í einstaklingsherbergi og herbergi sem rúma tvo, superior herbergi sem rúma allt að 3 eða 2 fullorðna og 2 börn og svo fjölskylduherbergi sem rúma fjóra. Innréttingar eru klassískar, í alpastíl, úr ljósri furu og með rauðu áklæði. Viðarbjálkar í loftum og teppi er á gólfum. Allar vistarverur eru búnar nútímaþægindum eins og sjónvarpi með gervihnattarásum, síma, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu, gestum að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og ókeypis baðvörur.
Við öll herbergi eru rúmgóðar svalir, með útsýni yfir hótelgarðinn og hluta Dólómítafjallgarðsins.
Morgunverður með bæði heitum og köldum réttum er af hlaðborði í veitingasal alla daga.
Heilsulind með gufubaði er í hótelinu, þar sem upplagt er að slaka á eftir daginn, og hvíldarhreiður með bekkjum.
Garni Schenk er einstaklega þægilegt fjölskyldurekið hótel á frábærum stað í Selva. Skemmtilegir veitingastaðir og verslanir eru í léttu göngufæri og stutt í almenningssamgöngur til að komast til næstu bæja.
Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Frá skíðalyftu: 20 m frá Ciampinoi lyftunni
- Frá miðbæ: Í léttu göngufæri
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi
- Ísskápur
- Kaffivél
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði