Halley hotel & apartments by Melia
Vefsíða hótels
Nútímalegt íbúðarhótel sem býður bæði upp á stúdíó íbúðir og íbúðir með tveimur svefnherbergjum.
Gististaðurinn er staðsettur Levante meginn á Benidorm og tekur það um 10 mín. að ganga á ströndina og um 7 mínútna göngufjarlægð er á milli Halley og hótel Melia Benidorm sem margir þekkja.
Á Halleys er móttaka og lítill sundlaugargarður með sundlaug, barnasundlaug og sólbekkjum allt um kring. Einnig má þar finna snarlbar sem býður upp á ískalda drykki, enskan morgunverð og einfalda rétti m.a. tapas. Hægt er að velja hvort maður situr úti eða inni.
Íbúðirnar eru nútímalega innréttaðar, einfaldar en þægilegar, útbúnar öllu því helsta sem þarf til að njóta dvalarinnar. Meðal þæginda sem boðið er upp á eru vel búin baðherbergi með helstu snyrtivörum, loftkæling, örbylgjuofn, kæliskápur, sjónvarp, setusvæði, öryggishólf með plássi fyrir fartölvu, þráðlaust internet og einkasvalir. Hótelið er átján hæðir svo útsýnið er ekki af verri endanum.
Fjarlægðir
- Frá strönd: 10 mín. göngufjarlægð
- Frá miðbæ: 2 km.
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni