NYX Hotel Dublin Christchurch
Vefsíða hótels
NYX Hotel Dublin Christchurch sem áður hét Hard Rock Hotel í Dublin er glæsilegt hótel, staðsett miðsvæðis í Temple Bar hverfinu. Dvöl á hótelinu er upplifun og tónlist er einkennandi fyrir hótelið, hvar sem litið er.
Á hótelinu eru 120 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru rúmgóð, litrík og kósý með fallegum viðarhúsgögnum, listaverkum í tónlistarþema, góðum rúmum og teppum á gólfum. Í öllum herbergjum eru loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp, lagalisti, skrifborð, kaffivél og svæði þar sem hægt er að setjast niður, slaka á og hlusta á tónlist. Baðherbergi eru snyrtileg, þau eru flísalögð og þar eru sturta, hárblásari og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er líflegur veitingastaður sem er opinn allan daginn og fram á kvöld. Þar er hægt er að panta sér morgunmat eða njóta kvöldverðar í skemmtilegu andrúmslofti. Einnig er hægt að panta mat upp á herbergið og njóta í afslappandi umhverfi. Á hótelinu er kaffihús og í anddyri hótelsins er bar þar sem plötusnúðar eða tónlistarmenn skapa kósý og upplífgandi setustofustemningu. Allt í kring um hótelið eru veitingarstaðir, barir og kaffihús með fjölbreytt úrval. Mikið líf er í grennd við hótelið og stutt að fara í partý en ef gestir nenna ekki út af herberginu sínu býður hótelið upp á fjölbreytta afþreyingu. Það er til dæmis hægt að taka jógatíma í sjónvarpinu, hlusta á geggjaða einstaklingsmiðaða lagalista í hljóðkerfi herbergisins, panta plötuspilara og plötur eða jafnvel Fender rafmagnsgítar og magnara með heyrnartólum upp á herbergi.
Hótelið er áhugaverður kostur fyrir fjölbreyttar tegundir ferðamanna en ekki síst fyrir þá sem elska tónlist. Staðsetningin er frábær, stutt í sögu- og menningartengda áfangastaði og margt af því helsta sem einkennir Dublin í göngufæri. Auðvelt er að komast í sporvagninn ef gestir hafa hug á að fara út fyrir svæðið.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 12 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Frá miðbæ: 300 m í Temple Bar svæðið
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi
- Kaffivél
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka