Savoy
Vefsíða hótels
Mjög gott fjögurra stjörnu superior hótel staðsett á mjög góðum stað í Selva eða við hliðin á Hótel Somont sem margir þekkja. Hægt er að skiða bæði til og frá hótelinu.
Hótel Savoy býður upp á mjög góða aðstöðu sem dæmi má nefna móttaka opin allan sólarhringinn, veitingastaður þar sem lögð er áhersla á fersk og gæða hráefni, bar og setustofa.
Öll herbergi eru með svölum, sjónvarpi, síma, internet tengingu og fullbúnu baðherbergi þar sem eru helstu snyrtivörur og hárþurrka.
Á hótelinu er glæsilegt spa sem hefur allt verið tekið í gegn, þar má m.a. finna bæði gufubað og blautgufu, sundlaug o.fl. Einnig er hægt að panta gegn gjaldi í nudd og aðrar snyrtimeðferðir.
Frábær kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig í skíðafríinu.
Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.