Sol Torremolinos Don Pedro, Torremolinos
Vefsíða hótels

Hótel Don Pedro er hlýlegt og notalegt fjögurra stjörnu hótel staðsett í hjarta Torremolinos, aðeins örfáum mínútum frá hinni frægu Bajondillo-strönd. Hótelið er hluti af Sol Torremolinos Resort og býður upp á einstakt andrúmsloft þar sem spænsk gestrisni og þægindi fara hönd í hönd.
Á hótelinu er boðið upp á rúmgóð og vel búin herbergi með loftkælingu, sjónvarpi og svölum þar sem gestir geta notið sólarinnar. Móttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólkið leggur metnað í persónulega þjónustu.
Gestir hafa aðgang að útisundlaugum, sólarverönd og sameiginlegum aðbúnaði með systurhótelunum Don Pablo og Don Marco en þessi þrjú hótel eru staðsett nálægt hvort öðru og mynda saman eitt stærsta og vinsælasta hótelasvæði Torremolinos. Þar er einnig fjölbreytt afþreying, veitingastaðir, barir og heilsulind með nuddpottum og líkamsræktaraðstöðu.
Stutt er í verslanir, veitingastaði og skemmtanalíf og miðbæ í Torremolinos
Hótel Don Pedro er frábært val fyrir þá sem vilja blanda saman afslöppun, sól og góðri staðsetningu.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 7 km
- Frá strönd: 5 mínútna gangur
- Frá miðbæ: 10-15 mínútna gangur
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug
- Sundlaugabar
- Barnasundlaug
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Gestamóttaka
- Skemmtidagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Heilsulind
- Líkamsrækt
Vistarverur
- Te- eða kaffiaðstaða
- Minibar
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Hárþurrka
- Herbergi
- Herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða - þarf að sérpanta
- Verönd/svalir
Fæði
- Allt innifalið, Morgunverður, Hálft fæði