fbpx Sol Torremolinos Don Marco, Torremolinos | Vita

Sol Torremolinos Don Marco
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Sol Don Marco er hlýlegt og fágað fjögurra stjörnu hótel, staðsett við hina vinsælu Bajondillo-strönd í Torremolinos, aðeins um 1,5 km frá líflegum miðbænum. Hér mætast náttúrufegurð, rólegheit og fyrsta flokks þjónusta á einstaklega notalegan hátt.

Hótelið er hluti af Sol Torremolinos Resort, þar sem þrjú systrahótel – Sol Don Marco, Sol Don Pablo og Sol Don Pedro – mynda saman lítið þorp í fallegum hefðbundnum spænskum stíl. Gestir hafa aðgang að allri sameiginlegri aðstöðu hótelanna, sem felur í sér m.a. glæsilega sundlaugagarða með átta sundlaugum, sólbekkjum og sólhlífum – með nóg pláss fyrir alla til að njóta sólar og slökunar.

Á hótelsvæðinu er smekklega innréttuð heilsulind, þar sem gestir geta slakað á í innisundlaug, nuddpottum, gufu og tyrknesku baði. Þar er einnig vel útbúin líkamsræktaraðstaða og gegn aukagjaldi er hægt að panta nudd og snyrtimeðferðir – tilvalið fyrir þá sem vilja dekra við sig í fríinu.

Herbergin eru rúmgóð og þægileg, með klassískum og hlýlegum innréttingum. Þau eru öll með loftkælingu, flatskjá, kæliskáp, svölum og baðherbergi með baðkari og/eða sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Flest herbergin eru 20–25 fermetrar, með svefnaðstöðu og litlum setkrók – fullkomin fyrir afslöppun eftir góðan dag í sól og sjó.

Gestir geta valið á milli morgunverðar eingöngu, hálfs fæðis (morgunverður og kvöldverður) eða allt innifalið. Boðið er upp á þrjá veitingastaði þar sem matur er borinn fram á hlaðborði með ríkulegu úrvali. Restaurant Córdoba, aðalveitingastaður Sol Don Marco, leggur áherslu á gæðahráefni og fjölbreytt þema á hverju kvöldi – m.a. spænskt, ítalskt, asísk blanda og grillréttir.

Barir eru á öllum þremur hótelunum, bæði innan- og utandyra, þar sem hægt er að njóta drykkja og léttara snæðings í afslöppuðu andrúmslofti. Á kvöldin skapast góð stemning með lifandi tónlist á músíkbarnum, og þeir sem vilja geta dillað sér í takt við tónlistina.

Kvöldskemmtanir með sýningum og tónlist eru í boði reglulega – fullkomið til að njóta kvöldsins í góðum félagsskap.

Sol Don Marco er frábær valkostur fyrir pör og einstaklinga sem leita að notalegri og rólegheitum í fríinu með öllum helstu þægindum innan seilingar. Í næsta nágrenni er úrval veitingastaða, verslana og afþreyingar, svo allt er til staðar fyrir skemmtilegt og afslappandi frí.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 7 km.
  • Frá miðbæ: 1,5 km. Torremolinos
  • Frá strönd: 200 metrar

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Sundlaug
  • Sundlaugabar
  • Barnasundlaug
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Sólbekkir
  • Gestamóttaka
  • Skemmtidagskrá
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Heilsulind
  • Gufubað
  • Líkamsrækt
  • Nuddpottur
  • Innisundlaug

Vistarverur

  • Te- eða kaffiaðstaða
  • Minibar
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Sturta og/eða baðkar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Allt innifalið, Hálft fæði, Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun