fbpx Jardin del Atlantico | Vita

Jardin Del Atlantico, Playa del Inglés
3 stars

Vefsíða hótels

Jardin del Atlantico er einfalt og þægilegt íbúðahótel á líflegum stað á Ensku ströndinni, aðeins 5 mínútna gangur niður á strönd. Afþreying á hótelinu og veitingastaðir, verslanir og barir í götunum í kring. Hótelið er nýlega uppgert.

Í hótelinu eru 334 íbúðir, allar með einu svefnherbergi. Standard íbúðirnar leyfa allt að 3 fullorðna en Deluxe íbúðirnar leyfa allt að 3 fullorðna og 1 barn. Deluxe íbúðirnar hafa eftirfarandi umfram Standard íbúðirnar, hárþurrku, örbylgjuofn, sundlaugarhandklæði, svefnsófa og frítt internet. Internet er einnig í Standard íbúðunum en gegn gjaldi. Hægt er að velja um án fæðis eða með morgunverði, hálfu fæði eða með öllu inniföldu.

Í hótelgarðinum eru 4 sundlaugar þar af ein upphituð, önnur grunn laug og barnalaug. Þar má einnig finna sundlaugarbar með léttum veitingum. Á hótelinu er einnig fín líkamsræktaraðstaða, hárgreiðslustofa og heilsulind þar sem hægt er að panta nudd, allt gegn auka gjaldi. Fín afþreying er á hótelinu s.s. tennisvöllur, minigolf, billjard og barnaleikvöllur. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bíla- og reiðhjólaleiga

Jardin del Atlantico er á frábærum stað og góður kostur fyrir bæði pör og fjölskyldur. Aðeins 400 metrar eru niður á strönd og nóg er af veitingastöðum, verslunum og afþreyingu af öllu tagi í léttri göngufjarlægð. Bílastæði eru við hótelið. 

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Sundlaugabar
  • Allt innifalið
  • Hálft fæði
  • Morgunmatur
  • Án fæðis
  • Líkamsrækt

Vistarverur

  • Eldhúsaðstaða
  • Þráðlaust net
  • Hraðsuðuketill
  • Te- eða kaffiaðstaða
  • Verönd/svalir
  • Ísskápur
  • Íbúðir
  • Kaffivél
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun