fbpx Somabay í Egyptalandi | Vita

Somabay í Egyptalandi

paradís við kristaltært Rauðahafið fyrir íslenska kylfinga yfir vetrartíma! Magnaður 18 holu golfvöllur ásamt flóðlýstum par 3 velli!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Somabay í Egyptalandi á frábæru verði - Glæsilegt hótel við magnaðan 18 holu golfvöll ásamt flóðlýstum 9 holu par 3 velli! Mikið úrval afþreyingar utan golfvallar - Innifalið hálft fæði og golfbíll!

Tvær 11 nátta ferðir í nóvember 2025
10. - 21. nóv
20. nóv - 1. des

„Somabay er einfaldlega skemmtilegasta og besta nýjung fyrir verðið sem við höfum boðið uppá lengi! Þessi staður er algjör paradís, ekki eingöngu fyrir vana kylfinga heldur einnig fyrir kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref í golfi. Ég hef hvergi séð jafn flotta aðstöðu til að læra golf eins og verður í boði í golfskóla okkar á Somabay. Ég er algjörlega sammála ummælum Jón Þórs fararstjóra okkar fyrir néðan og ég mæli eindregið með golfferð til Somabay fyrir íslenska kylfinga!" - Peter Salmon

Somabay er magnaður 1000 hektara afgirtur flói um 40 mín akstur frá Hurghada flugvelli í Egyptalandi. Í flóanum er 9 km strandlengja með óskertu útsýni yfir Rauðahafið til þriggja átta. Alls kyns afþreying er í boði fyrir gesti á Somabay. Allt frá bátsferðum með úrval vatnasporta, fjórhjólaferðum í eyðimörkinni, gras tennisvellir, padel vellir, skvass vellir, körfubolta, handbolta og fótboltavöllur, vatnsrennibrautir, ólympískar sundlaugar, Go kart braut og paint ball. Hægt er að leigja reiðhjól eða golfbíl í heilan eða hálfan dag til afnota innan svæðisins. Meðalhitastig á þessum árstíma er um 24 gráður, þetta er því fullkominn vetraráfangastaður fyrir íslendinga. Aðeins þeir sem eru hótelgestir eða búa á svæðinu hafa aðgang að því sem boðið er uppá á Somabay.

Hótel
The Cascades Golf Resort, Spa og Thalasso er vel staðsett ofarlega í miðju Somabay flóans með mögnuðu útsýni yfir golfvöllinn og Rauðahafið úr þremur áttum. Fyrsti teigur er við hlið hótelsins og frá matsalnum er horft yfir 9 og 18 braut. Hótelið er mjög huggulegt og er innréttað í klassískum stíl. Öll Deluxe og Executive herbergi eru 44 fermetrar með svölum og með útsýni yfir golfvöll og Rauðahafið (Executive herbergin er einnig með útsýni yfir Sundlaug.) Öll herbergi eru með sturtu og baðkari og fylgja sloppar, inniskór, hárblásari og straubretti hverju herbergi, (kaffivélar eru inná Executive herbergjum.) Gary Player svítur eru 120 fermetrar að stærð með stórri stofu, borðstofu, eldhúskrók, stórum svölum ásamt stóru svefnherbergi með stóru hjónarúmi.
Stór upphituð úti sundlaug er á hótelinu. Góð líkamsræktarstöð er á hótelinu með gufubaði og sauna or er opinn milli 07:00 til 20:00. Reglulegar skutlur eru frá hóteli að ströndinni (um 2 mín akstur). Hraðbanki er á hótelinu og hægt að taka út Egypsk pund, einnig er hægt að greiða með evrum og korti á flest öllum stöðum.

Veitingastaðir
Á hótelinu er nokkrir veitingastaðir. Dunes er aðal veitingastaðurinn þar sem morgun og kvöldverðarhlaðborðið er staðsett (innifalið í pakkanum), frá þessum veitingastað er magnað útsýni yfir golfvöllinn, ströndina og Rauðahafið. Við 18 og 9 flöt er Spikes sportbar sem er opinn í hádegismat með góðu úrvali af mat og drykk, opið milli 12:00-17:00. Eagle´s nest er bar á efstu hæð hótelsins, þar fæst matur og drykkur milli 16:00-01:00. Sheshell er veitingastaður við ströndina í eigu hótelsins og er opinn milli 12:00-17:00.

Golf
Somabay golfvöllurinn er 18 holu Championship golfvöllur hannaður af Gary Player, fyrsti teigur og klúbbhúsið er við hótelið ásamt 9. og 18 gríni. Völlurinn teigir sig frá Miðju flóans þar sem Cascades hótelið er staðsett alveg niður að Rauðahafinu, þar eru nokkrar stórkostlegar golfholur, ber að nefna 4-6 hola og 14-15 hola sem liggja við glitrandi hafið. Klúbbhúsið er staðsett við hlið hótelsins og hægt er að versla helsta golfbúnaðinn ásamt úrvali kaffidrykkja og annara drykkja.

Við klúbbhúsið er einnig 9 holu par 3 völlur og 5000 fermetra stuttaspil svæði sem liggur meðfram 300 metra æfingarsvæði. Hægt er að slá í báðar áttir á æfingarvæðinu af mottum og grasi. Neðan við æfingarsvæði er lítið klúbbhús þar sem stutt er á fyrst teig par 3 vallarins og stutta spil svæðis, þar er hægt að fá drykki. Öll þessi 3 svæði eru flóðlýst á kvöldin til kl 22:00. Sólsetur er um 17:30.
Par 3 holu völlurinn er með holum frá 100-150 metrum og er honum mjög vel viðhaldið. Par 3 völlurinn spilast einnig sem fótboltagolf völlur, á hverri holu eru tvö flögg, ein venjuleg hola og ein stærri fyrir fótboltann. Á par 3 vellinum eru eingöngu golfkerrur leyfilegar og engir golfbílar. Á sutta spil svæði er hægt að æfa öll högg í bókinni og er þetta svæði með því betra sem finnst. 

Annar 18 holu golfvöllur er í byggingu á Somabay og fyrstu 9 holurnar eiga að vera tilbúnar í október 2025. Ef sú áætlun stennst bætist þessi möguleiki við hinar frábæru golf aðstöðu á svæðinu.

Golf aukakostnaður okkar farþega:
Auka 9 holur á Championship velli - 40 evrur á mann með golfbíl (almennt verð 60 evrur)
Auka 9 holur á New Course velli - 40 evrur á mann með golfbíl (almennt verð 60 evrur)
Par 3 holu völlur - 20 evrur á mann 9 holur með kerru (almennt verð 28 evrur)
Æfingarsvæði - 5 evrur fyrir 50 bolta
Stuttaspilsvæði - 8 evrur á klukkustund

Rástímar
Allir rástímar okkar á Championship velli eru frá 08:20 til 10:20 alla spiladaga.

Golfskóli
Golfskóli er í boði á Somabay. Kennslan fer fram á morgnana í 2-3 tíma daglega í 6 daga. Frábærar aðstæður eru fyrir golfskóla á Somabay, á meðan skóla stendur er aðgangur að 300 metra æfingarsvæði, 5000 fermetra stuttaspil svæði og 9 holu par 3 velli, allt innifalið í golfskóla pakkanum. Ásamt þessu verða 2 x 18 holu hringir á aðalvellinum með golfbíl í golfskóla pakkanum. Kennari skólans er Davíð Gunnlaugsson PGA kennari. ATH aðeins eru 8 sæti í boði í hverri ferð.

Spa
Á Hótelinu er 7.500 fermetra Spa með 21 nuddherbergi, allt frá Íþrótta, sænsku eða Tælensku nuddi uppí andlits og fótameðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Þar er einnig verslun sem selur sundföt, olíur, sólarvörn o.s.frv. Stór inni nuddpottalaug og einnig upphituð útilaug. Sauna klefar og kaldur pottur. 

Somabay Marina
Verslunarkjarni er við höfnina við byrjun strandlengjunnar sem ber nafnið Marina, þar er gott úrval er af veitingarstöðum; steikarstaður, ítalskur, kínverskur, mexíkóskur og hamborgarastaður svo eitthvað sé nefnt, einnig eru nokkrir barir og búðir. Í kjarnanum er súperkarkaður, apótek, læknaþjónusta og vínbúð. Boðið er uppá skutlu til og frá hótelinu að Marina og tekur aksturinn um 2 mín.

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Innifalið

  • Flugupplýsingar

Somabay í Egyptalandi

Ég var svo heppinn að fá að heimsækja Egyptaland nýlega og skoða Somabay – eitt glæsilegasta golfsvæði sem ég hef komið á! 

Svæðið býður upp á allt sem kylfingar geta óskað sér og meira til. Þar er 18 holu golfvöllur, hannaður af Gary Player, sem liggur meðfram Rauðahafinu og býður upp á stórkostleg útsýni á mörgum holum. Æfingaraðstaðan er á heimsmælikvarða, með æfingarsvæði þar sem slegið er frá báðum endum, stuttaspilssvæði á stærð við fótboltavöll og 9 holu par 3 völl – allt flóðlýst til miðnættis. 

Í göngufæri frá hótelinu er Marina, líflegur miðbær við höfnina þar sem finna má fjölbreytta veitingastaði, verslanir og afþreyingu. Auk golfsins er úrval íþróttavalla – tennis, padel, squash, körfubolti og fótbolti – ásamt ótal öðrum möguleikum eins og snorkli, köfun, paintball, go-kart, vatnsrennibrautagarði og jafnvel báta- og snekkjuleigu. Það er meira að segja hægt að slá golfbolta af stafni skips út á fljótandi flöt í miðju Rauðahafinu! 

Á hótelinu er svo eitt stærsta spa í Egyptalandi, 7.500 m2 takk fyrir! 

Somabay er algjör paradís fyrir íslenska kylfinga á vetrartímum. Ég hlakka mikið til að leiða viðskiptavini Icelandair Vita / Peter Salmon Golf á þennan stórkostlega áfangastað í framtíðinni. 

- Jón Þór Gylfason fararstjóri á Somabay / Janúar 2025

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef HRG

    7,5

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun