Savoy Palace
Vefsíða hótels
Savoy Palace er glæsilegt 5 stjörnu hótel á góðum stað í Funchal og eitt af lúxus hótelunum á Madeira. Á hótelinu er úrval veitingastaða og bara, hlaðborðsveitingastaður þar sem morgunverður er borinn fram en einnig fallegir veitingastaðir þar sem hægt er að sitja inni og úti. Garðurinn er fallegur og góð sólbaðsaðstaða. Sundlaug og barnalaug er í garðinum, einnig upphituð innilaug og sundlaug og solarium á þaki hótelsins. Líkamsræktaraðstaða og spa er á hótelinu þar sem í boði eru ýmis konar meðferðir.
Herbergin eru falleg og rúmgóð, um 40 fm. Þau eru öll með svölum, loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, kaffiaöstöðu, sloppum og inniskóm. Þráðlaust internet er um allt hótelið.
Aðstaða
- Expresso kaffivél
- Veitingastaður
- Bar
- Baðsloppar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Lín og handklæðaskipti
- Sjónvarp
- Te- eða kaffiaðstaða
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
Fæði
- Morgunmatur