Sigling um Rínarfljót
Ógleymanleg sigling um Rínarfljótið
Myndagallerí
Ógleymanleg sigling um Rínarfljótið
Sjö daga sigling um fljót Rínar
22. - 30.maí 2025
Uppseld
Frankfurt, Köln, Königswinter, Koblens, Rüdesheim, Mainz
Stutt ferðalýsing
Beint flug með Icelandair til Frankfurt þann 22. maí klukkan 07:20 um morguninn og lent kl. 13:00 að staðartíma. Gist verður á hóteli Maritim í eina nótt fyrir siglingu. Eftir morgunverð verður ekið til Heidelberg þar sem við skoðum m.a. Heidelberg kastalann áður en ekið er að skipi. Seinnipart dags verður farið um borð í A- Rosa Clea og siglt af stað kl. 21:00. Siglt er eftir Rínarfljóti og eftir Rínardal þar sem komið er við í dásamlegum borgum og bæjum. Komið í land aftur í Frankfurt að morgni 30. maí. Eftir morgunverð verður svo ekið á flugvöllinn í Frankfurt þaðan sem flogið verður til Keflavíkur klukkan 14:00.
Flug:
Flugnúmer | Dags | Flugvöllur | Kl | Flugvöllur | Kl |
FI520 | 22.maí | Keflavík | 07:20 | Frankfurt | 13:00 |
FI521 | 30.maí | Frankfurt | 14:00 | Keflavík | 15:45 |
Siglingaleiðin:
Dagur | Áfangastaður | Koma | Brottför |
23.maí | Frankfurt/Main, Þýskalandi | 21:00 | |
24.maí | Köln, Þýskalandi | 11:00 | - |
25.maí | Köln, Þýskalandi | - | 10:00 |
25.maí | Königswinter, Þýskalandi | 14:00 | - |
26.maí | Königswinter, Þýskalandi | - | 03:00 |
26.maí | Koblenz, Þýskalandi | 07:00 | - |
27.maí | Koblenz, Þýskalandi | - | 08:00 |
27.maí | Siglt fram hjá Loreley kletti | - | - |
27.maí | Rüdesheim, Þýskalandi | 15:00 | - |
28.maí | Rüdesheim, Þýskalandi | - | 18:00 |
28.maí | Mainz, Þýskalandi | 08:30 | - |
29.maí | Mainz, Þýskalandi | - | 08:00 |
29.maí | Frankfurt/Main, Þýskaland | 13:00 | - |
30.maí | Frankfur/Main, Þýsk | - | - |
A-Rosa Clea
A-Rosa Clea er fljótabátur sem siglir á Rín og er í eigu þýska skipafélagsins A-Rosa. Clea er 110 m. á lengd og 11,45 m. á breidd. Á þessu skipi eru 70 klefar, allir búnir helstu þægindum. Klefarnir eru ýmist með glugga eða með svokölluðum Juliette-svölum. Klefarnir eru allir með öryggishólfi, loftkælingu, sjónvarpi og hárblásara, baðherbergin með snyrtivörum og sloppum. Rúmgott sólardekk með sólbekkjum, heitum potti, æfingaraðstöðu og stóru taflborði auk annarra leiktækja. Veitingastaðir, bæði hlaðborð og einnig grill og a la carte staður og bar. Njótið fljótasiglinga á Rín sem er ein lengsta á í Evrópu og rennur í gegnum alls 10 lönd, sem eru fleiri en nokkur önnur á. Meðfram Rín má sjá magnað landslag, kastala, rómantísk þorp, líflegar borgir, gamla miðaldabæi, timburhús og nútímalegan arkitektúr.
Rín
Eftir að skógarnir sem náðu út í Rínarfljót voru fjarlægðir hefur Rín liðast rólega áfram næstum alla leið frá upptökum til sjávar. Það er undursamlegt að sigla með fljótabát í nokkra daga, meðfram kastölum, höllum og klaustrum og að fallegum þýskum bæjum.
Fimmtudagur 22. maí Keflavík - Frankfurt
Flogið er til Frankfurt með Icelandair í morgunflugi kl. 07:20 og lent um kl. 13:00. Þar bíður rúta sem ekur að hótel Maritim þar sem gist er eina nótt fyrir siglingu.
Föstudagur 23. maí A-Rosa Clea
Morgunverður er á hótelinu og um miðjan dag er ekið að skipi, með viðkomu í Heidelberg. A-Rosa Clea leggur af stað kl. 21:00. Kvöldverður og skemmtun er á skipinu öll kvöld.
Laugardagur 24. maí Köln
Morgunverður um borð á meðan siglt er eftir Rínarfljóti. Klukkan 11:00 er fyrsta stopp í Köln þar sem stoppað er í eina nótt. Í Köln gefst okkur tækifæri að rölta um gamlar þröngar götur í miðbænum. Helsta kennileiti Kölnar er Kölnardómkirkjan sem vakir yfir allri borginni, en hún er þriðja stærsta kirkjubygging í heimi, 157,38 metrar. Heimamenn telja Köln vera meðal bestu borga í heimi og vinsemd borgarbúa lætur gestum líða eins og heima hjá sér.
Sunnudagur 25. maí Königswinter
Klukkan 14:00 verður lagt við festar í Königswinter sem er borg rík af sögu. Borgin er staðsett við rætur Siebengebirge-fjallanna og dulræn fegurð þessa svæðis sést vel frá ánni. Drachenburg kastalinn gnæfir tignarlega yfir Rín og skammt frá honum er að finna Drachenfels kastalarústirnar. Klukkan 03:00 aðfaranótt mánudags leggur báturinn úr höfn til Koblenz.
Mánudagur 26. maí Königswinter - Koblenz
Komið verður að höfninni í Koblenz um klukkan 07:00 um morguninn. Borgarmyndin er falleg og þar eru fjölmörg sögu- og menningarleg kennileiti. Skoðaðu hallirnar í Koblenz, virðulegar byggingar, glæsileg íbúðarhús, þröng stræti og rómantísk götuhorn en saga borgarinnar nær aftur um yfir 2000 ár sem gerir hana að einni af elstu borgum í Þýskalandi.
Þriðjudagur 27. maí Koblenz - Loreley - Rüdesheim
Klukkan 08:00 um morguninn verða landfestar leystar og við siglum í átt að Rüdesheim. Siglt er meðfram Loreley-klettinum sem er 132 m hár og skagar út í Rín. Kletturinn gefur frá sér bergmál og segir sagan að falleg hafmey hafi kastað sér út í Rín í örvæntingu yfir trúlausum elskuhuga og hafi eftir það setið á klettinum og leitt fiskimenn í dauðann með seiðandi söng sínum. Komið er til Rüdesheim klukkan 15:00. Íbúar bæjarins skilgreina stærsta aðdráttaraflið, hið heimsfræga Drosselgasse-stræti, sem „144 metra af joie de vivre“ eða lífsgleði. Þarna var miðja rómantísku stefnunnar sem varð fjölda skálda og tónlistarmanna að innblæstri en sem dæmi samdi Brahms þriðju sinfóníuna sína á þessum slóðum. Rüdesheim er best þekkti staðurinn á Rheingau-svæðinu og þar eru fjölmörg menningarleg kennileiti, glæsilegar byggingar og virki. Það sem fullkomnar svo heimsóknina til borgarinnar og nærsvæðis hennar er bolli af Rüdesheim-kaffi sem kemur frá bænum.
Miðvikudagur 28. maí Rüdesheim - Mainz
Um klukkan 06:00 um morguninn er lagt af stað til Mainz og er komið til bæjarins um klukkan 08:30. Mainz bleibt Mainz (eða ‘Mainz er alltaf Mainz’) er meira en bara máltæki því þessi fullyrðing lýsir hinum afslappaða lífsstíl sem íbúar borgarinnar eru stoltir af. Þetta viðhorf gerir borgina að ánægjulegum viðkomustað fyrir ferðamenn því hér er tekið einstaklega vel á móti nýju fólki. Tvö þúsund ára saga Mainz gerir borgina að einni af elstu borgum Þýskalands og í henni getur þú séð söguna lifna við á hverju götuhorni.
Fimmtudagur 29.maí Mainz - Frankfurt
Morgunverður og hádegisverður um borð og komið til Frankfurt um hádegið. Frankfurt er fæðingarstaður þýska rithöfundarins Johann Wolfgang von Goethe sem var einnig ljóðskáld, vísindamaður og heimspekingur. Einnig var fyrsti þýski þjóðfundurinn haldinn í Frankfurt7Main árið 1848. Í dag er stórborgin með helstu höfuðstöðvar banka og ein mikilvægasta viðskiptamiðstöð Þýskalands. Borgin er einnig þekkt fyrir mörg framúrstefnuleg háhýsi. Á siglingunni meðfram ánni sjáum við allar þessar stórkostlegu byggingar.
Föstudagur 30. maí Frankfurt/Main
Eftir morgunverð á bátnum er farið frá borði þar sem rúta bíður hópsins og ekið sem leið liggur að Frankfurtarflugvelli þaðan sem flogið er heim til Keflavíkur klukkan 14:00 og lent um klukkan 15:45.
-
Veðrið