Design Plus Bex Hotel, Las Palmas
Vefsíða hótels
Fallega og nútímalega hannað fjögurra stjörnu "boutique" hótel staðsett á frábærum stað í Las Palmas höfuðborg Gran Canaria.
Hótelið hefur allt verið nýlega tekið í gegn og má þar m.a. finna móttöku sem er opin allan sólarhringinn, líkamsræktaraðstöðu, bar og veitingastað þar sem reiddur er fram morgunverður. Upp á þaki hótelsins er glæsilegur bar og er þar hægt að gæða sér á gómsætum réttum og svala þorstanum með ljúffengum drykkjum á meðan horft er yfir borgina. Þarna er einnig sólbaðsaðstaða og sturtur.
Herbergin eru öll fallega hönnuð og hægt er að velja um deluxe herbergi eða superior. Öll eru þau með sjónvarpi, síma, minibar, loftkælingu og öryggishólfi. Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.
Góður kostur fyrir þá sem vilja vera í Las Palmas en þar má finna iðandi mannlíf, fallegar byggingar og þröng stræti, ásamt úrvali verslana og veitingastaða. Falleg og skemmtileg strönd er í Las Palmas en hún heitir Las Canteras og er aðeins í 3 mín. göngufjarlægð frá hótelinu.
Ath.Fararstjórar VITA eru ekki í Las Palmas en hægt er að nálgast þá í þjónustusíma.