Magic Aqua Rock Gardens, Benidorm
Vefsíða hótels
Fjörið endar aldrei á þessu skemmtilega þemahóteli á Benidorm. Safaríþema, vatnsleikjagarður, bar í helli í sundlauginni og fjöldinn allur af uppákomum er meðal þess sem bíður fjölskyldunnar á þessu hóteli.
Á hótelinu eru 254 herbergi sem skiptast í smærri og stærri vistarverur fyrir fjölbreyttar fjölskyldugerðir. Öll herbergin eru innréttuð í afrískum stíl og í þeim anda með moskítónet yfir rúmunum. Herbergin eru björt, veggirnir hvítmálaðir með smá litagleði hér og þar. Parket er á gólfum. Í herbergjunum er loftkæling, sjónvarp, skrifborð og lítill ísskápur, öryggishólf, frítt internet, sími og ketill. Stærri herbergin eru með stofu þar sem er svefnsófi og útgengt út á verönd eða svalir með útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð og þar er sturta og bað, hárþurrka, sími og snyrtivörur.
Innifalið eru máltíðir og drykkir. Veitingastaðurinn er með hlaðborð og sérstaka rétti sem höfða til barna.
Þarna eru líka tveir barir, annars vegar Chill out þar sem fullorðnir geta slakað á, sötrað á kokteila og notið útsýnisins. Hinn barinn er staðsettur í helli ofan í sundlauginni! Einnig er snakkbar þar sem hægt er að fá sér snarl yfir daginn.
Hótelgarðurinn er sannkölluð paradís fyrir börnin og alla fjölskylduna. Sundlaug með nuddsætum og fjöldinn allur af vatnsrennibrautum fyrir alla aldurshópa tryggja marga klukkutíma af skemmtun á hverjum degi. Sólbekkir og sólhlífar bjóða upp á góða aðstöðu til að slaka á með bók og fylgjast með krökkunum að leik. Fyrir ofan sundlaugina er stór LED skjár þar sem sýndar eru bíómyndir, íþróttaviðburðir og fleira. Krakkaklúbburinn heldur uppi dagskrá og skemmtun fyrir börnin. Inni á hótelinu er leikjaherbergi og innileikvöllur.
Fleiri afþreyingarmöguleikar eru að spila billjarð eða borðtennis, prófa pílukast eða bogfimi. Fyrir þau fullorðnu er líkamsræktarstöð og heilsulind með heitum potti og gufu en þar er hægt að panta sér nudd eða aðrar dekurmeðferðir. Á kvöldin er flutt lifandi tónlist eða skemmtiatriði, karókí og leikir. Ef stefnan er sett út fyrir hótelið þá er Levante ströndin aðeins 150m í burtu svo það tekur aðeins örfáar mínútur að rölta þangað til að njóta sólarinnar í sandinum. Einnig er stutt að fara í dýragarðinn.
Magic aqua rock gardens hótelið er gott hótel á rólegum stað en nálægt ströndinni.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 60 km
- Frá strönd: Nálægt strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Nettenging
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Ísskápur
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið