Pestana Casino Park
Vefsíða hótels
Pestana Casino Park er fallegt 5 stjörnu hótel á góðum stað, staðsett við höfnina í Funchal. Hótelið er umkringt stórum garði með fallegum gróðri. Góð sólbaðsaðstaða er í garðinum, sundlaugar og sólbekkir, "infinity" sundlaug, heilsulind með nuddpotti, tyrknesku baði, gufubaði og líkamsrækt. Nudd og aðrar meðferðir eru í boði gegn gjaldi. Á hótelinu er fallegur veitingastaður með hlaðborði ásamt á la carte veitingastað og bar. Frítt þráðlaust internet er á hótelinu.
Herbergin eru fallega innréttuð og hægt er að velja um standard herbergi, herbergi með útsýni yfir garðinn eða hliðarsjávarsýn. Herbergin eru öll með loftkælingu, öryggishólfi, hárþurrku og minibar.
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Gufubað
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunmatur