Serena
Vefsíða hótels
Stórfínt þriggja stjörnu hótel sem er á frábærum stað alveg við skíðalyfturnar þar sem meðal annars eru staðsettar kennslubrekkur Selva og margar aðrar spennandi brekkur fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Það er ekki ofsögum sagt að það megi beinlínis skíða út og inn af hótelinu - svo nálægt brekkunum er það. Næsta skíðlyfta er í um 10 metra fjarlægð. Á hótel Serena fæst þægileg gisting á góðu verði.
Hótelið er notalegt og vel við haldið þar sem hefðbundinn týrólskur stíll ræður ríkjum. Herbergi hótelsins eru vistleg, góð og einföld, Icelandair VITA er með samning um tvær gerðir herbergja: Comfort og Superior, öll herbergin eru parketlögð með sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Superior herbergin eru með setkrók eða sófa og eru því stærri, ásamt því að þar er innifalið baðsloppur og inniskór fyrir hótelgesti ásamt helstu snyrtivörum. Hægt er að sérpanta einstaklingsherbergi og fjölskylduherbergi sem taka 2 fullorðna og 2 börn.
Eins og áður hefur komið fram er hótelið staðsett rétt hjá barnabrekkum, þannig að það hentar einstaklega vel fyrir börn og aðra sem vilja fara í skíðakennslu.
Á hótel Serena er hálft fæði innifalið, morgunverður af hlaðborði þar sem fjöldi rétta er í boði og þriggja rétta kvöldverður á kvöldin.
Tiltölulega lítil en ágæt heilsuaðstaða er á hótelinu og er aðgangur að henni innifalin. Þar er gufubað, heitur pottur, ljósabekkur, hægt að fara í heitt og kalt fótabað og svo er hægt að panta nudd gegn gjaldi. Einnig er lítil líkamsræktaraðstaða.
Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Frá miðbæ: Í göngufæri - 5 mínútur
- Frá skíðalyftu: Við lyfturnar
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka: innifalin á superior herbergjum
Fæði
- Hálft fæði