fbpx Golfsigling til Dubai | Vita

Golfsigling til Dubai

Lúxus 14 nátta golfferð til Dubai ásamt 7 daga siglingu um Persaflóa mikið innifalið ásamt 9 golfhringjum

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Lúxus 14 nátta golfferð til Dubai ásamt 7 daga siglingu um Persaflóa
31. jan til 14. feb 2025!

Fararstjóri: Jón Þór Gylfason
 

Flogið verður með Icelandair og Emirates til og frá Dubai. Um er að ræða 7 daga siglingu um Dubai, Katar, Abu Dhabi og Oman. Á meðan siglingu stendur verða spilaður golfhringur á hverjum viðkomustað. Eftir siglingu lýkur verða 6 nætur á Hilton Palm hóteli í Dubai ásamt 5 golfhringjum. Samtals er ferðin 14 nætur ásamt 9 golfhringjum á mismunandi golfvöllum.

Hér er dagskrá ferðarinnar (ATH með fyrirvara um breytingar)

31. jan - 16:10 flug til London Heathrow, 22:00 flug frá London Heathrow til Dubai, áætluð koma til Dubai er 08:45 þann 1. febrúar

1. feb - 15:00 innritun í Costa Toscana skipið og frjáls dagur umborð

2.. feb - Golf á Jumeirah Fire Dubai - skipið er í höfn í Dubai

3. feb - 13:00 skipið siglir til Oman - frjáls dagur umborð

4. feb - 09:00 skipið kemur til Oman - Golf á Al Mouj golfvelli - 19:00 skipið siglir frá Oman

5. feb - Skipið siglir til Katar - frjáls dagur umborð

6. feb - Golf á Educational golfvelli - Katar - 16:00 skipið siglir frá Katar

7. feb - 08:00 skipið kemur til Abu Dhabi - Golf á Saadiyat golfvelli - 23:00 skipið siglir frá Abu Dhabi

8. feb - 08:00 skipið kemur til Dubai - Golf á Arabian Ranches golfvelli - akstur á Hilton Palm hótelið

9. feb - Frjáls dagur í Dubai

10. feb - Golf á Dubai Hills golfvelli

11. feb - Golf á Trump International golfvelli

12. feb - Golf á Al Zorah golfvelli

13. feb - Golf á Montgomerie golfvelli

14. feb - 08:00 Akstur frá hóteli til flugvallar - 12:10 flug frá Dubai til London Heathrow, 20:25 flug frá London Heathrow til Keflavíkur. Áætluð koma er 23:40 til Keflavíkur

Haldinn verður kynningarfundur fyrir brottför þar sem verður ítarlega farið yfir allar upplýsingar, dagskrá o.fl.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Verð og Innifalið

  • Flugtímar

Dubai golfsigling febrúar 2024

Við systur áttum alveg frábæran tíma með Vita í Golf Siglingu um Persaflóa. Við heimsóttum Dubai, Abu Dhabi, Qatar og Oman sigldum um Persaflóa og spiluðum golf á ótrúlega flottum golfvöllum.  Ferðin var vel skipulögð og farastjórinn Jón Þór var mjög góður, það var ekkert sem hann gat ekki fundið lausn á.  Þetta var draumaferð hjá okkur báðum og við hefðum líklega ekki farið á þessar slóðir án þess að vera í svona vel skipulagðri ferð þar sem allt var fyrsta flokks. Við mælum eindregið með að golfarar skoði þennan valkost.

- Jóhanna og Jónína Waagfjörð

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef DXB

    10

    Eftirmiðdagsflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun