Sun Palace Albir
Vefsíða hótels
Rólegt og þægilegt lúxushótel sem er staðsett á góðum stað á Albir, stutt frá ströndinni. Glæsilegt útsýni upp í fjöllin og út á Miðjarðarhafið. Hótelið hentar ferðamönnum með fjölbreyttar kröfur en er sérstaklega eftirsóknarvert fyrir alla sem vilja slaka á í sólinni.
Á hótelinu eru 216 herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi og tveggja til þriggja manna herbergi. Hönnunin á herbergjunum er nútímaleg en herbergin eru máluð í ljósum lit og ljósar flísar eru á gólfum. Húsgögn eru vandlega valin og ýta undir þægilega dvöl á hótelinu. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp, skrifborð og míníbar. Baðherbergin eru mjög snyrtileg en þau eru flísalögð með baðkari og sturtu, hárþurrku, stækkunarspegli og helstu snyrtivörum. Einnig eru svalir með útihúsgögnum í öllum herbergjum.
Morgunverður af hlaðborði er innifalinn í dvölinni en á hótelinu er veitingastaður og kaffihús auk líflegrar kokteilstofu á þaki hótelsins. Veitingastaðurinn er lítill og einkarekinn en hann er staðsettur á verönd hótelsins. Þar er mikið næði og þaðan er fallegt útsýni til Calpe og út á Miðjarðarhafið. Hann er því kjörinn fyrir rómantískan kvöldverð en einnig eru fjölmargir veitingastaðir í bænum. Einnig er hægt að panta máltíðir upp á herbergið. Á sumrin er sundlaugarbar starfræktur í hótelgarðinum.
Í hótelgarðinum er stór sundlaug með sér svæði fyrir börn og góð aðstaða til sólbaðsiðkunar. Góð líkamsræktaraðstaða er á hótelinu, innisundlaug og heitur pottur en á hótelinu er einnig frábær heilsulind með hvíldarherbergi, sánu og gufubaði. Þar er hægt að panta meðferðir svo sem tyrkneskt bað, nudd og margt fleira sem gerir dvölina á hótelinu afar afslappandi.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn en þar fá gestir aðstoð með hvað sem er. Hótelið býður upp á að keyra gesti á ströndina en skutlan fer á hverjum klukkutíma.
Sun Palace hótelið er í heildina mjög góður valkostur í Albir.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 64 km
- Strönd: Stutt frá ströndinni í Albir
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður