Ragnar Ólafsson
Fararstjóri
Ragnar Ólafsson er fæddur 1956 og byrjaði í golfi 11 ára. Ragnar er fyrrum Íslandsmeistari í golfi og átti yfir 20 ára farsælan feril sem landsliðsmaður frá 1973 til 1994. Tvisvar hefur Ragnar verið valinn í Evrópu úrvalið. 1978 var hann valinn í unglingaflokk og síðan 1981 þegar Evrópa keppti á móti Suður Ameríku. Ragnar var fyrstur á Íslandandi að ná 0 í forgjöf og hefur farið 5 sinnum holu í höggi.
Að stýra afreksstarfi GSÍ tók Ragnar að sér 1994 sem einvaldur og landsliðsþjálfari. Á þeim tíma hefur Ragnar starfað með flestum PGA kennurum á Íslandi ásamt landsliðsþjálfurunum Staffan Johansson og Úlfar Jónssyni en þá í hlutverki liðsstjóra landsliða. Ragnar hefur starfað óslitið að afreksmálum golfsambandsins til dagsins í dag sem skilar honum 43 ára reynslu á því sviði.
Ferðir:
-
Islantilla á Spáni
Vinsælasti áfangastaður íslenskra kylfinga í rúm 30 ár! Golfskóli í boði og drykkir innifaldir með kvöldverð!
Verð frá
369.900kr
Á mann í tvíbýli í 10 nætur með hálfu fæði, drykkjum með kvöldmat og golfbíl! Hægt að nota ótakmarkaða Vildarpunkta Icelandair sem niðurgreiðslu!
-
Golfferð til Madeira
Glæsilegt klassískt sveitahótel við ævintýralegan golfvöll. Sjón er sögu ríkari!
» NánarVerð frá
399.900kr
Á mann í tvíbýli í 9 nætur. Mikið innifalið! Hægt að nota ótakmarkaða Vildarpunkta Icelandair sem niðurgreiðslu!