Yfir hafið
Celebrity Silhouette
Myndagallerí
Barcelóna til Flórída
með Celebrity Silhouette
14. nóvember - 1. desember
Fararstjóri: Kristín A Árnadóttir
Einn klefi laus v/ forfalla
Barcelóna, Spáni - Lissabon, Portúgal – Ponta Delgada, Azoreyjum – Royal Naval, Bermúda eyjum – Ft. Lauderdale og Orlando Flórída
Stutt Ferðalýsing
Flogið með Icelandair til Barcelóna, eftir tvær nætur í hinni yndislegu Barcelóna er farið um borð í Celebrity Silhouette. Fyrsta stopp er í Lissabon í Portúgal og svo er siglt áfram til Asoreyjar sem eru í miðju Atlantshafi. Eftir nokkra daga siglingu er það Bermuda eyjar og að lokum er siglt til Ft. Lauderdale. Í Flórída er síðan gist í Orlando áður en flogið er heim á leið.
Celebrity Silhouette
Celebrity Silhouette fór í sína jómfrúarferð í júlí 2011. Skipið fór í algera endurnýjun í lok janúar 2020. Það er 122.000 rúm lestir, um 315 metrar á lengd og með rými fyrir 2850 farþega. Á skipinu eru 12 hæðir og á efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt, sólarlagsbarnum og keilubrautum.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með miklu útsýni. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir möguleikar á ýmsum dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl. Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur. Silk Harvest er með asískt eldhús. Bóka þarf borð og greiða þjónustugjald á sérrétta veitingastöðum skipsins, gjaldið er frá 30 – 90 usd á mann, fer eftir stöðum.
Barir og seturstofur eru um allt skip og þegar kvölda eru glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.
Flugnúmer | Dags | Brottför | Kl. | Áfangastaður | kl. |
---|---|---|---|---|---|
FI 596 | 14. nóvember | Keflavík | 08:00 | Barcelóna | 13:10 |
FI 688 | 1. desember | Orlando int. | 17:55 | Keflavík | 06:15+1 |
Siglingarleið
Dags | Áfangastaður | koma | brottför |
---|---|---|---|
16. nóvember | Barcelóna, Spáni | 17:00 | |
17. nóvember | Á siglingu | ||
18. nóvember | Lissabon, Portúgal | 11:00 | 23:00 |
19. nóvember | Á siglingu | ||
20. nóvember | Á siglingu | ||
21. nóvember | Ponta Delgada, Azoreyjum | 08:00 | 18:00 |
22. nóvember | Á siglingu | ||
23. nóvember | Á siglingu | ||
24. nóvember | Á siglingu | ||
25. nóvember | Á siglingu | ||
26. nóvember | Royal Naval Dockyard, Bermudaeyjar | 08:00 | 16:00 |
27. nóvember | Á siglingu | ||
28. nóvember | Á siglingu | ||
29. nóvember | Fort Lauderdale, Flórída | 07:00 |
Ferðatilhögun
Fimmtudagur 14. nóvember - Brottför
Flogið er til Barcelóna í beinu flugi Icelandair. Þegar komið er til Barcelóna er ekið beint á hótel Catalonia Plaza Catalunya þar sem gist verður í tvær nætur
Barcelona á Spáni
Siglingin hefst í Barcelóna á norðaustanverðu Spáni, um 145 km sunnan landamæra Spánar og Frakklands. Gestir þyrpast til borgarinnar frá öllum heimshornum til að njóta sérstöðu hennar, menningar og fegurðar. Þegar H.C. Andersen kom til Barcelona árið 1862 lét hann svo um mælt að borgin væri „París Spánar“. Það geta margir tekið undir. Borgin er mikils háttar Menningarsetur með heillandi sögu. Þar er alls staðar að finna góða veitingastaði, sjarmerandi kaffihús, minjasöfn og merkar byggingar auk stórkostlegra dæma um skreyti- og byggingarlist í módernískum og „art nouveau“-stíl
La Basílica i Temple Expiatori de la Sagrada Família (Höfuðkirkja og friðþægingarmusteri hinnar helgu fjölskyldu), þekktari sem La Sagrada Familia, er án efa frægasta verk katalónska arkitektsins Antonis Gaudí. Hún er í raun einskonar tákn Barselónuborgar. Enn er verið að byggja hana en stefnt að því að ljúka verkinu 2026, á aldarártíð arkitektsins. Við skoðum hana bæði að utan og innan. Park Güell er garður í hlíðunum ofarlega í borginni, nefndur eftir helsta bakhjarli Gaudís, katalónska auðjöfrinum Eusebi Güell. Hugmynd þeirra með garðinum var að hanna íbúðarhverfi fyrir efnafólk í upphafi 20. aldar. Það fór hins vegar út um þúfur en eftir stendur þessi einstaki garður.
Föstudagur 15. nóvember Barcelóna
Eftir morgunverð í farið í skoðunarferð um borgina
Ekið um borgina til að sjá helstu minnismerki, en þar ber hæst hina frægu Gaudi kirkju
La Basílica i Temple Expiatori de la Sagrada Família, (Höfuðkirkja og friðþægingarmusteri hinnar helgu fjölskyldu). Kirkjan er þekktari sem La Sagrada Familia og er án efa frægasta verk katalónska arkitektsins Antonis Gaudí. Hún er í raun einskonar tákn Barselónuborgar. Enn er verið að byggja hana en stefnt að því að ljúka verkinu 2026, á aldarártíð arkitektsins. Við skoðum hana bæði að utan og innan.
Næsti áfangastaður er Monjuic, endum ferðina á hádegisverði í tapas.
Laugardagur 16. nóvember Celebrity Silhouette
Morguninn tekin rólega á hótelinu og rétt fyrir hádegi er ekið að skipi og tékkað inn. Göngum um skipið og farið í hádegisverð áður en Celebrity Silhouette leggur frá bryggju kl. 17:00
Sunnudagur 17. nóvember Á siglingu
Fyrsti dagur á siglingu og kjörið tækifæri til að skoða skipið og kynnast lystisemdum þess á meðan stefnan er tekin á Lissabon
Mánudagur 18. nóvember, Lissabon, Potúgal
Að nálgast Lissabon af hafi, og upplifa hvernig borgin breiðir út faðminn móti komumanni, er mynd sem enginn getur gleymt sem upplifað hefur. Þá skilur maður gælunafnið sem hún fékk á öldinni sem leið - Hvíta perlan í suðri.
Íslenskir salt- og saltfisk- kaupmenn, sem þangað sóttu voru líka metnir sem þjóðhöfðingjar - mennirnir frá eyjunni norðlægu, þaðan sem besti saltfiskurinn kom - saltfiskurinn sem skyldi verða jólamáltíðin. Gilti þá einu hvað einvaldurinn og harðstjórinn Antonio de Oliveira Salazar lagði á þjóð sína af klöfum og harðræði.
Hann ákvað að "Bacalao Islandia" skyldi verða á borðum ríkra og fátækra á jólum.
Þriðjudagur 19. og miðvikudagur 20. nóvember - Á siglingu
Tveir dagar til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú út á Atlantshaf. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.
Fimmtudagur 21. Nóvember Ponta Delgada, Asoreyjum
Ponta Delgada er höfuðstaður eyjunnar São Miguel og margir líta einnig á bæinn sem þann mikilvægasta á Asoreyjaklasanum. Eitt er víst, hér er margt að sjá og gera eins og göngutúr við höfnina leiðir í ljós því að auk himinbláma Atlantshafsins blasa þar við glæsilega byggingar allt frá endurreisnartímabilinu á 16. öld. Hér er líka hægt að skella sér í skipulagðar gönguferðir eða prófa kajaksiglingar og brimbrettabrun og þeir sem eru á ferðinni frá apríl fram í september eiga einstaklega góða möguleika á að berja augum hvali á borð við flipahvali, sem eru náskyldir grindhvölunum sem við þekkjum hér nyrðra, norðsnjáldra og ef heppnin er með í för steypireyði
Föstudagur 22. - mánudags 25. Nóvember Á siglingu
Næstu dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist. Mikið er um að vera á skipinu og alltaf hægt að finna eitthvað sem ekki hefur gefist tími til að njóta. Margar uppákomur eru allan daginn hvort sem er úti við sundlaug eða innandyra, kvöldin hefjast með lifandi tónlist á Grand Foyer og Martini barnum. Síðan eru skemmtilegar sýningar í leikhúsinu öll kvöld og í framhaldi eru uppákomur í Celebrity Central.
Þriðjudagur 26. Nóvember Royal Naval Dockyard, Bermuda
Royal Naval Dockyard á sér ríka siglingasögu og auk þess sem mikið af listamönnum hafa lagt leið sína og starfa þar.
Miðvikudagur 27. og fimmtudagur 28. nóvember - Á siglingu
Tveir síðustu dagarnir til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til Ft. Lauderdale. Síðustu dagarnir á skipinu og þá hefjast margs konar tilboð í verslunum og leikir og getraunir hjá skartgripasölunum, svo ekki sé talað um málverkauppboðið sem hefur verið í gangi mest alla siglinguna.
Föstudagur 29. nóvember Ft. Lauderdale
Celebrity Silhouette leggst við bryggju um kl. 07:00 að morgni. Eftir morgunverð er farið frá borði og ekið til Orlando þar sem gist er á The Florida hotel & Conference Center í tvær nætur.
Laugardagur 30. nóvember, Orlando
Dagur til að njóta í Orlando. The Florída hotel & Conference Center er staðsett við Flórída Mall og er innangengt í um 160 verslanir, einnig er notarlegur sundlaugargarður við hótelið þar sem hægt er að njóta sólarinnar áður en haldið er heim á leið.
Í Orlando eru einnig fjöldinn allur af skemmtigörðum sem hægt er að heimsækja.
Sunnudagur 1. desember - heimferð
Eftir hádegið er brottför frá hóteli á flugvöll. Áætluð brottför heim til Íslands er kl. 17:55 og lending í Keflavík kl. 06:15 að morgni 2. desember.
Myndagallerí
Celebrity Silhouette
Celebrity Silhouette er í svokölluðum „Solstice” verðflokki hjá Celebrity Cruises, sem er hæsti klassi skipafélagsins.» Nánar
Myndagallerí
The Florida Hotel & Conference Center in the Florida Mall
The Florida Hotel & Conference Center in the Florida Mall er 4ja stjörnu hótel tengt við verslunarmiðstöðina Florida Mall þar sem er að finna yfir 270 verslanir. Það eru veitingastaðir og bar á hótelinu. Herbergin eru vel útbúin og rúmgóð með sjónvarpi, öryggishólfi, örbylgjuofni og ókeypis Wi-Fi» Nánar
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef BCN
5 klst
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Euro
Gengi
-
Rafmagn
110 og 220 volt