Odyssey of the Seas
Vefsíða hótels
Odyssey of the Seas er í s.k. „Quantum Class“ flokk hjá skipafélaginu Royal Caribbean Cruise Line, en honum tilheyra nýjustu og glæsilegustu skipin í flotanum. Í raun er um að ræða fljótandi lúxushótel þar ýmsar nýjungar líta dagsins ljós og má þar t.a.m. nefna útsýniskúluna „North Star“ þar sem farþegar eru í stúkusæti, svífa hátt til himins og fá þar með útsýni til allra átta. Aðrar nýjungar er t.d. salur með glæsilegum sýningum þar sem toppmenn í kvikmyndabransanum í Hollywood voru fengnir til að hanna ótrúlega flott „laser show“. Matsalnum er svo skipt í fjóra mismunandi staði með mismunandi þema og aldrei hafa verið jafn margir og fjölbreyttir veitingastaðir um borð í einu skipi..
Skipið fór í sína jómfrúarferð í júlí 2021 og er 167.700 lestir, um 350 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 4.198 farþega. Heilsulindin Vitality Spa & Fitness Center býður uppá allt hugsanlegt dekur og að sjálfsögðu fylgir tækja- og íþróttasalur. Spilavíti, verslanir og alls 16 barir og veitingastaðir eru að finna um borð.
Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, flestir með setkrók með sófa og skrifborði, kæliskáp (en hægt að panta drykki gegn gjaldi og nota sem smábar), öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn. Gott skápapláss er einn af kostum þessa skips.
Á efsta þilfarinu er skokkbraut þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. Þar er einnig öldulaug og fleiri nýjungar þar sem unnendur vatnasports geta fengið útrás.
Á sólarþilfarinu eru sundlaugar, heitir pottar, sólstólar og innisundlaug með fínustu aðstöðu. Að sjálfsögðu eru barir og veitingastaðir á báðum þilförum og á vissum tímum troða skemmtikraftar upp með söng og lifandi tónlist.
Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveim hæðum á þriðju og fjórðu hæð en einnig er í boði að borða á þeim fjölmörgu veitingarstöðum um allt skip.
Einnig er hægt er að borða á öðrum veitingastöðum, en á flestum þeim þarf að greiða vægt gjald og kostar misjafnlega mikið eftir stöðum. Þar má nefna japanska staðinn Izumi, Chops Grille, Teppanyaki ásamt fleiri stöðum.
Þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur bæði í Leikhúsinu The Royal Theatre og tækniundrinu Two 70 og þeir sem vilja slappa af, dansa eða taka þátt í karokee koma sér fyrir á skemmtistaðnum the Music Hall. Endalausir afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Odyssey of the Seas að dásamlegu ævintýri.