fbpx Ævintýraferð til Burma - Myanmar | Vita

Ævintýraferð til Burma - Myanmar

Heillandi og hulinn heimur

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Myanmar/Búrma

Heillandi og hulinn heimur - menningar, sögu, trúarbragða og náttúru
16. janúar - 1. febrúar  2025 
Fararstjóri: Kristín A Árnadóttir 

Búrma var bresk nýlenda til ársins 1948 en því miður hefur “sjálfstæðissaga” landsins einkennst af spennu og átökum. Herforingjastjórn fer með nú völd í Myanmar. Í valdatíð hennar og annarra stjórnvalda hafa mannréttindi borgara verið fótum troðin, ógnarverk hafa verið unnin og saklausir borgarar víða búið við öryggisleysi og geðþóttastjórn.  

Athygli heimsins hefur á undanförnum árum og áratugum einkum beinst að Myanmar vegna Nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi (1991) sem með hléum hefur setið áratugi í stofufangelsi. Ennfremur vegna aðgerða hersins í Rakhine héraði þar sem þjóðarmorð voru framin á múslímskum íbúum landsins 2017. Aung San Suu Kyi komst til valda 2016 en var steypt af stóli 2021 þegar herinn gerði uppreisn. Valdatíð hennar olli miklum vonbrigðum enda má kannski segja að hún hafi aldrei náð að halda um stjórnartauma þrátt fyrir sigur í kosningum i landinu.   

Trúarlíf landsmanna byggist á fornum búddískum hefðum og allir karlmenn eru í klaustri einhvern hluta ævinnar og gjarnan fara menn til nokkurra vikna dvalar í klaustri eftir giftingu.  Munkarnir kenna allar grunngreinar menntunar. Alls staðar blasir við hversu stórt hlutverk Búddatrúin og klausturlífið leika í samfélaginu.    

Landið er stórt og langt (á stærð við Frakkland) og nær frá snæviþöktum Himalayafjöllum í norðri að hvítum sandströndum með kórallrifum niðri við Taílandsflóa 2000 km. sunnar og nær yfir þrjú mismunandi veður- og gróðurfarsbelti.   

Myanmar á landamæri að Bangladesh og Indlandi í norð-vestri, Kína, Laos og Tælandi í austri og suð-austri og Andamanhafi og Bengalflóa í suðri og suðvestri. 

Ferðatilhögn  


helsinki.jpg

Fimmtudagur 16. Janúar  Helsinki  
Flogið með Icelandair til Helskini í Finnlandi kl. 07:30 og lent í Helsinki kl 13:00. Hópurinn sóttur á flugvöll og farið í stutta skoðunarferð um borgina áður en tékkað inn á hótel,  Orginal Sokos Presidentti   sem er staðsett í miðborg Helsinki. 


bangkok_thailand4.jpg

Föstudagur 17. Janúar Helsinki – Bangkok 
Morguninn tekin rólega áður en flogið er til Bangkok með Finnair kl. 20:50 áætluð lending í Bangkok er kl. 13:25 þann 18. Janúar, 
Fæði. M


serferd_myanmar_yangon.jpg

Laugardagur 18. Janúar  Bangkok – Yangon 
Tekið á móti hópnum á Bangkok flugvelli  og haldið áfram með flugi til Yangon Þegar komið er til Yangon er ekið að Rose Garden Hotel í Yangon þar sem gist er í 2 nætur 


serferd_myanmar_shwendagon_yangon.jpg

Sunnudagur 19. Janúar   Yangon  
Í Yangon skoðum við borgina auk þess að jafna okkur á tímamun og ferðaþreytu. Skoðum Schwedangon pagóduna, Botataung pagóduna, gamla bæinn, Bogyoke markaðinn þar sem allt mögulegt er á boðstólum – skartgripir, silki og vefnaðarvara og lakkerað handverk svo eitthvað sé nefnt. Heimsókn í Shwedagon pagóðurnar við sólarlag er engu lík.  Um er að ræða stærstu og glæstustu pagódubyggð í heimi.  Pagódur og stúpur er hvolflaga helgidómar í byggingarlist búddatrúarmanna með grafhýsum fyrir helga gripi. Á áttunda tug af pagódum ber fyrir augu þar sem ekkert hafði verið til sparað þegar höfðingjar á öldum áður voru í samkeppni um hver gæti sýnt æðri máttarvöldum mesta hollustu með byggingu sem ætti engan sinn líka.  Fegurðin og hin friðsæla tign yfir öllu er ólýsanleg.   
Í ferðinni eru skoðaðar Kyaukhtatgyi pagoðan sem hýsir hina risastóru 70m löngu liggjandi Búdda og einnig átthyrnd lagaða gullnu Sule Pagóðuna. Eftir það er rölt um  Maha Bandoola garðinn þar sem má sjá Ráðhúsið og hæstarétt, síðan er farið í  hinn líflega Indverska bæ og svo í  Kínahverfið til að upplifa hið daglega líf heimamanna.  Hádegisverður að hætti heimamanna og ekið heim á hótel, þar sem gefst tími til að slaka á yfir heitasta tíma dagsins og farið síðan aftur af stað og verið við Shwedagon pagóðurnar við sólarlag. 
M,H 


serferd_myanmar_burma_mandalay.jpg

Mánudagur 20. Janúar  Yangon – Mandalay 
Mandalay er næststærst borga í Myanmar – íbúar eru um milljón talsins og allt iðar af lífi.  Sem miðstöð verslunar, þjónustu og samgangna laðar hún til sín fólk og varning úr öllum áttum.  Nútími og fortíð kallast á.
Morgunflug til Mandalay þegar þangað er komið er farið til Amarapura þar sem farið er í heimsókn til  Mahagandayon klaustursins sem er  stærsti klausturskóli í  myanmar, síðan er farið í nunnuklaustur í Sagaing hæðunum þar sem um 1000 nunnur  búa og læra Buddiskar ritningar. Snæddur hádegisverður áður en ekið er á hótel þar sem gist er 2 næstu nætur á  Ease Hotel Mandalay 
M.H  


serferd_myanmar_burma_mandalay_2.jpg

Þriðjudagur  21. Janúar  Mandalay  
Eftir morgunverð er farið í bátsferð esm tekur um 1 klst yfir Ayeyarwaddy ánna og komið til hinnar fornu borgar Mmingun þar sem skoðuð er stæðsta bjalla (kirkjuklukka)  í heimi, hina ókláruðu stóru Mingun Pagóðu sem oft er nefnd stærsti músteinshaugur í heimi, Settawya Pagóðuna með marmarafótspori af Budda og hina fallegu hvítu Hsinbyume Pagóðu í næsta nágrenni. Síðan er ekið aftur til Mandalay og á leiðinni er Mahamuni Pagóða þar sem ein virtasta Buddamynd landsins, Shwenandaw Klaustrið  (Golden Palace Monastery) og síðast er komið í Kuthodaw- pagóðuna þar sem að Buddista ritningar eru ritaðar á 729 marmaraplötur og hefur fengið tililinn  „Stærsta bók heims“.
M,H 


serferd_myanmar_bagan_mandaly.jpg

Miðvikudagur  22. Janúar   Mandalay - Popa - Bagan   
Þá er ekið frá Mandalay til Ropa – Bagan  Aksturinn alla leið tekur um  4 –5 klst. 
Á leiðinni er komið viðá Popa fjalli “Mount Popa” pílagrímastaður fyrir heimamenn sem trúa á aldlega tilbeiðslu og sjáum Nat (anda)  helgidómum við rætur hæðarinnar. Hádegisverður á hæðinni áður en haldið er áfram til Bagan og komið við í þorpi áður en  komið er á hótel. Bagan er forn borg á heimsminjaskrá Unesco en borgin var höfuðborg konungsríkisins frá 9. og fram á 13. öld. Bagan er vinsælasti ferðamannastaðurinn í Myanmar, þar sem safn 2000 pagóða, stúpa og hofa dreifist um flatlendið við Irrawaddy ána.   
Gist á hóteli Tarabar Gate næstu þrjár nætur 
M,H 


serferd_myanmar_shwendagon_pagoda.jpg

Fimmtudagur  23. Janúar  - Bagan 
Eftir morgunverð er farið í ferð um Bagan og hefst hún á Nyaung-U Market markaðnum, þaðan er haldið að hinni gull slegnu Shwezigon Pagoðu og Htilominl og Ananda hofunum. Eftir hádegið er síðan farið í lakk verkstæði og þar fáum við að skoða dýrmætustu handverk Myanmar og einnig er skoðuð mögnum veggmálverk í  Myingaba Gu Byaukgyi hofinu. Þá er farið að útsýnisstað þar sem fylgst með fallegu sólarlaginu áður en ekið er heim á hótel 
M,H 


serferd_myanmar_village.jpg

 

Föstudagur 24. Janúar  Bagan 
Í dag er haldið áfram að skoða fallegu Bagan og nágrenni. Byrjum á að fara í afskekta þorpið Minnanthu, þaðan er farið að hinu undarlega hannaða Payathonzu  og fleiri hof  og að auki er farið að Nandamannya Cave Grotto (Kyat Kan Monastery) sem er mikilvægur staður fyrir hugleiðslu. Eftir hádegið eru skoðuð nokkur minna þekkt musteri og fengið tilfinning fyrir því hvernig Bagan var áður fyrr. Þessi áfangi ferðarinnar er farin á hestvögnum.


serferd_myanmar_inle_lake.jpg

Laugardagur 25. Janúar   Bagan  - Inle Lake  
Ekið til Inle Lake sem tekur í allt um 7 klst. Þetta er falleg útsýnisleið upp með Shan hæðum og í gegn um þorpin og mikil ræktunarsvæði. Komið til Inle síðdegis og tékkað inn á hótel.   
Hótelið er Novotel Inle Lake Myat Min, Junior Suite þar sem gist er næstu 2 nætur  
M,H 


serferd_myanmar_inle_lake_2.jpg

Inle Lake er næststærsta stöðuvatn landsins, 22 kílómetra langt, 11 km. breitt og meðaldýpt er 2 – 5 metrar.  Við vatnsbakkann og á vatningu sjálfu eru tugir lítilla þorpa – oft 2-300 íbúar í hverju en í heildina búa um 280 þúsund manns við vatnið og á því.  Þar hafa byggðir fólks af mismunandi uppruna varðveist kynslóð fram af kynslóð og lífið verið með líkum hætti frá einni öld til annarrar.  Húsin eru úr bambusi og tágum – byggð á stólpum úti í vatninu og á því eru líka fljótandi markaðir og garðar.  Hvert þorp fæst við sína iðn- og listtsköpun, s.s. silfursmíði og lotusvefnað en fólk ferðast um  á löngum og mjóum bátum þar sem oftast er einn ræðari aftast.     


serferd_myanmar_inle_lake.jpg

Sunnudagur 26. Janúar Inle Lake 
Heill dagur á siglingu á Inle Vatninu. Eftir morgunverð er farið að  Phaung Daw Oo Pagoðuna ein af helstu helgidómum í Mianmar og þar er að finna fimm litlar Búddamyndir. Hádegisverður með útsýni yfir vatnið. Eftir hádegisverð er farið að Vefstofu þar sem ofið er úr silki og einnig farið til Járnsmiðsins á staðnum. Seinni partur dagsins og kvöldsins notið á hótelinu.  

M,H 


serferd_yangon_myanmar.jpg

Mánudagur 27. Janúar Inle Lake – heho – Yangon  
Eftir morgunverð er ekið sem leið liggur til Heho og tekur aksturinn um 1 klst. Á leiðinn er komið við í Þorpinu Indein sem er við vestur enda vatnsins, þar er farið í bátsferð um langan kanal og fylgst með bændum við vinnu sína. Þetta er með fallegustu bátsferðum við Inle vatn.  Áður en farið er í hádegisverð er musterið skoðað. Síðan er ekið sem leið liggur til Heho þar sem farið er í flug aftur til Yangon 
Gist aftur eina nótt á Rose Garden Hotel í Yangon. 
M,H 


serferd_bangkok_grand_palace_1.jpg

Þriðjudagur  28. Janúar  Yangon – Bangkok
Morgunin tekin rólega, morgunverður og síðan farið út á flugvöll og flogið til Bangkok. 
Tekið á móti hópnum í Bangkok og ekið á hótel  Ramada Plaza by Wyndham Bangkok Menam Riverside, Deluxe Room þar sem gist 2 síðustu næturnar.
M


serferd_myanmar_bangkok_elephant.jpg

Miðvikudagur 29. Janúar  Bangkok 
Í dag er farið í Elephant Jungle Sanctuary Pattaya, Góður tími til að leika og vera með fílum tveir og hálfur tími í leik með þeim.

  • Kl. 14:00 Hitta þá og gefa þeim að borða auk þess að taka myndir 
  • Kl. 14:45  Drullubað, farið með þeim í sérhannaða sturtu eftir, allir komast síðan í sturtu á eftir og skipta um föt.
  • Kl. 15:45 Hádegisverður á hefðbundnum Tai mat og árstíðabundnum ávöxtum. Áður en fílarnir eru kvaddir þá lærir þú að búa til fílakúka pappír ( gaman að sjá það ) 
  • Kl. 16:00 Fílagarðurinn kvaddur  og ekið til baka til Bangkok. 

M,H 


bangkok_tailand.jpg

Fimmtudagur  30. Janúar  Bangkok. 
Bankok er borg mótsagna: Háreystar byggingar, vinsælir skemmtistaðir og síðan gullin musteri og lífleigir markaðir.   
Thailand hefur verið sjálfstætt ríki síðan árið 1238 og er höfuðborgin Bangkok. Íbúar landsins eru ríflega 65 milljónir og eru langflestir eða um 95% búddatrúar. Landið er 514 þúsund ferkílómetrar að stærð og er um 28% af því ræktað land. Flestir eða um 49% íbúanna stunda landbúnað, 14% vinna við iðnað og 37% starfa í þjónustugeiranum. Gjaldmiðill Thailendinga heitir batt.
Á hverju ári koma miljónir ferðamanna til Bangkok til að njóta ótrúlegrar upplifunar. Töfrandi musteri, stórfenglegar hallir, litríkt Kínahverfið og heillandi vatnaleiðir og alls staðar eru áhugaverðar sögur.  


bangkok_thailand5.jpg

Föstudagur 31. Janúar  Heimferð.  Bangkok  - Helsinki  
Morgunverður á hótelinu og ekið út á flugvöll, Flogið me Finnair til Helsinki  kl.  15:00 og lending í Helsinki kl 22:50  farið beint á flugvallahótel  Hilton Airport Hotel og síðan í flug heim næsta morgun  

 

Föstudagur  1 febrúar  Helsinki  - Keflavík  
Heimflug með Icelandair kl 14:00 og lending heima í Keflavík kl 15:55  

 

 

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og innifalið

  • Hótelin í ferðinni

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef BKK

    14

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    USD

    Dollar

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun