Sigling frá Singapore til Mumbai
Malasía, Tailand, Sri Lanka og Indland
Myndagallerí
Sigling frá Singapore til Mumbai
3 - 24. febrúar
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson
Helsinki, Finnlandi - Singapore - Penang, Malasíu - Phuket, Tailandi - Hambantota og Colombo, Sri Lanka - Cochin og Mumbai, Indlandi - Dubai, Arabísku Furstadæmunum,
Stutt ferðalýsing
Flogið til Singapore með stoppi í Helsinki, fyrstu þrjár næturnar í Singapore áður en lagt er af stað í siglinguna. Fyrsti viðkomustaður er Penang í malasíu og síðan er haldið áfram til Phuket í Tailandi. þá eru tveir dagar á siglingu áður en komið er til Sri Lanka og þar er farið í land í Hambantota og Colombo. eftir Sri lanka á er komið til Indlands og fyrst er komið til Cochin og þaðan til Mumbai og á báðum stöðum er stoppað yfir nótt. tvær aukanætur í Mumbai og þaðan er flogið til Dubai þar sem áð er í þrjár nætur áður en flogið er heim á leið með stoppi í London, og lending í Keflavík kl. 23:40 þann 24. febrúar.
Um skipið
Celebrity Millennium er í svokölluðum „Millenium" flokki hjá Celebrity Cruises, Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Celebrity Millennium fór í sína jómfrúarferð árið 2000 og allt tekið í gegn í febrúar 2019.
Þá var skipt um klefa og allt tekið í gegn og er nú í ljósum léttum stíl.
Skipið er 91.000 lestir tæplega 300 metrar og með rými fyrir liðlega 2.200 farþega. Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.
Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.
Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir. Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem heitir Metropolitan og er á tveimur hæðum. Við sérstök tækifæri er gaman að bóka borð á Qsine veitingastaðnum, þar sem gestir velja sér matseðilinn með Ipad.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 3ja hæða leikhúsi. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Milennium ógleymanlega
Flugið
Flugnúmer | Dags | Brottför | Kl | Koma | Kl. |
---|---|---|---|---|---|
FI342 | 3. febrúar | Keflavík | 07:30 | Helsinki, Finnlandi | 13:00 |
AY131 | 3. febrúar | Helsinki, Finnlandi | 23:55 | Singapore | 18:30+1 |
EK507 | 21. febrúar | Bombay/Mumbai | 15:30 | Dubai | 17:20 |
EK031 | 24. febrúar | Dubai | 12:10 | London Heathrow | 16:10 |
FI455 | 24. febrúar | London Heatrow | 20:25 | Keflavík | 23:40 |
Siglingaleiðin
Dags | Áfángastaður | Koma | Brottför |
7. febrúar | Singapore, Singapore | 20:00 | |
8. febrúar | Á siglingu | ||
9. febrúar | Penang. Malasíu | 08:00 | 18:00 |
10. febrúar | Phuket, Taílandi | 07:00 | 19:00 |
11. febrúar | Á siglingu | ||
12. febrúar | Á siglingu | ||
13. febrúar | Hambantota, Sri Lanka | 08:00 | 19:00 |
14. febrúar | Colombo, Sri Lanka | 07:00 | 16:30 |
15. febrúar | Cochin, Indlandi | 14:00 | |
16. febrúar | Cochin, Indlandi | 17:00 | |
17. febrúar | Á siglingu | ||
18. febrúar | Mumbai (Bombay) Indlandi | 06:30 | |
19. febrúar | Mumbai (Bombay) Indlandi |
Mánudagur 3. febrúar Helsinki - Singapore
Flogið með Icelandair til Helsinki kl 07:30 og lending kl 13:00 , Hópurinn sóttur á flugvöll og farið í stutta skoðunarferð og síðan farið í Sauna og kvöldverð áður en haldið er í flug til Singapore kl. 23:55. Flugið tekur 12. Og hálfa klukkustund.
Singapore
Singapore er lítið land nánartiltekið lítil eyja í Suðaustur-Asíu þar sem yfir 5 milljónir manns búa. Fjögur opinber tungumál eru töluð þ.e. enska, kínverska, malay og tamíl. Flestir íbúar eru búddisma trúar en einnig tíðkast líka kristintrú, Islam og hindúatrú. Eftir að landið fékk sjálfstæði hafa breytingarnar orðið gríðarlegar. Á aðeins 150 árum hefur heimsborgin Singapore orðið ein mesta hafnarviðskiptaborg heims og þekkt fyrir umskipanir. Borgin er leiðandi á ýmsum sviðum til að mynda er hún ein af fjórum leiðandi borgum heims á sviði fjármála, næst stærsta borg í heimi þegar kemur að spilavítum og fjárhættuspilum og ein af þremur stærstu borgum hvað varðar olíuhreinsun. Þetta gerir landið að einu ríkasta landi heims.
Veðurfarið er einstaklega gott og hlýtt allt árið um kring en þó rignir yfirleitt daglega en aldrei meira en klukkutíma í einu. Maturinn er mjög bragðgóður, mikið er um tískuvöruverslanir og háklassa merki. Hægt er að sigla á Singapore River og kynnast menningu „litla" Indlands, skoða Chinatown (Kínahverfið) og Geylang. Því næst að kanna Mangrove skóg, Pasir Ris Park og sjá Merlion sem er þekktasta tákn Singapore.
Að koma til Singapore er eins og að stíga inn í heim þar sem bænakall keppir við hringiðu kapítalisma, þar sem gamalmenni spila Mah-jongg á götum úti og hvítklæddir leikmenn slá boltann á vel hirtum Cricket velli. Fjölbreyttur lífsstíll, menning og trúarbrögð þrífst þarna innan ramma vel skipulagðs samfélags. Singapore er tandurhrein nútímaborg með grænum svæðum og þarna búa um 4,6 milljónir manna, þar á meðal margir útlendingar. Á suðurhluta eyjarinnar er Singapore borg, með háreistum skrifstofubyggingum og hafnarsvæði. Af heildar landsvæði Singapore er meira en helmingur byggður, en annað samanstendur af görðum, ræktuðu landi, plantekrum, mýrarsvæðum og skógi. Vel malbikaðir vegir tengja alla hluta eyjarinnar og Singapore borgin hefur framúrskarandi almenningssamgöngukerfi.
Þriðjudagur 4. febrúar Singapore
Lending í Singapore kl. 18:30 og ekið á hótel þar sem gist er á The Robertson hotel í 3 nætur fyrir siglingu.
Miðvikudagur 5. febrúar Singapore
Eftir morgunverð og góðan nætursvefn er farið í skoðunarferð um Singapore
Skýjakljúfar borgarinnar eru magnaðir og við ökum m.a. framhjá Þinghúsinu, Krikket klúbbnum, Hæstarétti og Ráðhúsi borgarinnar. Stoppum í Merlion Park og uppá útsýnispallinn við Marina Bay hótelið til að sjá hið magnaða útsýni yfir borgina, en staðurinn er þekktasta kennileiti borgarinnar. Næst sjáum við eitt elsta og merkasta musteri borgarinnar en það er Búddha hofið „Thian Hock Keng“,áður en ekið er framhjá Kínahverfinu. Ekið framhjá Kínahverfinu að hinum dásamlega garði „The Singapore Botanic Gardens“ og göngum um einn fegursta blettinn þar sem 60.000 orkídeur blómstra. Ferðinni klýkur með göngu um indverska hverfið „Litla Indland“ en í þessu gamla borgarhveri hefur karakter og arkitekúr haldist óbreyttur í áranna rás.
Fimmtudagur 6. febrúar Singapore
Frjáls dagur og valkvæð kvöldferð með kvöldverði.( auglýst síðar )
Föstudagur 7. febrúar
Morgunverður á hótelinu og eftir hádegi er ekið að höfninni þar sem að Celebrity Millennium er undirbúið fyrir brottför kl. 20:00
Laugardagur 8. febrúar á Siglingu
Fyrsti dagur á siglingu og kjörið tækifæri til að skoða skipið og kynnast lystistemdum þess á meðan stefnan er tekin til Malasíu. Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.
Sunnudagur 9.febrúar Penang, Malasíu
Penenag er lítil eyja rétt við norð – vesturströng Malasíu. Í Penang er mikil saga og menning sem gera þetta svæði svo einstakt. Suðrænt umhverfi innblásið af búddista hofum,sögulegum virkjum og þorpum auk iðandi hafnarborgarinna George town. Penang státar af evrópskum nýlendutíma, kínverskum, indverskum og malasískum menningaráhrifum sem síast inn í hvern hluta af litríka sjarmanum. Falleg skrautleg musteri með blöndu af hindúa og búddista helgimyndum. Þrátt fyrir þessa miklu sögu er örstutt á undurfagrar strendur þar sem hægt er að slaka á og njóta.
Mánudagur 10. febrúar Phuket, Tailandi
Dýrlegar strendur, pálmatré og dásamlegar víkur og vogar einkenna Phuket, sem er stærsta eyjan við Taíland. Þar er hægt að stunda vatnasport eins og siglingar, köfun og snorkl, svo fátt eitt sé nefnt. Golfáhugamenn geta fengið útrás á golfvöllum á heimsmælikvarða og náttúruunnendur notið sín við að skoða undurfagra fossa og frumskóga. Skoðið söguleg höfðingjasetur að degi og njótið kvöldsins í iðandi næturlífinu á eyjunni.
Þriðjudagur 11. og miðvikudagur 12.Febrúar Á siglingu
Næstu tveir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.
Fimmtudagur 13. Febrúar Hambantota, Sri Lanka
Hambantota varð fyrir barðinu á flóðbylgjunni í Indlandshafi 2004 og hefur staðið yfir mikil uppbygging síðan þá og var lokið við alþjóðaflugvöll og höfnina 2013. Hambantota er við suðurströng Sri Lanka og er búið að vera mikil uppbyggingsíðustu árin og talin vera nýr áfangastaður ferðaþjónustu þar sem hefur sögu,arfleifð og sögu. Þar að auki er mikil náttúrufegurð.
Föstudagur 14. Febrúar Colombo, Sri Lanka
Gamli og nýi tíminn mætast í höfuðstað Srí Lanka. Röltið um Virkishverfið, Fort district, og virðið fyrir ykkur byggingarlist nýlendutímans og gróðursæla garða, kíkið við á hefðbundnum útimarkaði í Pettah og færið ykkur síðan yfir í nútímann á einum af flottu veitingastöðunum í Colombo eða söfnunum og sýningarsölunum. Rétt utan borgarmarkanna er síðan hægt að heimsækja munaðarleysingjahæli fyrir fíla og skoða skrautleg búddahof.
Laugardagur 15. Og sunnudagur 16. Febrúar Cochin, Indlandi.
Borgin Cochin er oft kölluð Drottning Arabíuhafs, hvorki meira né minna, enda finnst varla fegurra eða betra hafnarstæði af náttúrunnar hendi á jarðríki. Hingað hafa kryddkaupmenn og ferðalangar lagt leið sína í yfir 600 ár og því ekki að undra að hér sé margt frá mörgum menningarheimum að sjá. Göngutúr meðfram Fort Kochi ströndinni við sólsetur þegar kínversku fiskinetin ber við himin ætti enginn að sleppa frekar en að skoða kirkju St. Francis þar sem landkönnuðurinn Vasco de Gama er grafinn og Paradesi sínagoguna sem var reist fyrir 400 árum. Kathakali danssýningin er ómissandi og enginn verður svikinn af ferð á götumarkaðina þar sem hægt er að gera kjarakaup á kryddi, glansandi silki og alls kyns glingri. Matargerðarlistin er jafn fjölbreytt og byggingarlistin. Hér eru flottir evrópskir veitingastaðir og vínbarir í bland við ekta indverska veitingastaði og útimatsölustaðir við Tower-stræti.
Mánudagur 17. Febrúar Á siglingu
Síðasta dagsins á sjó er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.
Þriðjudagur 18. og og miðvikudagur 19. Febrúar Mumbai (Bombay) Indlandi
Síðasta nóttin er við höfn í Mumbai.
Skoðunarferð
Hér er um að ræða skemmtilegan könnunarleiðangur um Mumbai sem flettir ofan af áhugaverðri sögu borgarinnar og veitir um leið góða innsýn í líf borgarbúa. Ferðin byrjar með skoðunarferð með fararstjóra en þá er ekið hjá hinu mikilfenglega minnismerki Hlið Indlands (e. Gateway of India). Þegar komið er að Churchgate Railway lestarstöðinni er hægt að fylgjast með hinum heimsfrægu Dabbawalas sendlum sem koma þúsundum af heimatilbúnum hádegisverðarboxum til skrifstofufólks í miðbænum. Næst er farið um borð í lest og ferðast í yfirfullu rými að hinni iðandi Mahalaxmi lestarstöð. Þaðan er hægt að njóta þess að horfa yfir Dhobi Ghat, 140 ára gamalt þvottahús undir berum himni þar sem um 500,000 stykki af þvotti eru þvegin á hverjum degi. Í fyrstu getur þetta litið út fyrir að vera kaotískt en fljótlega ferðu að dást að aðferðinni sem notuð er við verkið. Í þessari ferð færðu að upplifa ekta borgarlíf í hinni gríðarstóru borg, Mumbai.
Mumbai
Mumbai, sem áður hét Bombay, er hrífandi heimsborg með 18 milljónum íbúa þar sem öllu hrærir saman, iðandi nútímalegu mannlífi stórborgarinnar og aldagömlum hefðum heimamanna. Þetta er háborg Bollywood, litrík og heillandi miðstöð söngva, dans og dramatíkur. Hér ægir öllu saman, heimsþekktum tískuhúsum og sérverslunum, og mörkuðum og matarbásum þar sem allt frá kryddi til kebab er í boði.
Þriðjudagur 19. Febrúar Mumbai farið úr skipi.
Eftir morgunverð er tékkað út úr skipinu og rútan bíður eftir hópnum. Ekið er inn í borgina þar sem farið er í gönguferð um Mumbai.
Mumbai er oft þekkt undir nafninu „Drauma borgin“ þar sem hún er í raun eins og fallegur og stórkostlegur draumur. Gamla Mumbai hefur að geyma sögu og arfleifð og mikið af stöðum sem vert er að skoða. Meðal annars er gengið um og skoðað. „Chhatrapati Shivaji Terminus“ ( sem er fallegasta járnbrautarstöð á Indlandi á UNESCO minjaskrá ) „University library „ og að Marine drive, borgir býður upp á stórbrotið aðdráttarafl.
Síðan er tékkað inn á hótel hotel President IHCL SeleQtions upp úr kl. 14:00. þar sem gist er í tvær nætur
Miðvikudagur 20. febrúar Mumbai
Frjáls dagur og valkvæð ferð í boði, ( auglýst síðar )
Fimmtudagur 21. febrúar Mumbai - Dubai.
Eftir morgunverð á hótelinu kveðjum við indland og fljúgum til Dubai. brottför er kl. 15:30 og lending í Dubai er kl. 17:20. Flugtíminn er 3 klst og 20 mín. Rúta bíður hópsins á flugvellinum í Dubai og ekið beint á hótel First Collection Business Bay þar sem gist er í 3 nætur
Föstudagur 22. febrúar Dubai
Eftir morgunverð er farið í hálfs dags skoðunarferð um borgina. Í þessari ferð sérð þú bæði gamla og nýja Dubai. Það verður farið á ýmsa markaði eins og krydd-, fiski-, ávaxta- og grænmetis markaði sem og gull souk (Gull markaður). Á Bastakia svæðinu sjáið þið hina hefðbundnu Wind Towers og hið gamla Rahidi Fort, sem í dag er sögulegt safn í Dubai. Það verður stoppað til að taka myndir af Jumerirah Moskunni, sem byggingalega séð er eitt af undrum veraldrar.
Laugardagur 23. febrúar Dubaí
Skoðunarferði í eyðimörkina með BBQ
Morguninn frjáls og í eftirmiðdaginn er haldið í eyðimörkina. Þessi ferð gefur þér möguleika á að upplifa gyllta sandhóla í fjórhjóladrifnum bílum og þeysa um sandöldurnar eins og að sitja í rússibana.
Stoppað er á hæsta sandhóli til að dást að sólarlaginu og taka nokkrar stórkostlegar myndir. Síðan er haldið til tjaldbúða hirðingja sem eru staðsettar í miðri eyðimörkinni. Hér getur þú prófað bæði hönnun í náttúrulegum litum sem og annan klæðnað og útbúnað sem notaður er á svæðinu. Þú getur einnig farið á bak á kameldýri og prófað að reykja vatnspípu. Til þess að skapa hið raunverulega arabíska andrúmsloft þá sýnir töfrandi magadansmær listir sínar og endað á að borðaður er gómsætur BBQ (grillmatur).
Sunnudagur 24. febrúar Dubai - London - Keflavík.
Morgunmatur á hótelinu áður en haldið er út á flugvöll. flogið kl. 12:10 til London og flugið tekur 8 klst. lending á Heathrow flugvelli er kl. 16:10 svo þá er hægt að tegja úr sér áður en flogið er heim, flugið til Keflavíkur er kl. 20:25 og lending í Keflavík kl. 23:40
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef SIN
12 tímar
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
USDDollar
Gengi