Landmar Costa Los Gigantes Family Resort, Puerto de Santiago
Vefsíða hótels
Stórt og vel búið hótel sem býður upp á alls kyns afþreyingu og skemmtun fyrir unga sem aldna á skemmtilegum stað á Costa Los Gigantes á vesturströnd Tenerife. Gisting þar sem allt er innifalið, matur, drykkir o.s.frv., stendur til boða.
Landmar hótelið á Costa Los Gigantes er til húsa í nokkrum byggingum á stóru hótelsvæði. Í sundlaugagarðinum eru þrjár upphitaðar fjölskyldulaugar, þar af ein með rennibraut, auk sérstakra smábarnalauga fyrir yngstu gestina. Sundleikföng og fleira skemmtilegt er í boði við laugarnar. Sólbaðsaðstaðan er klassísk og þægileg og sundlaugarbarirnir afgreiða alla helstu svaladrykki. Einnig er hægt að leigja balísk hægindarúm til að fullkomna afslöppunina. Glæsileg heilsulind hótelsins er opin öllum gestum en greiða þarf sérstaklega fyrir nudd og meðferðir. Líkamsræktarstöð hótelsins er opin fram á kvöld og þar má finna sérstakan þrekhjólasal.
Á hótelinu er fjórir veitingastaðir, tveir hlaðborðsstaðir, hádegisverðarstaður við sundlaugina sem býður upp á grillmat og paellur og sjálfsafgreiðslusnakkbar. Að auki eru á svæðinu tveir barir og skemmtistaður innandyra þar sem fara fram barnaskemmtanir á daginn og sýningar og tónlistaratriði á kvöldin. Ýmislegt er í boði fyrir börnin á svæðinu, t.d. flottir leikvellir, þrautagarður, minigolf, vatnsleikjagarður og íþróttasvæði. Einnig eru í boði krakkaklúbbur og ungbarnagæsla fyrir eldri en sex mánaða.
Herbergin eru snyrtileg og stílhrein, innréttuð á einfaldan og þægilegan hátt. Í boði eru hjónaherbergi og svítur, ýmist með sjávar- eða garðútsýni. Gólfin eru flísalögð og m.a. eru til staðar minibar, öryggishólf, einkasvalir, loftkæling og ókeypis þráðlaust internet. Einnig er hægt að fá fjölskylduherbergi með sérstöku leiksvæði fyrir börnin.
Á Landmar Costa Los Gigantes má finna eitthvað fyrir alla og hægt er að bóka margs konar ferðir og upplifanir í móttöku hótelsins.
Hótelið er staðsett í Los Gigantes sem er í um 30 mín akstursfjarlægð frá Amerísku ströndinni.
Athugið að fararstjórar Icelandair VITA eru ekki með viðtalstíma á þessu hóteli og fylgja farþegum ekki alla leið með rútunni til og frá hóteli. Það er þó alltaf hægt að hafa samband við fararstjóra í síma og geta þeir komið og hitt farþega okkar sé þess óskað.
Aðstaða
- Sundlaugabar
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Gufubað
- Barnasundlaug
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
- Sundlaug
Vistarverur
- Hárþurrka
- Minibar
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Þráðlaust net
Fæði
- Morgunmatur, Hálft fæði, Allt innifalið