fbpx Oswald

Oswald
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Oswald er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum síðustu ár. Hótelið er tilkomumikið og allur aðbúnaður góður.

Hótel Oswald er við aðalgötuna í Selva, ekki langt frá Armin.

Tveggja manna herbergin eru "Superior" herbergi og rúma 2-4 gesti. Þau eru 30 - 40 m2, Junio svíturnar rúma einnig 2-4 og eru 42 m2. Öll herbergi eru fallega innréttuð með setkrók, smábar, sjónvarpi, síma, öryggishólfi, hárþurrku og svölum. Aðgangur að interneti er án endurgjalds.

Hótelið er staðsett um 500 metra frá Champinoi skíðakláfnum og svo er hótelið með litla skíðarútu sem gestir geta tekið í lyftuna, en þá þjónustu þarf að panta fyrirfram. Verslanir má finna handan götunnar og allt um kring og skíðarútan stoppar fyrir framan hótelið á nokkurra mínútna fresti.

Ávallt er lagður ríkur metnaður í veitingasal hótelsins. Innifalið er hálft fæði, þ.e. morgunverður og kvöldverður.

Í heilsulindinni er hægt er að komast í gufuböð, nuddpott, ilmbað, ljósabekki og ýmislegt fleira. Þá er boðið upp á ýmsar vellíðunar- og slökunarmeðferðir gegn gjaldi.
Á hótelinu er einnig lítið leikherbergi fyrir yngstu kynslóðina. 

Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.

*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar. 

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 192 km
  • Frá miðbæ: Í miðbænum
  • Frá skíðalyftu: 500 m - skutla frá Hóteli
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Þráðlaust net: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Herbergi
  • Ísskápur
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun