Jardin Tropical, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Jardin Tropical er glæsileg hótelsamstæða alveg við sjóinn á Adeje-ströndinni, rétt við Colon-smábátahöfnina og vatnsrennibrautagarðana Aquapark og Siam Park.
Í samstæðunni eru 390 vistarverur sem skiptast í eins og tveggja manna herbergi og svítur. Hótelbyggingin sjálf er í arabískum stíl en herbergin eru innréttuð á einkar stílhreinan og nútímalegan hátt. Öll eru þau búin nútímaþægindum eins og loftkælingu og upphitun, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum og kvikmyndaleigu, öryggishólfi og smábar. Á baðherbergjum er hárþurrka, baðvörur, baðsloppur og inniskór. Þráðlaus háhraðanettening er á herbergjum gegn gjaldi. Svalir með húsgögnum fylgja öllum herbergjum en útsýnið er ýmist út á hafið, yfir hótelgarðinn eða til fjalla.
Þegar kemur að mat og drykk ættu allir að finna eitthvað að sínu skapi því að í hótelinu eru fimm veitingastaðir. Hver þeirra hefur sína áherslu en Miðjarðarhafsmatargerð er einkennandi fyrir þá. Kaffihús er á hótelinu og setustofubar og þeir sem vilja meira tjútt geta tekið snúning á næturklúbbnum á hótelinu.
Hótelgarðurinn er einstaklega fallegur og gróðursæll, heilir 12.000 fermetrar að stærð. Þar er bæði saltvatns- og ferskvatnslaug og sérstök laug fyrir börnin. Sérstakur krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar og hægt að kæla sig niður með svalandi drykk á sundlaugarbarnum.
Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, einnig heilsulind með gufubaði, tyrknesku baði og nuddpottum. Ýmsar nudd- og líkamsmeðferðir eru í boði og hægt er að panta nuddmeðferð á hótelherbergin. Þá er hér einnig hárgreiðslu- og snyrtistofa og gjafavöruverslun.
Gestamóttakan opin allan sólarhringinn. Öryggishólf í gestamóttökunni. Þar er hægt að leigja bíl og reiðhjól, skipta gjaldeyri, fá þvotta- og strauþjónustu, þurrhreinsun og barnagæslu.
Þetta er einkar glæsileg hótelsamstæða á góðum stað við Adeje-ströndina. Aðeins tekur um 5 mínútur að ganga niður að sjónum. Aqualand-vatnsrennibrautagarðurinn er þarna rétt hjá þar sem börnin geta skemmt sér konunglega.
Eins er Siam Park nálægt sem er talinn einn flottasti vatnsrennibrautagarður í heimi.
Ekki má svo gleyma golfvöllunum sem eru nokkrir og ekki langt undan.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 18 km
- Frá strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Nettenging: Gegn gjaldi
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði, Án fæðis